Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 90
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
90 TMM 2008 · 2
Signu til að sjá í sjónhending öll glæsihýsin meðfram ánni, Louvre-safninu
með áherslu á kjallarann þar sem miðaldakastali hefur verið grafinn upp (sem
reyndist í hæsta máta heimsóknarinnar virði), og Cluny-safninu, frábæru safni
miðaldagripa þar sem okkur dvaldist lengi hjá meynni og einhyrningnum á
veggteppunum fögru sem þar eiga sitt sérherbergi. Eini Frakkinn í hópnum
nefndi þó hvorki safn né hallir heldur göngubrúna á Signu sem kennd er við
listir, Pont des Arts. Þangað skyldum við fara í síðdegissólskini og horfa í
kringum okkur. Þetta gerðum við, og einnig það varð partur af pílagrímsferð-
inni: Einmitt á þeirri brú dönsuðu þau saman á sautjánda júní fyrir 34 árum,
KJ og SP, og eins og segir í bókinni: „Þau dansa enn.“
Ég trúi því að allir sem fóru til náms á árunum fyrir greiðslukort, farsíma,
tölvupóst og svo framvegis, muni skrifa í huganum sínar eigin endurminn-
ingar þegar þeir lesa Minnisbók SP. Það er einn af stærstu kostum þessarar
yndislegu bókar. Hún minnti mig á svo ótalmargt sem ég var búin að gleyma
frá stífðri dvöl minni í Dyflinni fyrir óralöngu. Til dæmis segir Sigurður frá
því hvernig Skinnastaður í Axarfirði, Norður-Þingeyjarsýslu, Islande, bjargar
honum frá lögreglunni – löggan gafst hreinlega upp við að skrifa þetta voða-
lega nafn á fæðingarstað hins handtekna og sleppti honum! Þá varð mér hugs-
að til þess þegar útlendingaeftirlitið í Dublin varð klumsa frammi fyrir
Rauðuvík á Árskógsströnd í Eyjafirði, Iceland, og spurði hvort þetta gæti ekki
verið einfaldara!
Af verðlaunum, klassískum endurútgáfum og tuði
Eins og ég sagði áðan fékk Sigurður Pálsson Íslensku bókmenntaverðlaunin í
flokki fagurbókmennta fyrir Minnisbók sína (JPV), en í flokki fræðirita var
verðlaunahafinn Þorsteinn Þorsteinsson fyrir þá miklu bók Ljóðhús. Þættir um
skáldskap Sigfúsar Daðasonar (JPV). Báðir eru sannarlega vel að verðlaunum
komnir.
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fékk Naja Marie Aidt fyrir smásagna-
safnið Bavian (Gyldendal, 2006). Þetta eru fimmtán sögur, sagðar frá sjón-
arhóli karla, kvenna eða barna. Stundum gerir hún sér raunar að leik að gefa
ekki upp strax hvort kynið talar eða hugsar, jafnvel kemur fyrir að kynferði
sögumanns sé óljóst. Flestar eiga persónurnar sameiginlegt að skuggar hvíla
yfir þeim og lesandi fær ekki alltaf að vita hvað veldur. Stundum fáum við þó
að fylgjast með þegar ógæfan hittir persónur og brýtur þær niður stig af stigi,
eins og í sögunni „Slik“. Sameiginlegur sögunum er líka stíllinn, stuttar setn-
ingar, knappur frásagnarháttur; lesandi þarf að vinna vel meðan hann les til að
ná allri merkingu texta og undirtexta. Mögnuð bók.
Menningarverðlaun DV í bókmenntum hlaut Auður Ólafsdóttir fyrir skáld-
sögu sína Afleggjarann (Salka). Hún var líka ein þeirra sem fengu Fjöruverð-
launin, en þau voru veitt á Góugleði, bókmenntahátíð kvenna 9. mars; aðrar á
þeim verðlaunapalli voru Elísabet Jökulsdóttir fyrir hin sjálfsævisögulegu
Heilræði lásasmiðsins (JPV), Sigurbjörg Þrastardóttir fyrir ljóðabókina Blys