Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 139
B ó k m e n n t i r
TMM 2008 · 2 139
Óhrein rúmföt eru borin burt
Líkið er lagt á bakið
handleggir niður með síðum, lófar flatir
Púða er smeygt undir hnakka og axlir
til að hindra að blóð setjist fyrir í höfðinu
og breyti litarhaftinu
Augnlokunum er þrýst niður og haldið í nokkrar sekúndur
til að tryggja að þau haldist lokuð
Ef það mistekst eru rakir bómullarhnoðrar settir
á augnlokin til að mýkja þau
Ef fólk er með gervitennur er þeim stungið inn
til að andlitið falli ekki saman
Þá er munninum lokað
Líkið er klætt í náskyrtu með kraga sem ýtir undir
hökuna til að munnurinn opnist ekki aftur
Líkaminn er þveginn með blautum þvottapoka
Vatnsfælinni bómull er troðið upp í endaþarm
og síðan vatnssækinni bómull til að fyrirbyggja
saurlát þegar hringvöðvinn slaknar
Hár líksins er greitt
Allir skartgripir teknir nema giftingarhringur
Ábreiða er lögð yfir líkið svo andlitið eitt
er sýnilegt
Eftir að ástvinirnir eru farnir
er laki vafið um líkið með sérstökum hætti
og merkispjald fest á hægri stórutá
Á það er skrifað:
Tilbúinn fyrir flugtak.
Í þessu ljóði valda bæði fagorð eins og þvagleggir og loftbarkar og nákvæmni
lýsingarinnar því að lesandinn fær á tilfinninguna að höfundurinn hafi
stundað fræðilega rannsóknarvinnu og fengið að fylgjast með frágangi á líki.
Lýsingin gæti þess vegna verið úr myndskreyttri kennslubók í hjúkrunar-
fræði, eini munurinn er hvað hún er lúmskt myndræn og vel upp byggð. Í
lokin breytir svo ein setning dæmigerðri akademískri lýsingu í ljóð. Töfra-
setningin blæs lífsanda í mannsmyndina og gerir það sem virðist kyrrstæð
dauð mynd í einni svipan að sögu um persónu sem maður vildi gjarnan
fylgjast með á f luginu.
* * *
Stundum er sagt að til að skilja eitthvað þurfi að bendla það við eitthvað annað
sem maður skilur, og það skilur maður aftur út frá einhverju enn öðru, og svo
framvegis. Þannig byggist skilningur á samhengi og líkindum. En þegar kemur
að engu er ekki hægt að vísa til einhvers sem virkar með keimlíkum hætti.
Meðal annars af þessum sökum er dauðinn, eða ekkert, óskiljanlegur í sjálfum
sér. Auk þess er dauðinn andstæða vitundar, þeirrar sjálfsávísandi merking-