Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 119
B ó k m e n n t i r
TMM 2008 · 2 119
Hitt er Anna, sem fjallar um ekkjuna á efri hæðinni sem dottar yfir dagbók-
inni á daginn og ekkert gerist en lifir heldur betur ævintýralegu næturlífi.
Anna er í senn fyndið og sorglegt ljóð og það er einmitt list sem Gerður kann
öðrum betur að flétta þessa tvo þætti saman án þess að úr verði hálfkæring-
ur.
Fyrirferðarmesti þátturinn í ljóðum Gerðar Kristnýjar eru mannleg sam-
skipti með ólíkum tilfinningum sem þeim fylgja, gleði, sorg, ótta, vonbrigðum
og ást sem snýst í andhverfu sína. Þar má nefna ljóðin Aðför, Heimsókn og Nótt,
það síðastnefnda er nánast súrrealísk ljóðmynd af elskendum þar sem unnust-
inn er sofnaður og ljóðmælandi, unnustan, sem á ekki lengur skjól í fangi hans,
er sjálf á mörkum svefns og vöku:
Ég sekk
um þúsund faðma
án þess að nokkur þeirra
nái á mér taki
Hægt lætur
hafsbotninn undan
þungum svefni mínum
Af svipuðum toga er ljóðið sem gefur bókinni nafn, Höggstaður, nema þar
hefur ástin snúist upp í hefndarhatur, brúin sem áður tengdi er brunnin:
Hús mitt hinum megin fljótsins
Þú sendist um Sali
með kyndil í krepptri hendi
eyðir því sem ég ann
Með hófadyn í hjartastað
sting ég mér í strauminn
Nú verður engum þyrmt
Gerður Kristný mundi trúlega ekki vera kölluð femínískur rithöfundur eða
skáld, engu að síður bera ljóð hennar sterk kvenleg einkenni, í myndmáli
hennar eru hlutir og persónur sem sjaldan sjást í myndmáli karlskálda, sæng-
urver, börn, týndir vettlingar, marsípankaka og hyrna úr ull og ást svo eitthvað
sé nefnt. Karlskáldum verður oftar gripið til hnífsins og stálsins, hakans og
skóflunnar eða pyngju og sprengju. Með þessar myndir fer hún af einstakri
smekkvísi og færni og oft yrkir Gerður svo klassískt að vandséð er hvort ljóð-
mælandi er karl eða kona og þau skáld sem mér finnast henni skyldust eru
Snorri Hjartarson og Stefán Hörður Grímsson. Hefðbundin formeinkenni
hefur hún svo vel á valdi sínu og brageyra hennar er svo óskeikult að oftar en
ekki fara hendingar að klifa í stuðlum. Það kynni nú mörgum að þykja lítil