Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 136
B ó k m e n n t i r
136 TMM 2008 · 2
snöggum brotum – er eitt af vinsælustu formum sagnalistar samtímans, hvort
heldur um er að ræða ljóðabækur, teiknimyndasögur, sjónvarpsþætti, blogg
eða fréttir. Það ætti heldur engan að furða að hin klassíska epík upphafs, miðju
og endaloka skuli eiga á brattan að sækja í þjóðfélagi þar sem fæstir leggja
raunverulegan trúnað á slíka hluti. Það sem eitt sinn var eðlilegur og sjálfsagð-
ur hluti veruleika þorra manna – sjálf veröldin átti sér upphaf og allt stefndi
hraðbyri fram af brúninni hinu megin – hefur runnið til þurrðar og sá veru-
leiki sem við búum við í dag er síendurtekinn heimsendir fréttastofa internets-
ins – uppfærður á 15 mínútna fresti í takt við þorsta lesenda.
Bjarni Bjarnason
Útsmogni laumufarþeginn
Sindri Freysson: (M)orð og myndir. Ljósmyndir: Hákon Pálsson. JPV. 2006.
Áður en frummaðurinn fór að tala var hann farinn að sjá afmarkaðar myndir
og halda þeim nægilega lengi í huganum til að sjá hliðstæður og skilja hluti út
frá metafórum. Þetta birtist síðan í myndríkri líkingahugsun sem er ljóðræn og
trúarkennd og fjallar gjarnan um alla tilveruna í einu. Akademísk hugsun
afmarkar hins vegar vandann, forðast myndir og metafórur og reynir að leysa
gátuna með tilraunum og sundurgreinandi rökum. Ljóðið er það bókmennta-
form sem fer næst upprunalegri draumkenndri myndflæðihugsun frummanns-
ins meðan akademísk vísindaleg hugsun skapar lógískar byggingar úr eins
ómyndrænum abstrakt hugtökum og kostur er.
Akademísk hugsun verður sífellt ríkari þáttur í hversdagslífinu með kostum
sínum og göllum. Birtist hún til dæmis í endalausum skoðanakönnunum,
fræðsluþáttum, sérhæfðum fylgiblöðum og tímaritum. Að valda akademískri
sundurgreinandi hugsun er talið sama og að vera menntaður og gáfaður og
birtist það gildismat í ótal sjónvarpsþáttum um lögfræðinga og rannsóknarlög-
reglumannateymi þar sem persónurnar eru hver annarri þjálfaðri í sundur-
greinandi hugarfimleikum og afhjúpa með þeim innstu leyndardóma mannlífs-
ins. Að vel klætt og huggulegt fyrirmyndarfólk geti leyst allar gátur með þessum
aðferðum er huggandi tilhugsun fyrir almennan sjónvarpsáhorfanda, styrkir
öryggiskennd hans og nærir trúna á vísindin. Viðleitni manna verður þó oft
spaugileg þegar þeir trúa því að afmarka megi allan vanda lífsins og leysa hann
svo með aðferðum sem hafa vísindalegt yfirbragð. Í nýaldartrúarhópum er til
dæmis oft talað út frá dulspekilegum kenningum, en sjálft málfarið, nálgunin og
aðferðin sem á að leiða til betra lífs afhjúpar að meðlimirnir sleppa ekki undan
tíðarandanum og trúa innst inni á vísindi. Í þetta glittir stundum í aa-samtök-