Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 72

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 72
Út er komið á vegum Háskólaútgáfunnar safn greina með ráðstefnuerindum alþjóðlegu hjúkrunarráðstefnunnar sem haldin var í Reykjavík 1995 Heiti bókarinnar er “CONNECTING CONVERSATIONS: Nursing Scholarship AND Practice, Proceedings of 1995”. Ritstjórar eru Guðrún Kristjánsdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Ásta Thoroddsen Bókin er um 470 blaðsíður og inni- heldur 80 greinar um margvísleg viðfangsefni hjúkrunar. Greinarnar eru á ensku og eru fjölbreyttar að efni og aðferðafræði. Höfundar greinanna erd 117 talsins og eru frá öllum heimsálfum. Bókin er fróðleg og áhugaverð lesning fyrir alla hjúkrunarfræðinga hvort sem þeir hafa sótt ráðstefnuna eða ekki. Bókin býðst á kynningarverði, kr. 2850,- til hjúkrunarfræðinga l'ram til 15. mars 1998. Fullt verð er kr. 3.500,-. Pantanir skulu sendar Háskólaútgáfunni. w :ækm / a isiana Rannsóknarráð íslands (Rannís) í samvinnu við Samtök iðnaðarins, heiibrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið og Heilbrigðistæknifélag íslands, stendur nú fyrir úttekt á heil- brigðistækni á íslandi. Heilbrigðis- tækni tekur yfir það svið sem tengist tækjabúnaði, tækni og tækni- þekkingu sem notuð er á heilbrigðis- stofnunum og starfsemi tengdri líf- tækni, heilsuvernd og læknavísind- um. Hingað til hafa íslendingar fyrst og fremst verið þiggjendur hvað heil- brigðistækni varðar en undanfarin ár hefur orðið þar breyting á. Árið 1996 var útflutningur vöru í þessum flokki um 238 m.kr. (innflutningur 767 m.kr. á sama ári). Margir telja að íslending- ar eigi góð sóknartækifæri á þessu sviði og að leggja skuli áherslu á að skapa góð skilyrði til að uppbygging geti átt sér stað. Meginviðfangsefni úttektarinnar er þríþætt: 1. Úttekt á stöðu heilbrigðistækni á íslandi. 2. Stefnumótun og skilgreining markmiða. 3. Tillögur að aðgerðum til að ná settum markmiðurh. Rannís hefur ráðið verkefnisstjóra og skipað verkefnisstjórn til að vinna að framgangi málsins. Eftirtaldir aðil- ar sitja í verkefnisstjórn: Baldur Þorgilsson, Heilbrigðistækni- félagi íslands, Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins, Helgi Kristbjarnarson, Flögu hf., Hörður Jónsson, Rannís, Ingimar Einarsson, heilbrigðisráðuneyti og Þórarinn Gíslason, læknir. Verkefnisstjóri er Jón Bragi Björgvinsson, Skyn ehf. Skoðanaskipti og miðlun upplýsinga Forsenda þess að vel takist til með úttektina eru virk skoðanaskipti og upplýsingaflæði milli aðila sem tengjast þessu sviði. Það er því ósk okkar að sem flestir láti skoðanir sínar í Ijós. Vefsíða: http//www. skyn.is/ht Tölvupóstur: ht@skyn.is Þóstfang: Skyn ehf. Skúlagötu 63 105 Reykjavík B.t. Jóns Braga Björgvinssonar Þátttakendur Nauðsynlegt er að fá virka þátttöku frá: 1. Framleiðendum vöru og þjónustu 2. Rannsókna- og þróunaraðilum 3. Notendum Þessir hópar skarast að sjálf- sögðu að einhverju leyti. Fyrirtæki á þessu sviði stunda rannsóknir sam- hliða framleiðslu en nýjar hugmyndir eiga gjarnan rætur að rekja til not- enda tækni á heilbrigðisstofnunum eða rannsókna- og tæknideilda þeim tengdum. „Notendur" eru skilgreindir í víðri merkingu, þ.e. ekki eingöngu heilbrigðisstéttir heldur einnig starfs- menn ráðuneyta og stofnana sem vinna við rekstur, skipulagningu og stefnumörkun. Þátttaka er alls ekki takmörkuð við þessa hópa, allir sem skoðun hafa á þessum málaflokki eru eindregið hvattir til að láta í sér heyra. Stefnumótunarfundur 25. og 26. febrúar Haldinn verður stefnumótunarfundur sem stendur í sólarhring á Hótel Örk í Hveragerði. Fundurinn hefst á há- degi rmiðvikudaginn 25. febrúar og stendur til hádegis þann 26. Stefnt er að því að þátttakendur verði 30 - 40 talsins. Samtök iðnaðarins sjá um skipulagningu fundarins. Byrjað er á að setja fram þá framtíðarsýn 5 til 10 ár fram í tímann, síðan skoðaðar ( forsendur fyrir því að hún geti orðið að veruleika og loks eru skilgreindar markvissar aðgerðir sem þarf að ráðast í til að ná settum markmiðum. 72 Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.