Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 128
B ó k m e n n t i r
128 TMM 2008 · 2
vöktu hrifningu Soffíu Auðar Birgisdóttur sem taldi þær jafn merkingarbærar
og textann í bókinni.8
Leyndarmálið hans pabba kallast á við bækur eins og Börnin í Húmdölum og
aðrar herskáar barna- og unglingabækur síðustu áratuga sem fjalla um það
hvernig mörkin milli barna og fullorðinna hafa orðið æ óskýrari og hvernig
börn eru þvinguð til að taka ábyrgð á óábyrgum foreldrum. Sidda og Hákon
eru svokölluð „hæf börn”, alin upp í því að standa saman, laga sig að öðrum,
forðast óþarfa átök, leika hlutverk í annarra manna leikritum. Þegar pabbi
þeirra ætlar að ráðast á besta vin þeirra og éta hann neita þau að „kóa” lengur
með honum, reiðin er orðin of mikil, bakreikningar orðnir of háir og upp-
gjörið flókið.
Hákon og Sidda eru tólf ára, þau eru að verða kynþroska sjálf og hið kyn-
ferðislega tilboð framtíðarinnar birtist þeim skrumskælt í fýsn föðurins sem er
eins og hryllingsmynd af því hvert þeirra eigin hvatir gætu leitt þau. Pabbi
þeirra er „perri” sem hefur enga stjórn á fýsnum sínum. Eftir að þau hafa bjarg-
að honum frá dauðadómi ætlar hann að fara að matreiða lögreglumanninn á
sælkeravísu eftir stóru mannætu-matreiðslubókinni. Hann hefur ekkert lært
og ekkert skilið og sýnir engan vilja til að bæta ráð sitt þegar til kastanna
kemur, hann er bara sloppinn:
Pabbi las upphátt úr matreiðslubókinni.
– Mannsrass með smjörsósu.
– Pabbi! Sidda kom varla upp orði, svo hneyksluð var hún.
– Ég er að elda, sagði pabbi, sjáið þið það ekki? Þetta er liður í gagngerum
endurbótum á lífi mínu. Ég er hættur að borða hrátt kjöt og gleypa fólk í heilu lagi.
Nú ætla ég bara að borða vel matreitt mannakjöt, eins og siðað fólk. Þetta er glænýr
megrunarkúr! Mannætukúrinn!
– Pabbi! Sidda horfði döpur niður í gólfið áður en hún hélt áfram: Tekurðu virkilega
sígarettugulan mannsrass fram yfir okkur, fjölskylduna þína?
– Við þögðum öll og ég fann hvernig kökkurinn kom upp í hálsinn. Hvernig tárin
spruttu fram í augun. Og um leið vissi ég að eins var ástatt um Siddu og mömmu. Að
við höfðum haldið í okkur allt of lengi. Að allt þetta fólk sem pabbi hafði borðað var
grafið djúpt innan í okkur, alveg eins og pabba. Það var þarna innan í okkur og það
var sko ekkert ánægt með gang mála. Ekki baun. (108–110)
Hér setja börnin föðurnum stólinn fyrir dyrnar og fá móðurina í lið með sér.
Sonurinn er byrjaður að sjá hann eins og ófreskju, dýr, bjöllu og vísunin til
Hamskipta Kafka leynir sér ekki. Þau vilja ekki meira og þvinga hann til að
fara í meðferð. Þetta kallast á við aðra sögu af mannætuföður, hinum gríska
Krónosi, sem át börnin sín sem fyrirbyggjandi aðgerð svo að þau krefðust ekki
ríkis hans, veltu honum af stóli og tækju við hlutverki hans. Sonur hans Seifur
vissi að þessi örlög væru sér líka búin og fékk móður sína Geu í lið með sér til
að þvinga föðurinn til að æla upp börnunum og leyfa tímaröðinni, krónólógí-
unni, að hafa sinn gang. Þetta er einn sterkasti óhugnaðurinn við það þegar