Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 105
TMM 2008 · 2 105
L e i k l i s t
Ívanov í Þjóðleikhúsinu sem var frumsýnd um jólin 2007. Sumir sváfu en aðrir
komust í mikla andans vímu, enda var sýningin glæsileg. Kvikmyndin Brúð
guminn var svo frumsýnd við góðan róm í janúar 2008. Það er mín skoðun að
grundvallarmunur sé í afstöðu listamannanna til sögunnar sem sögð er í þess-
um tveimur útfærslum, sem skýrir að kvikmyndin var mun heilsteyptara og
betur heppnað verk.
Í leikskrá segir Baltasar Kormákur að Ívanov hafi orðið fyrir valinu einmitt
vegna þess að verkið sé ekki jafnmeitlað og síðari verk höfundar, og það skapi
meira frelsi til að „leika sér með það.“3 Á sviðinu var stuðst við handrit sem
Baltasar og Ólafur Egill unnu upp úr enskum aðlögunum verksins, en kvik-
myndin notaði ekkert nema beinagrind sögunnar sem var klædd í íslenskan
nútímabúning.
Megingallinn við uppfærslu Baltasars Kormáks og félaga í Þjóðleikhúsinu
var sá að þrátt fyrir nokkrar breytingar á upprunalega handritinu settu þeir
upp verkið sem Tsjekhov skrifaði, frekar en það sem hann ætlaði að skrifa.
Persónurnar voru einhliða, dramatíkin vélræn og raunsæið sem Tsjekhov unni
svo heitt var víðs fjarri. En þegar hópurinn sagði sögu sem var einungis inn-
blásin af söguþræði Tsjekhovs í Brúðgumanum fóru hlutirnir að gerast, og sá
andi sem skáldið ætlaði að fanga skilaði sér loksins.
Tsjekhov fannst „hinn hreinskiptni“ Ívanov aðdáunarverður náungi, sem í
stað þess að kenna umhverfinu um eða „ganga til liðs við Hamleta þessa
heims“4 viðurkennir fúslega að hann sé skunkur án þess að vita af hverju.
Hilmir Snær Guðnason lufsaðist um sviðið, ýlfraði af innri sársauka og virtist
ekkert hafa sér til málsbóta. Hilmi Snæ var nokkur vorkunn að eiga að koma
því til skila að þetta gerði Ívanov að afbragði annarra manna.
Kvikmyndin er ekki undir þessa sömu galla seld, eins og nánar er gerð grein
fyrir hér á eftir. Þó var kvikmyndin framleidd áður en sviðsverkið varð til.
Enginn skal draga í efa að það var listamönnunum hollt að nálgast verkið frá
þessum tveimur ólíku hliðum, en ég efa að það hafi endilega gagnast áhorf-
endum. Augljóslega léku hinir listrænu stjórnendur sér með formið eins og
framast var unnt – t.d. var mikil áhersla lögð á „leikhúsleika“ (e. theatricality)
sviðsuppfærslunnar með því að láta sviðsmenn vinna störf sín í sviðsljósinu,
geyma búninga á sviðinu sjálfu, hafa leikarana sýnilega á hliðarlínunum þegar
þeir voru ekki að leika o.s.frv. Þessi ráðstöfun skilaði heildarupplifuninni af
verkinu litlu og vakti spurningar um það hvort hér væri einvörðungu verið að
skapa fjarlægð frá kvikmyndaforminu til þess að vekja athygli á muninum á
miðlunum tveimur.
Tengslum var þó haldið milli verkanna tveggja á ýmsa lund. Einstakir orða-
leikir lifðu yfirfærsluna af og Margrét Vilhjálmsdóttir, sem lék eiginkonuna
Önnu í báðum útfærslum, raulaði meira að segja brot úr tónlist kvikmyndar-
innar á sviðinu.