Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 126
B ó k m e n n t i r
126 TMM 2008 · 2
– Pabbi, þú verður að hætta að borða fólk, sagði Sidda bænarrómi. Einn daginn
borðarðu okkur í ógáti!
Eitt augnablik virtist pabbi vera sleginn út af laginu. En síðan espaðist hann allur
upp aftur:
– Það hafa verið mannætur í okkar ætt síðan Vilmund Böðvar, afa minn, rak á land
í Grænuvík! En enginn hefur nokkurn tímann borðað einhvern í fjölskyldunni í ógáti.
Aldrei! Þið þurfið ekkert að vera hrædd um það. (42)
Þegar pabbi ræðst á Bjössa (ham)borgara, besta vin systkinanna, er þeim nóg
boðið. Nær þeim er ekki hægt að höggva og það skelfir þau. Spurningin vakn-
ar um hvers konar ófreskja pabbi sé. Eitt af því sem Þórarinn Leifsson vildi
sýna með bókinni (skv. áðurnefndu viðtali) var að ófreskjur eiga líka börn,
börn eiga líka ófreskjur að foreldrum, eru ófreskjubörn. Bæði mömmu og
börnunum bregður þegar fjölmiðlar tala um pabba sem „mannætuskrímslið”.
Hákon segir:
Ég fór að hugsa um allt fólkið sem þekkti pabba ekki neitt. Fólk sem hafði bara lesið
um hann í blöðunum og séð ógeðslegar myndir af honum í sjónvarpsfréttunum. Það
þekkti hann öðruvísi en við. Það vissi ekki að hann var í raun og veru eins og hver
annar pabbi þó að hann væri mannæta. (99)
Málið er að þessi litli galli við pabba er ekki bara brot gegn samfélagi og siðferði
heldur brot gegn því að vera maður. Mannfræðingurinn William Arens setti
fram þá kenningu í bók sinni The maneating myth (1979) að sögur af mann-
ætum sýni fyrst og fremst hve mjög við óttumst hugmyndina og hve staðfastan
sess hún eigi í óraplágunni sem hrjáir Vesturlöndin. Hann segir að sögur af
afrískum mannætum hafi verið notaðar af rasistum, landkönnuðum og trú-
boðum til að sýna fram á réttmæti kristniboðs og innleiðslu vestrænna við-
miða meðal frumbyggja í lítt könnuðum löndum. Yfirboðarar þessara hópa,
kirkjan og fjármögnunaraðilar, hafi viljað fá sögur af mannáti og þá hafi land-
könnuðir og trúboðar skaffað þær. Þessar sögur séu yfirleitt uppspuni frá
rótum og mannát hafi hvergi í heiminum verið stundað sem viðurkennt
athæfi, segir Arens. Þessar goðsagnir urðu síðar stofninn í gríðarlegum býsn-
um af „meinlausum og elskulegum” bröndurum hjá vestrænum þjóðum um
mannát litla svarta sambós og tíu lítilla negrastráka. Við erum öll alin uppp við
mannætu-myndabrandara með trúboðum í stórum potti og þetta er löngu
orðin slík klisja að okkur verður fyrst fyrir að hugsa – æ enn einn mannætu-
brandarinn! Eins og í annarri rasískri hugmyndafræði er óhugsandi að þessir
brandarar gætu gerst á Vesturlöndum og það er hluti af því hve fyndnir þeir
eiga að vera.6
Aðrir mannfræðingar segja að nóg sé af staðfestum heimildum um mannát
en það sé alls staðar flókið athæfi. Þeir skipta mannáti í þrjá meginflokka:
Fyrst er át ættingja og ástvina sem byggist á ást og kærleika, hinn látni er tek-
inn inn í líkama þeirra sem lifa og lifir áfram í þeim. Svo er át sem byggist á