Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 113
B ó k m e n n t i r
TMM 2008 · 2 113
tilheyri ekki sömu kynslóð, en hin línulega tímanálgun kallar oftast óhjá-
kvæmilega á að höfundar af sömu kynslóð eru spyrtir saman þótt þeir eigi
kannski fátt sameiginlegt. Einnig má benda á að þegar reynt er að finna þema-
tískar samsvaranir meðal höfunda sem eru að gefa út verk sín á sama tíma er
meiri hætta á að þeir verði útundan sem ekki passa inn í þemun sem greinand-
inn telur sig finna. Síðasti hluti kafla Ástráðs og Úlfhildar er þó mislukkaður;
þar er fjallað um jólabókaflóðið („the Icelandic literary season“) og forlaga-
pólitík á Íslandi. Er skemmst frá því að segja að sú umræða er þegar úrelt,
forlög hafa runnið saman og ný sprottið upp, enda forlagarekstur miklum
breytingum háður og vafasamt að draga miklar ályktanir af fyrirtækjarekstri í
bókmenntasögulegri umræðu.
Kafli Helgu Kress um íslenskar kvennabókmenntir kemur á óvart fyrir það
hversu gamaldags hann er. Líklega er hann skrifaður fyrir mörgum árum og
einnig er ljóst að Helga byggir svo til eingöngu á eigin rannsóknum en tekur
lítið með í umræðu sína rannsóknir annarra íslenskra á fræðasviðinu. Í kafl-
anum er t.d. hvergi getið rannsókna Dagnýjar Kristjánsdóttur og doktorsrit-
gerð hennar ekki einu sinni nefnd í heimilda- og ítarefnisskrá kaflans. Gagn-
rýna má fleiri höfunda þessarar bókmenntasögu fyrir það sama og það er
hreinlega undarlegt að skoða ítarefnisskrá ýmissa kaflanna þar sem eyðurnar
blasa við. Að sjálfsögðu er kafli Helgu um margt fróðlegur fyrir erlenda les-
endur og allir vita að hún er í hópi frjóustu bókmenntafræðinga okkar. En það
stingur í augu að yngstu verkin sem hún fjallar um komu út á áttunda og
snemma á níunda áratugnum – það vantar hreinlega umræðu um síðustu tvo
áratugi aldarinnar en á þeim tíma á sér stað afar spennandi þróun í kynjafræði
og rannsóknum á kvennabókmenntum sem og í skáldskap íslenskra kvenna.
Að hluta til mætti gagnrýna Silju Aðalsteinsdóttur fyrir það sama, þegar
umfjöllun hennar um íslenskar barnabókmenntir nálgast aldamótin 2000 veik-
ist hún mjög og maður saknar margs. Ég ítreka að líklegasta skýringin á þessu
er hversu langur tilurðartími ritsins er og því sennilegt að kaflinn sé skrifaður
fyrir mörgum árum. Silja fjallar á skilmerkilegan hátt um upphaf íslenskra
barnabóka og þróun þeirra fram yfir miðja tuttugustu öld. En þegar nær dreg-
ur samtímanum verður umfjöllunin gloppótt. Mér er illskiljanlegt að Silja skuli
aðeins nefna Sigrúnu Eldjárn sem myndskreyti að bókum bróður síns Þórarins
Eldjárns en fjalla ekkert um hana sjálfa sem höfund barnabóka. Þá saknaði ég
einnig nafns Kristínar Helgu Gunnarsdóttur sem er með athyglisverðustu
barnabókahöfundum samtímans og hafði gefið út a.m.k. fjórar bækur fyrir árið
2000.
Kafli Daisy Neijmann um bókmenntir Vesturfaranna og afkomenda þeirra
er mjög athyglisverður og vel skrifaður og ánægjulegt að þessum hluta íslenskra
bókmennta séu gerð góð skil í samhengi við íslenska bókmenntasögu (líkt og
einnig var gert í Íslenskri bókmenntasögu Máls og menningar). Daisy fer á
einum stað rangt með, þegar hún segir að Torfhildur Hólm hafi búið með
systur sinni og mági, Sigtryggi Jónassyni, á fyrstu árum sínum í Vesturheimi
(bls. 628). Systir Torfhildar, Ragnhildur, og maður hennar, Eggert Ó. Briem,