Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 48
Flokkun siðareglna Vilhjálmur Árnason (1993) greinir siðareglur heilbrigðisstétta á þann hátt að þær hafi frumskyldur við skjólstæðing, hæfnisskyldur gagn- vart faginu, systurlegar skyldur - samábyrgð gagnvart samstarfsfólki og félagslegar skyldur gagnvart samfélagi. Við vinnu að mótun siðareglna var stuðst við þessa greiningu og reglunum skipt í fjóra flokka undir heitunum: A. Hjúkrunarfræðingur og skjól- stæðingur B. Hjúkrunarstarf C. Hjúkrunarfræðingur og sam- starfsfólk D. Hjúkrun og samfélag Á undan siðareglunum er kjarni hjúkrunar settur fram. í kjarnanum kemur fram hvert er hlutverk hjúkrunarfræðinga. Hann á að endurspegla grunnhugtök hjúkrunar og siðferðiskennd stéttarinnar sem reglurnar byggja á. Kjarninn er til áframhaldandi umræðu meðal hjúkrunarfræðinga. Hann byggir á inngangi alþjóðasiðareglna hjúkrunarfræðinga frá árinu 1973 en mikilvægt er að hann samræmist einnig stefnumótun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um hjúkrunar- og heilbrigðismál. Lokaorð Nú þegar endurskoðun á alþjóða- siðareglum hjúkrunarfræðinga fer fram og siðareglur íslenskra hjúkrun- arfræðinga eru orðnar að veruleika, ætti það að vera hvatning til að kryfja til mergjar og ræða siðferðileg við- fangsefni í hjúkrunarstarfinu og heil- brigðisþjónustunni. Vonandi verður á næstu árum frjó umræða meðal hjúkrunarfræðinga um siðferðileg málefni og hjúkrunar- starfið. Mikilvægt er að láta tímann vinna með og að hjúkrunarfræðingar geri reglurnar að sínum, ræði sið- ferðilegt inntak þeirra og hvernig það tengist stefnumótun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Markmiðið með siðareglunum er að þær endurspegli grundvallarvið- horf hjúkrunar og siðferðiskennd. Þær eiga vera leiðbeinandi fyrir hjúkrunarfræðinga og segja fyrir hvernig samskipti þeir vilja hafa við skjólstæðinga sína, samstarfsfólk, samfélag og eigin stétt. Heimildir Páll Skúlason (1990): Siðfræði. Um erfiðleika i siðfræði og forsendur ákvarðana. Reykjavík, Háskóli íslands, Rannsóknarstofnun í sið- fræði. Vilhjálmur Árnason (1993): Siðfræði lifs og dauða. Reykjavík, Háskóli (slands, Rannsóknarstofnun í siðfræði. í júlí síðastliðnum var undirrituð reglugerð um vísinda- rannsóknir á heilbrigðissviði. Þar kemur fram að heil- brigðis-'og tryggingamálaráðherra skipar 7 manna Vísindasiðanefnd til að fjalla um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Formaður nefndarinnar er Sigurður Guðmundsson, læknir. Meðal þeirra sem tilnefna nefndarmenn er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og er dr. Auðna Ágústs- dóttir tilnefnd sem aðalmaður af hálfu félagsins en dr. Kristín Björnsdóttir sem varamaður. (reglugerðinni er gert ráð fyrir að á stóru sjúkrahúsunum, þ.e. Sjúkra- húsi Reykjavíkur, Ríkisspítölunum og Fjórðungsjúkra- húsinu á Akureyri, svo og innan heilsugæslunnar starfi þverfaglegar siðanefndir. Siðanefndir sjúkrahúsanna og heilsugæslunnar, skulu fjalla um rannsóknar- áætlanir sem framkvæma á innan þessara stofnana en Vísindasiðanefndin meti fjölþjóðlegar rannsóknir og rannsóknir sem framkvæma á utan stóru sjúkrahús- anna eða heilsugæslunnar. Vísindasiðanefndin hefur nýlega hafið störf. Fyrstu verkefnin eru að móta vinnureglur, kynna nefndina út á við og móta samstarfsreglur með tölvunefnd. Með tilkomu þessarar nefndar breytist starfsvið siðaráðs landlæknis sem ekki fjallar lengur almennt um rann- sóknaráætlanir á heilbrigðissviði. Rannsóknaráætlanir á heilbrigðissviði sem ekki falla undir starf þverfag- legra siðanefnda stóru sjúkrahúsanna eða heilsugæsl- unnar þurfa að berast Vísindasiðanefndinni, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneyti, sem metur hvort ein- hver vísindaleg eða siðferðileg rök mæli gegn fram- kvæmd rannsóknarinnar. Rannsóknir sem fela í sér skráningu persónuupplýsinga þarf að senda eftir sem áður til tölvunefndar, annað hvort samtímis eða eftir að Vísindaasiðnefnd hefur veitt leyfi sitt. Auðna Ágústsdóttir 48 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.