Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 9
Styrkleiki á breyttri iíðan. Hver þarf styrkur breytinganna að vera dagana eftir blæðingar í samanburði við dagana fyrir blæðingarnar? Hvernig er styrkbreytingin fundin út og hve- nær telst hún nægilega mikil? Mismunandi er á milii rannsókna hvernig þetta er fundið út. í tveimur nýlegum rannsóknum (Hurt og fl., 1992; Gehlert og Hartlage, 1997) var notast við fjórar mismunandi aðferðir til að reikna út mun á styrk- leika einkenna. Algengi fyrirtíðaspennu var breytilegt háð því hvaða aðferð var notuð allt frá því að 14-45% kvennanna greindust með fyrirtíðaspennu í rannsókn Hurt og fl. niður í 1 -7% kvennanna í rannsókn þeirra Gehlert og Hartlage. Tengsl breytingar á líðan við komu blæðinga. Mismun- andi hefur verið hvaða tímabil er skilgreint sem „fyrirtíða- tímabilið". Á konan þannig að finna fyrir breyttri líðan í 5 daga fyrir blæðingar, 7 daga eða 10 daga? Frá því egglos er þar til blæðingar hefjast? Eiga einkenni að hverfa á 1. degi blæðinga, 3. degi blæðinga eða 5. degi blæðinga? Líðan konunnar að jafnaði yfir mánuðinn. Er það skilyrði fyrir greiningu fyrirtíðaspennu að einkennalaust tímabil sé til staðar einhverntíma í tíðahringnum? Hvaða dagar tíða- hringsins eiga það^að vera? Margar rannsóknar sýna að konur eru aldrei einkennalausar og magnast einkenni sumra þeirra fyrir blæðingar. Nafngiftir Bandaríski læknirinn Robert Frank var fyrstur til að fjalla um fyrirtíðaspennu í heilbrigðistímaritum árið 1931. Næstu árin jókst umræðan hægt þar til á 7. áratugnum er upp- sveifla varð í rannsóknum á fyrirtíðaspennu sem síðan hef- ur haldist óslitið. Samfara misvísandi rannsóknaniðurstöð- um og aukinni þekkingu hefur nafngift fyrirbærisins breyst. Þannig er á enskri tungu talað um „premenstrual tension" (PMT), „premenstrual syndrome" (PMS), sem á að lýsa einkennum kvenna sem finna aðallega fyrir líkamlegum einkennum eins og höfuðverk, brjóstaspennu, kviðverk o.s.frv. og „premenstrual changes" (PMC), sem á að lýsa konu sem finnur fyrir einhverjum breytingum án þess að það trufli hana mikið. í endurskoðaðri þriðju útgáfu bókar bandarískra geðlækna um sjúkdómsgreiningar (DSM-III-R- the American Psychiatric Association, 1987) er heitið „late luteal phase dysphoric disorder" (LLPDD) en í fjórðu út- gáfu (DSM-IV- the American Psychiatric Association, 1994) breyttist heitið í „premenstrual dysphoric disorder" (PMDD). Það er sjúkdómsgreining þeirra kvenna sem eru svo illa haldnar af fyrirtíðaspennu að það er talið trufla geðheilsu þeirra. Skilgreiningin á PMDD felur m.a. í sér að 5 einkenni af 11 verða að breytast til hins verra og þarf eitt þeirra að vera af tilfinningalegum toga spunnið. Konan þarf einnig að tiltaka að hennar ástand hafi slæm áhrif á vinnu, skóla eða félagsleg samskipti. Hún þarf ennfremur að vera einkennalaus vikuna eftir að blæðingum lýkur. Ekki er sagt fyrir um hvernig eigi að mæla styrk breytinganna. Almenn umræða Almenningur áttar sig ekki alltaf á þessum mismunandi nafnagiftum fræðimanna og greinir ekki endilega á milli PMDD, PMC eða PMS. í Bandaríkjunum talar fólk um PMS, víða annarsstaðar eins og hérlendis og í Bretlandi um fyrirtíðaspennu (PMT), eða hreinlega „þetta mánaðar- lega“. í viðtölum mínum við konur, sem ég vík að síðar, hefur mér ekki alltaf fundist þær gera greinarmun á túr- verkjum og fyrirtíðaspennu. Umræðan meðal almennings, bæði hér heima og erlendis, ber keim af afturvirku rann- sóknunum frá 7. áratugnum. Samkvæmt þeim hafa flestar konur fyrirtíðaspennu og eru bæði pirraðar og óáreiðan- legar fyrir blæðingar. Umræða meðal feminista Þeim sem hafa áhuga á heilsu kvenna stendur alls ekki á sama um það að litið sé á misjafna líðan kvenna fyrir blæðingar sem sjúkdóm og velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hafi á líf kvenna almennt. Kynbundinni greiningu eins og PMDD hefur verið mótmælt harðlega. Bent hefur verið á sjúkdóm, sem leggst á bæði kynin, þar sem hormón (thy- roxin) hefur skort með þeim afleiðingum að truflun hefur orðið á hugarástandi. Engum hefur dottið í hug að greina einstaklinga með þann sjúkdóm geðveikan. Einnig hefur verið bent á samsvörun á milli fyrirtíðaspennu og 19. aldar sjúkdómanna móðursýki (hysteria) og hugsýki (neurast- henia) en söguleg athugun leiðir í Ijós að þessir tveir sjúk- dómar voru konum ekki til framdráttar (King, 1989; Rodin, 1992). Margar konur fagna aukinni umræðu um fyrirtíða- spennu þar sem loksins sé farið að skoða vandamál kvenna á vísindalegan hátt. Hins vegar átta þær sig oft ekki á erfiðleikunum við að rannsaka fyrirbærið. Á meðan ekki er eining um skilgreiningu, orsök er ekki þekkt og óyggjandi meðferð er ekki fyrir hendi, þá getur í raun hver sem er notað þetta hugtak að eigin vild og þá ekki endi- lega í þágu kvenna. Ennfremur er hætt við að konur fái meðferð sem er ekki við hæfi. í grein sinni „American pre- menstrual syndrome: A mute voice“ fjallar bandaríski man- nfræðingurinn Alma Gottlieb (1988) um að hugmyndir um fyrirtíðaspennu snúi reynslu kvenna gegn þeim. Sam- kvæmt hugmyndum um að fyrirtíðaspenna komi vegna hormónabreytinga er það náttúrulegt að konur verði pirr- aðar og reiðar fyrir blæðingar. Samkvæmt hinni ríkjandi bandarísku kvenímynd eru konur hins vegar almennt Ijúfar og skapgóðar. Þegar konur verða pirraðar eða reiðar, oft inni á heimilum vegna krafna frá fjölskyldunni, fyllast þær sektarkennd og afsaka hegðun sína (meðvitað eða ómeð- vitað) með því að það líði að blæðingum. Þannig standast þær kröfur samfélagsins um kvenlegheit en nota fyrirtíða- spennuna sem einhverskonar skálkaskjól. Afleiðing þessa er að raunverulegum kvörtunum kvenna er ekki sinnt og þær ekki teknar alvarlega. Annar bandarískur mannfræð- ingur, Emily Martin (1987) hefur lýst því að á árunum upp 9 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.