Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 131
B ó k m e n n t i r
TMM 2008 · 2 131
skatturinn flatur uns ekkert stendur eftir nema nefskattur og þjónustugjöld.
Verkefni ríkisvaldsins munu í æ ríkari mæli snúast um að standa vörð um völd
forréttindastéttanna, eins og raunin var löngum fram á 19. öld, þó að forrétt-
indastéttin verði eflaust stærri og sveigjanlegri en þá. Þetta er nútíminn og
þetta er framtíðin. Og það sem kalla má fasismann í þessu nýja skipulagi er sú
sannfæring stjórnmálamanna úr flestum flokkum, fjölmiðlamanna og álits-
gjafa að ekkert annað sé til en þessi þróun – allt annað en hún er „fortíð-
arhyggja“. Þeir sem hafa aðrar skoðanir eru sagðir „á móti öllu“ sem er ef betur
er gáð fjarska upplýsandi frasi: hin ráðandi sýn á þróun samfélagsins er „allt“
og þar sem aðeins er til eitt rétt svar er sá sem segir eitthvað annað „á móti“.
Það er þá aðeins ein rétt sýn – með eða móti? Stundum er þessi eina sýn kölluð
„nútíminn“. Við vitum hvernig nútíminn er og líka hvernig framtíðin er, hún
er alveg eins og nútíminn, aðeins ennþá stærri og straumlínulagaðri.
Uppgjör Einars Más (EMJ) við þennan auðhyggjufasisma – ég nota orðið
auðhyggja gagngert vegna þess að það hefur verið bannfært í einlínutíð-
arandanum og eftir að hafa lesið EMJ er ég orðinn hálfu þreyttari en áður á
oki hans – er bæði persónulegt og mjög teoretískt, það er í anda frönsku ann-
álahreyfingarinnar sem EMJ er gegnsýrðari af en f lestir Íslendingar (hún er
kennd við tímaritið Annales og um hana má m.a. fræðast í grein EMJ í Sögu
1982 sem og viðtali við hann í Sögnum 1992). Umfjöllunarefnið er eiginlega
alræðisstefnur og hvernig þær virka en formið er það sem ég neyðist til að
kalla „esseiuna“ þar sem betra orð vantar ennþá á íslensku. Þá meina ég
lausbeislað form bréfsins þar sem leyfilegt er að vaða út um víðan völl og þar
sem fullkomlega er í lagi að sjá hliðstæður milli ólíkra sviða mannlífsins sem
skólarökræðan er annars vön að banna okkur að bera saman. Í bréfinu má
allt og EMJ er ófeiminn að nýta sér möguleika þess. Það er næstum óþarfi að
segja svo sjálfsagðan hlut sem þann að fyrirmyndin er 83 ára gamalt Bréf til
Láru eftir Þórberg Þórðarson. Sú fyrirmynd skiptir þó máli. Þórbergur skrif-
ar sitt bréf meðal annars vegna þess að hann skynjar sjálfan sig staddan á
umbrotaskeiði sögunnar þar sem möguleikarnir eru óteljandi og hann kemur
fram sem fulltrúi hins nýja tíma sem er ófeiminn að halda réttarhöld yfir öllu
sem að hans mati er gamalt og úrelt og gegn því frelsi sem hinn nýi maður
krefst. Tíðarandinn er allt annar 83 árum síðar en þeim mun mikilvægari er
vísunin. Kannski segir hún okkur að miskunnarlaus sundurtekt EMJ á
alræðistrúarbrögðum nútímans sé bjartsýn, hann tekur upp stílvopnið vegna
þess að þrátt fyrir allt trúir höfundur á mannlega möguleika til að gera upp-
reisn og breyta.
Greining EMJ á hinum nýja rétttrúnaði er lituð af persónulegri reynslu
hans. Hann hefur lengst dvalið í frönsku háskólasamfélagi og komist í kynni
við ýmsar kreddur þar sem hafa skollið á. Hann er gagnrýninn á þær flestallar
og ekki síst menntamanna-marxismann svokallaða sem að sögn EMJ var öfl-
ugust tískuhugmyndafræði í þessu samfélagi á yngri árum hans. Um leið verð-
ur hann EMJ að gagnlegu dæmi um víti til að varast og um rétttrúnaðarstefn-
ur yfirleitt. Þegar EMJ lýsir áhrifum menntamannamarxismans setur hann