Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 142
142 TMM 2008 · 2
Um r æðu r
María Anna Þorsteinsdóttir
Lýst eftir dæmum og rökum
Í síðasta tölublaði Tímaritsins birtist langþráð umsögn um frumútgáfu mína og
Þorsteins Antonssonar á Ólandssögu eftir Eirík Laxdal Eiríksson. Vil ég þakka
ritstjóranum djörfung og dug við að fá bókina gagnrýnda í okkar góða tímariti.
Enn hafa aðrir ekki treyst sér til þess. Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur hjá
stofnun Árna Magnússonar, tók að sér verkið og gerði eins vel og hún gat og
hafði þekkingu til, ímynda ég mér, og meira er ekki hægt að fara fram á. Rann-
sókn á komu nútíma-Íslendingsins í skáldsöguformið bíður seinni kynslóða og
þá líklega frekar bókmenntafræðinga en þjóðfræðinga.
Í umsögn sinni þakkar Rósa okkur útgefendunum fyrir framtakið og segi ég
bara: Það var ekkert. Hins vegar gerir Rósa það sem enginn kennari eða gagn-
rýnandi ætti að gera, og er ástæðan fyrir skrifum mínum: Hún ýjar að göllum
án þess að koma með dæmi eða rök fyrir máli sínu. Rósa segir í lok umsagnar
sinnar: „Formáli fylgir útgáfu Ólandssögu þar sem hvorki eru tilvísanir né
gerð skýr grein fyrir heimildum og er það helsti galli hennar þar sem það býður
ekki upp á skoðanaskipti um sögurnar [svo!] og höfundinn. Við samanburð á
útgáfunni og handritinu komu aðeins nokkrir litlir hnökrar í ljós. Þrátt fyrir
þessa smávægilegu galla er mikill fengur að útgáfunni …“
Nú er það svo að nánast allt frá því að útgáfa okkar Þorsteins á Sögu Ólafs
Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal kom út 1987 hef ég ströglað við að lesa og sam-
lesa út í hið óendanlega þetta handrit, Lbs.554.4to, sem hefur inni að halda
Ólandssögu. (Sagan er um 500 bls. útgefin með heldur smáu letri.) Svo það sé á
hreinu þá sá hið opinbera sér ekki fært að styrkja útgáfu skáldsagna Eiríks
Laxdals. Var þó sótt um oftar en þrisvar.
Er því til of mikils mælst af mér að Rósa komi með dæmi um hnökrana á
útgáfunni? Að sjálfsögðu geri ég ekki ráð fyrir að útgáfan sé villulaus. (Er slík
útgáfa annars til?) Verði ég nógu sparsöm gæti svo farið að ég kostaði til end-
urprentunar á Ólandssögu og væri þá fengur að leiðréttingum Rósu. Eða þarf
ég kannski að borga fyrir sérfræðingsþjónustu hjá Árnastofnun?
Ég verð líka aðeins að skipta mér af umsögn Rósu um heimilda- og tilvís-
anaskort í ritgerð Þorsteins Antonssonar um Ólandssögu. Það gerist ekki oft,
en kemur þó fyrir, að fólk sem sinnir bókmenntum og öðrum fræðum hugsi
eitthvað alveg nýtt, rétt eins og Eiríkur Laxdal, höfundur fyrstu íslensku skáld-