Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 73
Guðrún Ragnarsdóttir Frá fagdeildum Fagdeíld bamahiúkrunar ræðínga í Dublin Síðastliðið vor fæddist sú hugmynd í stjórn fagdeildar barnahjúkrunar- fræðinga að bregða út af vananum varðandi fræðslu fyrir félagsmenn og færa hana út fyrir landsteinana. Upphafið að þessari hugmynd var sú að við fengum boð um að skoða sumarbúðir fyrir langveik börn sem stofnaðar voru af Paul Newman og eru skammt frá Dublin á írlandi. Einnig stóð til boða að heimsækja barnasjúkrahús í Dublin. Því miður kom boð á síðustu stundu um að þeir treystu sér ekki til að taka á móti hópnum, svo ekkert varð úr því. Undirtektir félaga í fagdeildinni voru framar vonum og var lagt upp í mjög skipulagða ferð þann 21. nóvember síðastliðinn með 21 félagsmann inn- anborðs í breiðþotu Atlanda á vit nýrra ævintýra. Ferðin stóð í 4 daga. Gist var á hóteli í hjarta borgarinnar þar sem gleði og samstaða tók völdin. Einkennandi var að hverja lausa stund, hvort sem var yfir málsverði, bjórglasi eða í rútu barst talið fljótlega aö hjúkrun og voru því haldnir fjölmargir óformlegir fagfundir. Þar sem dagskráin var skipulögð með alla möguleika í huga, þá var haldinn fræðsludagur á sunnudegin- um og fórum við suður á bóginn með lest eldsnemma að morgni í dynjandi rigningu og roki. Ákvörðun- arstaður okkar var „The Court Hotel", Killiney Bay, sem er um 1 klst. akstur frá Dublin. Þetta er sér- lega glæsilegt hótel niðri við strönd- ina og ráðstefnusalurinn eftir því góður. Dagskrá var eftirfarandi: Guðrún Ragnars sagði frá ráðstefnu “Pediatric nursing” sem haldin var í Washington DC.Í september síðastliðnum Kristín Vigfúsdóttir talaði um sjúkrahústengda heimahjúkrun. Gillian Holt talaði um stuðning við fjölskyldu veika barnsins. Helga Lára Helgadóttir fjallaði um menntun í barnahjúkrun. Síðan var hópvinna þar sem hópnum var skipt í fernt og fjallað um mál sem við teljum efst á baugi í dag, þ.e.: Menntun í barnahjúkrun Gæðamál og sparnaður á barna- deild Barnadeildir á íslandi, hverju þyrfti að breyta. Þverfagleg samvinna á barnadeild. Niðurstöður voru kynntar í lok dagsins. 1. Menntunarmál Varðandi menntunarmálin taldi hóp- urinn sem um það fjallaði brýnast að stjórnendur sjúkrahúsa legðu metn- að sinn í að bjóða starfsfólki uppá símenntun, þeim að kostnaðarlausu og á vinnutíma þegar það gefst. Einnig var talið mjög brýnt að efla stéttarvitund hjúkrunarfræðinga og gefa þeim jafnræði til náms. Sí- menntun á að vera hluti af starfinu. Mikilvægt er að auka vægi sí- menntunar t.d. í formi reglulegra fræðslufunda. Foreldrar veikra barna gera kröfur til starfsfólks. Þeir treysta frekar þeim sem sýna öryggi við tæknileg atriði. Þörfin fyrir fræðslu og upplýsingar til foreldra og barna gerir þær kröfur til Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.