Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 43
Helga Björk Eiríksdóttir / Orðabók Menningarsjóðs segirað starf hjúkrunarkonu sé að „annast sjúkling, veita aðhlynningu", eða með öðrum orðum; að hjúkra. Þessi útskýring er vafalaust rétt, en virðist afar einföld fyrir stóra starfstétt hjúkrunarfræðinga. Þeir eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin á íslandi og starfa á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar um land allt. Störf þeirra eru því fjölbreytt. Hjúkrun aldraðra er um margt ólík geðhjúkrun. Dagur skólahjúkrunarfræðingsins er sjaldan eins og hjúkrunarfræðingsins í bráðamóttöku. Innan hjúkrunarstéttarinnar er vaxandi hópur sem vinnur ekki hjá því opinbera. Sumir hjúkrunarfræð- ingarnir eru sjálfstætt starfandi og fá greitt frá Tryggingastofnun sem verktakar. Aðrir vinna hjá einka- fyrirtækjum eða á einkareknum stofum. Þessir hjúkrunarfræðingar gegna margvíslegum störfum. Blaðið tók tvo þeirra tali, þær Sjöfn Kjartansdóttur og Bryndísi Konráðsdóttur. Aftur í hjúkrunarfræði Sjöfn Kjartansdóttir býr með eiginmanni sín- um, Jóni Ólafssyni tónlistarmanni, og tveim- ur dætrum. Viðtalið fer fram á heimili hennar - yfir kaffibolla. Greinarhöfundi er boðið inn í eldhús. Þar er hlýlegt og kertin tvö í gluggan- um gefa skemmtilega birtu í skammdeginu. Sjöfn er fædd og uppalin í Reykjavík. Að grunnskóla loknum fór hún í Verzlunarskóla íslands og tók sér síðan stutt hlé frá námi. Áhugi hennar á hjúkrun hafði, þótf undarlegt megi virðast, kviknað í Verzló: „Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki og ég vissi að hjúkrunar, félags- og sálfræði snerust um fólk. Raunar var það af tilviljun að ég valdi hjúkrunarfræðina. Ég var ekki einu sinni viss um að ég myndi klára námið. En þetta var svo skemmtilegt að ég myndi vilja fara aftur.“ Sjöfn útskrifaðist árið 1992 en vissi ekki hvers konar hjúkrunarstarf hún vildi takast á við. Önnur tilviljun réð því að hún fór að vinna á gjörgæsludeild Borgarspítalans. „Þetta var alveg rosalega gaman. Draumastarf sem átti mjög vel við mig. Mig langaði að mennta mig áfram i gjör- gæsluhjúkrun", segir Sjöfn með ákafa í röddu. En heimilis- aðstæður komu í veg fyrir að hún héldi áfram vaktavinnu. Hún gat ekki réttlætt það fyrir fjölskyidunni að vinna óreglulegan vinnutíma á lágum launum. Hugmyndir gks um hið nýja starf voru öðruvísi en Sjafnar. En hún var heppin og fékk að móta það sjálf. Hún segist hafa haft tvö höfuðsjónarmið í huga: „Ég er ekki hlynnt því að fyrirtæki eins og gks safni per- sónulegum upplýsingum um fólk. Því ein- beiti ég mér að forvörnum, en ekki meðferð sjúkdóma. Ég er almennt að fræða og upp- lýsa fólk.“ Sjöfn fékk að ákveða þennan starfsramma og telur að hann hefði orðið öðruvísi ef fagmanneskja úr annarri heil- brigðisstétt hefði fengið starfið. Að mati Sjafnar skiptir máli að hjá gks sé framkvæmdastjórinn framsýnn maður sem stjórni framsæknu fyrirtæki. „Hann er líka giftur hjúkrunarfræðingi", segir hún og hlær. Fyrir 10 til 15 árum var ekki komið í Ijós að skrif- stofuvinna er álagsvinna fyrir líkamann. Álags- sjúkdómar koma fram á löngum tíma og því þarf Sjöfn að segja alheilbrigðu fólki til. „Ég fann þetta sjálf þegar ég fór af sjúkrahúsinu á skrifstofuna. Eftir sex vikur fyrir framan tölvuna var ég orðin stíf og stirð." Forvarnir og vinnuvernd Á gjörgæslu var Sjöfn eingöngu í klínískri hjúkrun, en nú er hún aðallega í kennslu þó starfið felist einnig í stjórnun. „Ég er að kenna forvarnir. Þegar fyrirtækiö selur húsgögn í Sjöfn Kjartansdóttir. Nýja starfið Sjöfn fór því að líta í kringum sig og sá auglýst starf fyrir iðjuþjálfa eða hjúkrunarfræðing hjá húsgagnagerðinni gks. Hún hefur nú unnið þar í rúmt ár. Það kom henni vel að hafa verið í Verzlunarskólanum. Hún þekkti viðskiptageir- ann og var því ekkert hrædd við nýtt starfsumhverfi. ■ Tímarit hjúkrunarfræðinga leitaði eftir samstarfi við nemendur í hagnýtri fjölmiðlun i Háskóla íslands um greinaskrif í blaðið. Helga Björk Eiríksdóttir var i framhaldi af því fengin til að kynna sér fjölbreytni í hjúkrun með viðtölum við hjúkrunarfræðinga. Helga Björk er með BA-próf í ensku og ítölsku. Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 74. árg. 1998 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.