Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 103
TMM 2008 · 2 103
M y n d l i s t
hóps sem virðist lifa rétt handan við skipulagðan tíma og rúm vestrænnar
velmegunar. Ef verk Gabríelu bera með sér þann óhugnað er leynist í undir-
meðvitundinni sýnir Emmanuelle okkur kyrrlátt umhverfi ysta úthverfis
borgarinnar þar sem óhugnaðurinn virðist mara rétt undir yfirborðinu. Í
myndbandsverkinu Dreptu mig tvisvar, kæri vinur, kæri óvinur sprettur hann
fram fyrirvaralaust og myndar rof. Við getum litið á atburðinn er vekur upp
óhugnaðinn sem rof í streymi tímans án þess þó að hann geti stöðvast. Atburð-
urinn er engu að síður tilefni til endurtekningar, hann er skoðaður aftur og
aftur frá mismunandi sjónarhorni, ekki til að við getum velt okkur upp úr
honum, heldur til að spyrja eins og hugurinn sem kallar fram myndir úr for-
tíðinni: hvernig gat þetta gerst? Þannig getur myndbandið, þrátt fyrir að vera
tímatengdur miðill, búið til rými þar sem tímanum er deilt upp, hægt á honum
eða hann leikinn aftur og aftur.
Það ber ekki að líta á Streymið sem bókstaflega myndskreytingu við heim-
spekihugtak Bergson, enda ætti að hafa komið fram að slíkt væri í hrópandi
andstöðu við inntak þess. Hugtakið sjálft er í andstöðu við það sem það lýsir
enda ber aðeins að líta á það sem leið til að hugsa um þær hliðar lífsins sem
vísindin geta ekki mælt. Það sama gildir um listina; þess vegna ratar heimspeki
Bergson auðveldlega til hennar og hún til hans.
Gabríela Friðriksdóttir: Teikning 12, Innan kjarnans (2006).