Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Qupperneq 140
B ó k m e n n t i r
140 TMM 2008 · 2
arbyggingar, þess sem hugur er, og huganum er ekki kleift að skilja hann. Sama
gildir til dæmis einfaldlega um orðið ekkert. Orðið ekkert er skiljanlegt í sam-
hengi, eins og samhenginu: ekkert tré. En út af fyrir sig er orðið ekkert óskiljan-
legt. Orðið ekkert er tóm eldspýtubygging, inni í henni er hola og stór hring-
stigi niður í myrkrið, þegar orðið er alveg svart á hringhnitandi leiðinni niður
gengur maður ekki lengur á neinu, leysist upp sjálfur og … það er ekkert leng-
ur að tengjast, til að skilja eitt eða neitt. Óskiljanleikinn tekur við opnum
örmum. Þannig er með orð eins og tóm, núll, ekkert, dauði, séu þau könnuð
nægilega vel. Skilgreining á orðinu dauði, út frá skorti á lífi, er ein hliðin sem
Sindri veltir upp í rannsókn sinni á dauðanum og kallast það vel á við kenn-
inguna í byrjun bókar um að til að skilgreina dauðann verði fyrst að skilgreina
lífið (bls. 60).
Skilar nú auðu
Samanhnipruð í eigin blóðpolli
Svarar ekki í símann
Hreinsar ekki ísskápinn
Heimsækir ekki kjörklefann
Hætt að bjóða mér inn
Að reyna að skilja dauðann sem meira en til dæmis skort á lífi er íþrótt sem
leiðir magnleysi greinandi hugsunar í ljós og getur einmitt verið gott viðfangs-
efni ef maður vill minna á takmarkanir hennar. Að taka vitrænt á dauðanum
með að því er virst getur akademískum hætti eins og Sindri gerir er því írónía
gagnvart sjálfri greiningaráráttunni og árangri hennar og er það skot eitt það
besta við (M)orð og myndir. Ofan á þessa grundvallar hugmyndalegu íróníu
bókarinnar er í allri sýn stráð einu aðaleinkenni Sindra sem ljóðskálds, and-
sveita-rómantíkurtóninum, stórborgartóninum: Íróníu. Sú aðferð að tala þvert
á gefna merkingu til að leiða eitthvað annað í ljós, yfirleitt verra, merkinga-
rýrara, og afhjúpa hræsni, er alltumlykjandi í verkinu. Hve langt er hægt að
fara með íróníu er nokkuð sem Sindri leggur sig einna helst fram við að athuga
(til dæmis í Kvöldstund í Grafarvogi bls. 37) og er það afgerandi þáttur verksins
í heild sé hugsun verksins metin. Þegar íróníu er beitt kemur gjarnan önnur
merking fram en sú sem liggur á yfirborðinu, en þegar írónían er orðin marg-
föld, bæði í hugmyndalegum grundvelli bókarinnar og mestallri framsetn-
ingu, afhjúpast merkingarleysi, nokkuð sem er ná-skylt dauða. Því er viðfangs-
efni bókarinnar við hæfi fyrir þann sem vill fara með íróníuna á hinn eilífa
enda. Dæmi um einstök þanþolspróf á íróníu eru ljóðin Dánarorsök (58),
Fyrstu rannsóknarniðurstöður (56) og Bráðskemmtilegur dauðdagi (44), en í
síðastnefnda ljóðinu er andrómantíkin einnig á hæsta stigi. Auðvelt væri að
gera grein fyrir margskonar íróníutegundum í (M)orði og myndum, en þá væri
maður dottinn kaldhæðnislega langt ofan í greiningarpyttinn.
* * *