Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 67
21. gr.: Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sfnu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skal þó gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu ef það er unnt. Samkvæmt þessu er það í verkahring forstöðumanns stofnunar að veita formlega áminningu. í 50. gr. sömu laga er hins vegar kveðið á um að forstöðu- menn geti „framselt vald, sem þeim er veitt í þessum lögum, til annarra stjórn- enda í stofnun, enda sé það gert skriflega og tilkynnt starfsmönnum stofnunar." Skv. nýlegum breytingum sem gerðar hafa verið á heilbrigðislögum veitir fram- kvæmdarstjóri heilbrigðisstofnunum forstöðu en yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri eru honum til ráðgjafar um rekstur á sviði hjúkrunar og lækninga. Áður en til áminningar kemur þarf næsti yfirmaður að gera starfsmanni grein fyr- ir hvað sé ávirðingarvert við störf hans og að það sé þess eðlis að það geti verið tilefni til áminningar. Þá verður yfirmaðurinn sem hefur heimild til að áminna skv. lögum að veita starfsmanninum viðtal og gefa honum færi á að tjá sína hlið máls- ins. Það er gert til að komast hjá ónauðsynlegum áminningum sem ekki eru á rök- um reistar. Af viðtalinu ræðst hvort ástæða er til að veita áminninguna eða ekki. Starfsmenn sveitarfélaga Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins gilda ekki með beinum hætti um starfsmenn sveitarfélaga. Skv. sveitarstjórnarlögum (nr. 8/1996) skulu opin- berir starfsmenn sem starfa við stjórnsýslu njóta sömu réttinda og bera sömu skyldur og starfsmenn ríkisins. Þessi lög voru sett með hliðsjón af eldri lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en þau lög miðuðust við að starfs- menn væru almennt skipaðir (æviráðnir) og áminning skv. þeim átti einkum við þær aðstæður þegar veita átti skipuðum manni lausn frá stöðu. Þegar ný lög voru sett um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (nr. 79/1996) yfirfærðist til- vísun til sveitarstjórnarlaga til þeirra, m.a. tilvísun til ákvæða um starfslok og áminningu. Stjórnsýsla í sveitarstjórnarlögunum hefur verið túlkuð þannig að hún greini á milli þeirra sem teljast opinberir starfsmenn og hinna sem eru ráðnir skv. kjarasamningum ASÍ. Hjá starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar er ríkjandi önnur skoðun á þessu atriði en þá gilda ákvæði stjórnsýslulaga ef tekin er afstaða til uppsagnar starfsmanns. Jón G. Kristjánsson, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar, segir að hjá Reykjavíkurborg gildi breytilegar reglur um hvernig staðið skuli að áminningum fyrir mismunandi hópa starfsmanna. Um æviráðna starfsmenn, sem munu vera fáir eftir, gilda sérstakar reglur, kennarar fluttu með sér reglur þegar sveitarfélög yfirtóku rekstur grunnskólans og fyrir aðra starfsmenn borgarinnar gilda almenn vinnuréttarsjónarmið. Það hefur verið skoðun heildarsamtaka opinberra starfsmanna, BHM og BSRB, að óeðlilegt sé að vinnuveitendur ákveði einhliða hvaða réttindi og skyldur gilda hjá opinberum starfsmönnum. Hið eðlilega sé að semja um það í kjarasamningum. Þessari skoðun lýstu samtökin gagnvart Alþingi á síðasta ári við endurskoðun á sveitarstjórnarlögum. Á síðasta ári fóru fram viðræður milli heildarsamtakanna og launanefndar sveitarfélaga um þessi réttindi og náðist m.a. samstaða um að taka upp í kjarasamninga ákvæði um áminningar og starfs- lok með nánast algerlega sama hætti og gert er í lögum um starfsmenn ríkisins. Sjaldgæft að veita þurfi áminningu Ríkisspítalar og Sjúkrahús Reykjavíkur eru stærstu vinnuveitendur hjúkrunar- fræðinga. Hjúkrunarforstjórum þeirra ber saman um að sjaldan þurfi að áminna hjúkrunarfræðinga. Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunar- forstóri, segir fátítt að áminna þurfi hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Reynist slíkt nauðsynlegt sé farið í einu og öllu eftir því ferli sem reglugerð um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar og stjórnsýslulög geri yfirmönnum að fylgja. Sigríður kemur yfir- leitt ekki að slíkum málum. Hún er hins vegar yfirleitt með í ráðum og upplýst um gang mála. Að mati Sigríðar eru reglu- bundin starfsmannasamtöl eitt besta tækið til að benda fólki á að eitthvað þurfi að bæta. Það sé þá á hendi næsta yfir- manns að benda á, fylgja eftir og veita nauðsynlegar aðvaranir. Þá séu siðareglur hjúkrunarfræðinga mikilvægur stuðningur þegar meint brot er skoðað og metið. Ef hjúkrunarfræðingur brýtur af sér t.d. með því að mæta til vinnu undir áhrifum vímuefna eða á annan hátt með framferði sínu er brugðist skjótt við og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Það sé þó mikilvægt að taka fram að hvert mál er einstakt og verður að skoða út frá eðli brots, mann- eskjunni sem í hlut á, forsögu málsins og ákjósanlegustu úrræðum hverju sinni. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Ríkisspítala, segir eins og Sigríður að formlegar áminningar séu óalgengar í hennar starfi. Hún segir að deildarstjórar og hjúkrunarframkvæmdarstjórar geri yfir- leitt út um málin áður en til slíks kemur. Til Önnu er ekki leitað nema eftir ráðgjöf ef ástæða þyki til að veita formlega, skriflega áminningu sem gerist ekki nema tvisvar til þrisvar á ári. Anna segir að það gerist hins vegar nokkuð oft að talað sé við fólk óformlega. Áfengisvandamál er unnið með hraðar en flest önnur mál hjá Ríkis- spítölum og yfirleitt eru það hjúkrunar- framkvæmdarstjórarnir sem taka á þeim. Annars segir hún að gangurinn sé gjarnan sá að ef hjúkrunarfræðingur tekur sig ekki á eftir að deildarstjóri hefur ítrekað reynt að tala við hann þá sé málinu vísað til hjúkrunarframkvæmdastjóra. Anna segir þó að það fari allt eftir eðli vandans og manneskjunni sem í hlut á hvernig staðið sé að þessu. Það skiptir t.d. miklu máli hvort hjúkrunarfræðingurinn hefur innsæi í brot sitt og sýni ábyrgðartilfinningu og áhuga á að bæta fyrir það. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.