Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 60
Kjaramál
lækna samk/æmt kjarasamníngi
Dagvinnulaun samkvæmt kjarasamningi:
Læknar Dagvinnulaun skv. kjarasamn. Hjúkrunarfræðingar Dagvinnulaun skv. kjarasamn.
Byrjunarlaun aðstoðarlæknis / kandídat án lækn.leyfis. Deildarlæknir e. 7 ára starfsaldur. 141.678 183.844 Byrjunarlaun hjúkrunarfræðings: í nýju launakerfi 103.503
Yfirlæknir á sjúkrahúsi á fastlaunasamningi 423.884 Hjúkrunardeildarstjóri 3, (yfir mjög stórri deild). 132.568
Forstöðulæknir RSR á fastlaunasamningi 434.482 Hjúkrunarframkvæmdastjóri 3, (yfir mjög stórum einingum) 149.206
Sviðsstjóri lækninga á RSÞ á fastlaunasamningi 460.744 Sviðsstjóri hjúkrunar á RSR 153.682
Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur gengu
frá kjarasamningi 1. desember 1997. Samningurinn
gildir frá 1. nóvember 1997 til 31. október 2000. Taxtalaun
lækna voru hækkuð verulega í þessum samningi, sérstak-
lega taxtalaun læknakandídata og lækna á fastlauna-
samningi. Á móti var samið um einhverjar breytingar á
álagsgreiðslum og yfirvinnustuðullinn var lækkaður. í
töflunum hér á eftir er settur fram samanburður á taxtan-
um í nokkrum starfsheitum lækna og hjúkrunarfræðinga.
Tekin eru starfsheiti sem eru á sama stað í stjórnskipulagi
sjúkrahúsana.
Laun lækna í töflunni eru samkvæmt launatöflu
1.1.1998 í nýgerðum kjarasamningi. Byrjunarlaun al-
mennra hjúkrunarfræðinga eru lágmarkslaun í nýju launa-
kerfi, launaflokkur A1. Aðrar launatölur fyrir hjúkrunarfræð-
inga eru samkvæmt launatöflu 1.1.1998, þ.e. áður en farið
er yfir í nýtt launakerfi. Vinnuveitendur hafa boðið hjúkrun-
arfræðingum upp á ca. 2-3% launahækkun við að færast
yfir í nýtt launakerfi.
Nokkrir punktar:
* Byrjunarlaun læknakandídats eru 37% hærri en byrjunar-
laun almenns hjúkrunarfræðings. Læknakandídat er
með 6 ára háskólanám að baki en hjúkrunarfræðing-
urinn 4 ár. Ef almennir hjúkrunarfræðingar bæta við sig
t.d. Ijósmæðranámi eða 2 ára mastersnámi þá hækka
laun þeirra um rúmlega 6% samkvæmt kjarasamningi.
60
Þannig er um 30% munur á byrjunarlaunum þessara
tveggja hópa sem báðir hafa að baki 6 ára háskólanám.
* Byrjunarlaun læknakandídats sem ekki hefur fengið
lækningaleyfi eru u.þ.b. 9.000 kr. hærri en laun
hjúkrunardeildarstjóra sem hefur starfað í yfir 20 ár og er
með mannaforráð yfir allt að 30 starfsmönnum og
stjórnar deild sem veltir tæplega 100 milljónum á ári.
* Læknakandídat sem starfað hefur í 18 mánuði hefur
svipuð laun og hjúkrunarframkvæmdastjóri yfir stórum
einingum á sjúkrahúsi sem er með mannaforráð yfir á
þriðja hundrað starfsmönnum og veltir um 500
milljónum á ári.
* Deildarlæknir með 1 árs starfsaldur hefur samkvæmt
kjarasamningi svipuð laun og hjúkrunarforstjóri
Ríkisspítala og hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur
(um 166-168.000 kr. á mánuði). Hjúkrunarforstjóri
Ríkisspítala er með mannaforráð yfir um 1260 starfs-
mönnum og veltu upp á 2,5 milljarða á ári.
* Sviðsstjóri lækna innan Ríkisspítala (460.744 kr.) hefur
þrisvar sinnum hærri mánaðarlaun samkvæmt kjara-
samningi en sviðsstjóri hjúkrunar innan Ríkisspítala
(153.682). Þessar stöður eru báðar á sama stað í stjórn-
skipulagi spítalans og starfslýsingar á báðum þessum
stöðum eru nákvæmlega eins. Sviðsstjóri hjúkrunar
hefur hins vegar oft mun meiri mannaforráð, meiri fjár-
hagslega ábyrgð og meira stjórnunarlegt umfang en
sviðsstjóri lækna. wj
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998