Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 109
TMM 2008 · 2 109
L e i k l i s t
á leikrænan hátt en Þröstur Jóhannesson flytur frumsamda tónlist við ljóðin.
Þriðja verk Kómedíuleikhússins kallast Pétur og Einar, það fjórða er einleik-
urinn Steinn Steinarr frá 2003 sem verður sýndur á breiðtjaldi í Ísafjarðarbíó.
Í lok hvers dags fer fram einleikið spjall þar sem leikarar og aðstandendur
sýninganna sitja fyrir svörum. Stjórnandi ræðir við þá um verkið, leikaðferðir
sem beitt er og almennt um sýninguna. Gestum er einnig velkomið að spyrja
listamennina um verk sín.
Haldin verður sýning á öllu mögulegu sem viðkemur einleikjaforminu, þar
á meðal bókum, handritum, búningum og myndböndum. Safnið er í eigu Elf-
ars Loga Hannessonar. Einleikin verslun verður að venju á hátíðinni, seldar
verða notaðar leikhúsbækur og nýjar einleikjabækur ásamt ýmsu meðlæti með
sýningunum.
Á lokadegi hátíðarinnar verða Act Alone verðlaunin veitt í fyrsta sinn. Skip-
uð hefur verið nefnd dómara, í henni sitja þrír vel valdir áhorfendur úr Ísa-
fjarðarbæ. Veitt verða verðlaun fyrir bestu sýninguna og einnig verður besti
leikarinn valinn. Verðlaunin eru hönnuð af fjöllistakonunni Marsibil G. Kristj-
ánsdóttur frá Þingeyri.
Það er Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sem stendur fyrir hátíðinni og listrænn
stjórnandi hennar er Elfar Logi Hannesson. Bæði íslenskir og erlendir fjöl-
miðlar hafa sýnt mikinn áhuga og fjallað ítarlega um hátíðina. Í mars sl. hlaut
hátíðin Menningarverðlaun DV og árið 2006 sýndi Sjónvarpið heimildar-
myndina digiFilm um hátíðina. Allar upplýsingar um Act alone er hægt að
nálgast á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net.
Ástæða er til að hvetja fólk á öllum aldri til að halda vestur á þessa einstöku
leiklistarhátíð. Það er frítt inn á sýningar og Ísafjörður er skemmtilegur
áfangastaður. Þeir sem hafa áhuga en geta ómögulega komist geta huggað sig
við að erlendu verkin verða sýnd í Norræna húsinu 8. júlí.
Mynd úr Fragile sem tékkneski leikhópurinn Krepsko sýnir á hátíðinni.