Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Qupperneq 125
B ó k m e n n t i r
TMM 2008 · 2 125
stans- og linnulaust, einkum í breskum barnabókum allt frá Enid Blyton til
Harry Potter þar sem unglingarnir rífa í sig steikur og búðinga frá morgni til
kvölds. Ofát eða græðgi er ein af höfuðsyndum kristninnar og syndin felst í að
geta ekki haft vald yfir hvötum sínum og virða ekki meðalhóf. Át á samfélags-
lega bönnuðum mat er til marks um óseðjandi græðgi og vitnisburður um
hungur sem er ekki bara líkamlegt heldur sálfræðilegt og kynferðislegt og
lostafullt. Á ensku er talað um slíka græðgi sem „cannibal lust”. Slíkt hungur
brýtur niður mörkin á milli siðmenningar og náttúru, manns og dýrs, skyn-
semi og hvata, reglu og óreiðu.
Pabbinn í Leyndarmálinu hans pabba, Björn Böðvar, er bæði maður og dýr
og þó hvorugt. Kringum húsið er gríðarlegur ruslahaugur og þar er pabba oft-
ast að finna:
Hann var eins og gamalt bjarndýr þar sem hann hreyfði sig löturhægt milli trjánna
í bláröndóttum nærbuxum einum fata, enda var hann oftast kallaður bangsinn af
nágrönnum okkar. … Mér fannst fólkið stundum tala um pabba eins og hann væri
dýr en ekki manneskja. (11–12)
Það er sonurinn og sögumaður bókarinnar, Hákon Björnsson, tólf ára sem hér
talar. Pabbi hans gengur um nánast ber og ef honum er ögrað eða eitthvað fer í
taugarnar á honum við fólk étur hann það. Suma með húð og hári, flesta hlutar
hann þó sundur, úrbeinar og grefur beinin í garðinum. Hann hefur drepið og
étið 340 manns. Hann hefur enga samhygð með fórnarlömbum sínum, ekki
frekar en skógarbjörn í veiðihug. Samt er pabbi háður konu sinni og börnum og
virðist þykja vænt um þau. Hann er eins og þriðja barnið í fjölskyldunni, neitar
að vinna launavinnu, liggur í leti, les asnalegar fréttir og prumpubrandara upp
úr blöðunum og hlær rosalega að eigin fyndni. Þar sem mamman vinnur fyrir
fjölskyldunni hefur hann meiri tíma til að sinna börnunum, fylgja þeim í skóla
og ræða málin, og börnin segja við sjálf sig að hann sé „kúl”. Hann er meira
eins og félagi þeirra og vinur en faðir. Börnunum leiðist mjög mannát föðurins
og reyna að fá hann til að hætta en hann svarar fullum hálsi:
– Það skiptir engu máli, sagði Sidda. Mannát er morð, pabbi!
– Þú segir það, sagði pabbi og kímdi. Þetta er að minnsta kosti alltaf jafn gott
slagorð hjá þér. … En mér finnst mannakjöt bara svo gott. Og auk þess …
– Og auk þess hvað?
– Og auk þess þarf ég þessi prótein og sölt sem eru aðeins í mannakjöti, sagði
pabbi hikandi. Hann vissi af langri reynslu að við tókum ekki mark á þessum rökum.
(41–42)
Pabbi er einfaldlega matvandur eða kresinn, og þó er ekki eins og hann sé að
pilla í matinn og sortera hann á disknum – hann gleypir fólk með húð og hári
og alls konar fylgihluti með. Pabbi missir stjórn á sér þegar mannakjöt er í boði
og hann fer ekki í manngreinarálit. Hann hefur enga samúð með fórnarlömb-
um sínum og það hræðir börnin hans, Siddu og Hákon. Sidda segir: