Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 54
Flo var í öngum sínum. Hjá henni gilti aðeins eitt lög-
mál, vinna og aftur vinna og aldrei að láta neitt hafa for-
gang fram yfir vinnuna.
Ég óskaði þeim út í hafsauga, öllum saman.
En þá barst henni óvænt mikilsverður stuðningur.
Viktoría drottning óskaði eftir að hitta hana. Drottningin
vildi hlusta á allt sem hún hafði að segja frá Krím og heyra
allar tillögur hennar um það sem betur mætti fara í hern-
um.
Þetta varð mikill sigur fyrir Florence. Þær hittust mörg-
um sinnum og bæði drottningin og Albert prins, drottn-
ingarmaður, urðu yfir sig hrifin. „Stórkostlegt heilabú,”
skrifar drottningin yfirmanni hersins. „Ég vildi óska að við
gætum haft hana í hermálaráðuneytinu!” Það var ekki í
valdi drottningarinnar að taka ákvarðanir sem snertu
landsstjórnina en hún kunngerði bæði þinginu og ríkis-
stjórninni hvert hennar álit væri á tillögum Florence.
Skipuð var nefnd þar sem Sidney Herbert og Suther-
land læknir áttu sæti auk margra annarra dugmikilla
manna. Florence átti þess ekki kost að sitja í slíkri nefnd
vegna þess að hún var kona. En á allra vitorði var að það
var hún sem lagði línurnar og hafði viljakraftinn og orkuna
til að hrinda málunum í framkvæmd. Hún fluttist til Lund-
úna og þar safnaði hún samstarfsmönnum sínum daglega
saman í Burlington hótelinu þar sem hún hafði íbúð á
leigu. Nefndin var kölluð „litla ríkisstjórnin” og talin ógn við
sjálfa landsstjórnina.
í hermálaráðuneytinu var ríkjandi andstaða og andúð
gegn öllum breytingum. Ef það var eitthvað sem herfor-
ingjar og embættismenn voru leiknir í þá var það að berja
niður með kjafti og klóm alla viðleitni til breytinga og end-
urbóta.
Ég hafði eitt tromp á hendinni sem gæti orðið þeim
skeinuhætt: Ég gat komið fram opinberlega og sagt frá
neyðinni sem ég hafði orðið vitni að og spilltum og dug-
lausum yfirmönnum er áttu sök á óförunum á Krím og
eymdinni hérna heima.
Flo var ekki í hópi þeirra sem láta sitja við orðin tóm.
Þrátt fyrir að hún væri stundum illa haldin og sjúk vann
hún á hálfu ári átta hundruð síðna handrit þar sem fram
komu miklar upplýsingar, athuganir og tillögur um endur-
skipulagningu á heilbrigðismálum innan breska hersins.
Þetta er skjal sem ekki sér á sinn líka. Rekja má til þess
áhrif á bætta heilbrigðisþjónustu á hernaðarsviði og al-
menna heilsugæslu í mörgum löndum í okkar heimshluta
allt til þessa dags. Ekki kom til þess að fjallað yrði um
málin opinberlega. Það hefði þýtt sama og að afhjúpa
ástandið eins og það var, þá áhættu vildu menn ekki taka
og andstaðan gegn breytingum fjaraði því smám saman
út. En það liðu mörg ár áður en raunverulegur árangur
varð af þessu starfi og enn létust þúsundir hermanna áður
en endurbæturnar náðu fram að ganga.
Þessi ár voru mér jafnvel enn meiri áraun en tíminn á
Krím. Þungbært varð mér að missa besta vin minn og
samstarfsmann, Sidney Herbert, sem dó um þessar
mundir. Samvinna okkar hafði verið mér ómetanleg. Erfið-
ast var þó fyrir mig að viðurkenna að það var mín sök því
ég hafði krafist svo mikils af honum. Ég hafði neitað að
horfast í augu við þá staðreynd að hann var orðinn fársjúk-
ur.
Florence, sem sjálf var meira og minna við rúmið í
mörg ár, vann þó meira en nokkur annar eða eins og
Sutherland komst að orði: „Hún er drifkrafturinn, við erum
þrælarnir. Henni er gefin orka og snilligáfa engu lík. Guð
almáttugur hefur skapað fáa henni fremri.”
Loksins sigruðum við. Dánartíðnin minnkaði og heil-
brigði og vellíðan hermannanna jókst!
Hermannaskálar og sjúkrahús voru endurbyggð, her-
mennirnir nutu birtu og góðrar loftræstingar, fengu ætan
mat og ómengað drykkjarvatn, og lesstofur. Það hafði
orðið umbylting sem enginn annar en Florence Nightingale
á heiðurinn af.
*
En hún lét sér ekki nægja unnin afrek. Indland laut yfir-
ráðum Bretlands og nú var röðin komin að ástandinu í
breska hernum þar. Tölur um dauðsföll voru ógnvekjandi.
Verðið sem greiða mátti fyrir yfirráðin í Indlandi var að
árlega létust þar þúsundir hermanna ...
Drykkjuskapur var mikill og kólera og sárasótt landlæg.
Florence fór aldrei sjálf til Indlands en fyrir tilstilli spurninga-
lista hundruð saman, hver með ótal spurningum, öðlaðist
hún þá þekkingu sem hún taldi sig þurfa. Bók hennar
„Hvernig er unnt að komast lífs af í Indlandi,” um tvö þús-
und síður, vakti mikla athygli.
Fljótlega varð mér Ijóst að mengað drykkjarvatn og
sóðaskapur voru verstu óvinirnir. Vatnsból var það fyrsta
sem þurfti að koma á fót og þau myndu einnig koma íbú-
um landsins að notum.
Yfirvöld reyndu að firra sig allri ábyrgð og koma sér
undan verkunum með öllu hugsanlegu móti. Gamla þulan
um „að kasta perlum fyrir svín” eða „hamingjan sanna,
hvað hefur eitt hermannslíf til eða frá að segja,” voru svörin
sem hún fékk og árin liðu.
Mér var oft skapi næst að sprengja ráðuneytin í loft
upp!
En smátt og smátt varð eitthvað undan að láta. Endur-
bæturnar sem tillögur höfðu verið gerðar um voru útfærðar
og dauðsföllum fækkaði. Florence var orðin sérfræðingur í
málefnum Indlands. Ekki færri en fimm varakonungar eða
landsstjórar leituðu til hennar eftir upplýsingum um land og
þjóð áður en þeir fóru til að taka við embættum sínum.
Þeir nefndu mig „landstjóra handa landstjórum”. Sjálfri
fannst mér ég fremur vera eins og eina vinnukonan í hús-
inu og verða að ganga í öll verkin.
54
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998