Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 117
B ó k m e n n t i r
TMM 2008 · 2 117
Er hægt að orða þetta betur?
Landið er ekki bara „útbreidd banasæng,“ það er einnig lífgjafi, eins og í
kvæðinu Langanes þar sem fjaran er svört og
opið haf til austurs
túnin flekkótt af fé
himinn af háfleygum vængjum
og Guð hvíslar „margraddað í móanum“.
Til ættjarðarkvæða vil ég einnig telja Ævintýri á fjöllum þar sem fjallkonan
spennir á sig hamrabeltið, líkt og hjá Jónasi Svafár, og „hendist niður hlíðina“
til að elska þýskan ferðamann. Og þó að hún sé harðhent í atlotum sínum, og
líkt og í þjóðsögum um ástir tröllkvenna og mennskra manna, gangi af aum-
ingja manninum nærri dauðum, þá eru ummerkin fögur:
Um kvöldið renna hundarnir
á lyktina
finna manninn
bundinn og blóði drifinn
Fagurhvítar fjallasóleyjar
balderaðar í hvíta bringuna
Annar þáttur í ljóðum Gerðar Kristnýjar er trúarlegs eðlis, en afstaða hennar
til guðdómsins er þó án allrar helgislepju, jafnvel svolítið kankvís. Líkt og Egill
Skallagrímsson þáði skáldgáfu sína af Óðni þiggur Gerður skáldgáfuna af
Guði, en sú gjöf er gefin á nokkuð harkalegan hátt, eins og segir í kvæðinu
Laufskálarétt þar sem Guð „slengir“ skáldfáknum
í hnakkann á mér
svo ég fell við
Í kvæðinu Langanes, sem áður er minnst á, vill hún ekki „grípa fram í fyrir
Guði“ og í kvæðinu Erfðaskrá ráðstafar ljóðsegjandi skapgerðareiginleikum
sínum en biður um að beinin verði ekki snert:
Ég þarf þeirra með
þegar ég kem hlaupandi
til móts við almættið
með brassband á hælunum
Það er einnig kankvís tónn fyrst í kvæðinu María þar sem hún mætir Guðs-
móður í hryssingsveðri