Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 48
Flokkun siðareglna
Vilhjálmur Árnason (1993) greinir
siðareglur heilbrigðisstétta á þann
hátt að þær hafi frumskyldur við
skjólstæðing, hæfnisskyldur gagn-
vart faginu, systurlegar skyldur -
samábyrgð gagnvart samstarfsfólki
og félagslegar skyldur gagnvart
samfélagi. Við vinnu að mótun
siðareglna var stuðst við þessa
greiningu og reglunum skipt í fjóra
flokka undir heitunum:
A. Hjúkrunarfræðingur og skjól-
stæðingur
B. Hjúkrunarstarf
C. Hjúkrunarfræðingur og sam-
starfsfólk
D. Hjúkrun og samfélag
Á undan siðareglunum er kjarni
hjúkrunar settur fram. í kjarnanum
kemur fram hvert er hlutverk
hjúkrunarfræðinga. Hann á að
endurspegla grunnhugtök hjúkrunar
og siðferðiskennd stéttarinnar sem
reglurnar byggja á. Kjarninn er til
áframhaldandi umræðu meðal
hjúkrunarfræðinga. Hann byggir á
inngangi alþjóðasiðareglna
hjúkrunarfræðinga frá árinu 1973 en
mikilvægt er að hann samræmist
einnig stefnumótun Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga um hjúkrunar- og
heilbrigðismál.
Lokaorð
Nú þegar endurskoðun á alþjóða-
siðareglum hjúkrunarfræðinga fer
fram og siðareglur íslenskra hjúkrun-
arfræðinga eru orðnar að veruleika,
ætti það að vera hvatning til að kryfja
til mergjar og ræða siðferðileg við-
fangsefni í hjúkrunarstarfinu og heil-
brigðisþjónustunni.
Vonandi verður á næstu árum frjó
umræða meðal hjúkrunarfræðinga
um siðferðileg málefni og hjúkrunar-
starfið. Mikilvægt er að láta tímann
vinna með og að hjúkrunarfræðingar
geri reglurnar að sínum, ræði sið-
ferðilegt inntak þeirra og hvernig það
tengist stefnumótun Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og
heilbrigðismálum.
Markmiðið með siðareglunum er
að þær endurspegli grundvallarvið-
horf hjúkrunar og siðferðiskennd.
Þær eiga vera leiðbeinandi fyrir
hjúkrunarfræðinga og segja fyrir
hvernig samskipti þeir vilja hafa við
skjólstæðinga sína, samstarfsfólk,
samfélag og eigin stétt.
Heimildir
Páll Skúlason (1990): Siðfræði. Um erfiðleika i
siðfræði og forsendur ákvarðana. Reykjavík,
Háskóli íslands, Rannsóknarstofnun í sið-
fræði.
Vilhjálmur Árnason (1993): Siðfræði lifs og
dauða. Reykjavík, Háskóli (slands,
Rannsóknarstofnun í siðfræði.
í júlí síðastliðnum var undirrituð reglugerð um vísinda-
rannsóknir á heilbrigðissviði. Þar kemur fram að heil-
brigðis-'og tryggingamálaráðherra skipar 7 manna
Vísindasiðanefnd til að fjalla um vísindarannsóknir á
heilbrigðissviði. Formaður nefndarinnar er Sigurður
Guðmundsson, læknir.
Meðal þeirra sem tilnefna nefndarmenn er Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga og er dr. Auðna Ágústs-
dóttir tilnefnd sem aðalmaður af hálfu félagsins en dr.
Kristín Björnsdóttir sem varamaður. (reglugerðinni er
gert ráð fyrir að á stóru sjúkrahúsunum, þ.e. Sjúkra-
húsi Reykjavíkur, Ríkisspítölunum og Fjórðungsjúkra-
húsinu á Akureyri, svo og innan heilsugæslunnar starfi
þverfaglegar siðanefndir. Siðanefndir sjúkrahúsanna
og heilsugæslunnar, skulu fjalla um rannsóknar-
áætlanir sem framkvæma á innan þessara stofnana
en Vísindasiðanefndin meti fjölþjóðlegar rannsóknir og
rannsóknir sem framkvæma á utan stóru sjúkrahús-
anna eða heilsugæslunnar.
Vísindasiðanefndin hefur nýlega hafið störf. Fyrstu
verkefnin eru að móta vinnureglur, kynna nefndina út
á við og móta samstarfsreglur með tölvunefnd. Með
tilkomu þessarar nefndar breytist starfsvið siðaráðs
landlæknis sem ekki fjallar lengur almennt um rann-
sóknaráætlanir á heilbrigðissviði. Rannsóknaráætlanir
á heilbrigðissviði sem ekki falla undir starf þverfag-
legra siðanefnda stóru sjúkrahúsanna eða heilsugæsl-
unnar þurfa að berast Vísindasiðanefndinni, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneyti, sem metur hvort ein-
hver vísindaleg eða siðferðileg rök mæli gegn fram-
kvæmd rannsóknarinnar. Rannsóknir sem fela í sér
skráningu persónuupplýsinga þarf að senda eftir sem
áður til tölvunefndar, annað hvort samtímis eða eftir
að Vísindaasiðnefnd hefur veitt leyfi sitt.
Auðna Ágústsdóttir
48
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998