Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 78
Þankastrik Þankastrík er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. I Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmisiegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur afkynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Ólafía Páls- dóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Hönnu Þórarinsdóttur sem hér tekur upp þráðinn. hvers vegna að bíðja? Hanna Þórarinsdóttir Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. (Hallgrímur Pétursson) Mig langar aö gera bænina aö umhugsunarefni, hið dýr- mæta samskiptatæki Guðs og manns. Aö biðja er að tala við Guð - og hlusta. Bænin er stórfenglegur leyndardómur, en þó einfaldasta athöfn sem til er. Eigi að síður forðast margir þessa boðleið. Hvað getur valdið því? Má vera að feimni, hroki, tímaleysi, vantrú eða jafnvel algjört andvara- leysi eigi þar nokkra sök, - átyllurnar geta verið margar. Ef til vill er ekkert rúm lengur fyrir Guð í nútímanum, í kapphlaupi okkar eftir velsæld og hamingju. Við leitum stöðugt nýrra leiða til að auka lífsgæðin, en hlaupum svo æði oft fram hjá því, sem raunverulega getur veitt okkur hina eftirsóttu vellíðan: sálarfriðinn - sátt við Guð og menn. Guð er gjarnan notaður sem varadekk, skelit undir, ef springur, settur’í skottið, þar til springur á ný. Því að Ijóst er, að flestir leita til æðri máttar, Guðs, þegar áföll dynja yfir, þó að trúin hafi aldrei skipt nokkru máli í lífinu. En þá er ef til vill oft örðugt að vita, hvers leita ber. Aðeins í bæninni er algjörlega unnt að afhenda Guði vandamál sín og biðja um hjálp og leiðsögn. Flest erum við skírð til kristinnar trúar, þar er frækornið. En þroskaleiðin er misgreið. Okkar er að velja: að þiggja eða hafna. Leggja þarf jafnmikla rækt við trú og bæn í lífinu sem aðra þætti þess, eigi trúin að verða það hald- reipi, sem við getum treyst í lífsins ólgusjó. Hinn mesti þroski kristins manns er að fela sig alveg Guði á vald, treysta Honum og bæn Hans mun verða sem hin mjóa taug, er hreyfir vöðva almættisins. Líf Krists var ein samfelld kærleiksþjónusta í þágu mannkyns. Hann eftirlét okkur fyrirmynd. Við eigum fyrst og fremst að vera farvegur fyrir kærleika Guðs. Hann leitar stöðugt hjarta okkar og handar öðrum til líknar. í því felst starf okkar hjúkrunarfræðinga. Við njótum þeirra forrétt- inda að fá að starfa við hjúkrun, í lifandi og nánum tengsl- um við þá, er liðsinni þurfa. Með þekkingu okkar og færni, framkomu og nálægð höfum við oft varanleg áhrif á líf þeirra er við önnumst og þá sem nákomnir eru. Það er krefjandi hlutverk og oft harla erfitt en jafnframt ákaflega ánægjulegt og gefandi. En við erum bara mannleg og ekki óskeikul fremur en aðrir og reynum því einnig vonbrigði og sorg í starfi okkar. Hvert leitum við þegar við sjálf þurfum á styrk og um- hyggju að halda? Getum við viðurkennt vanmátt okkar eða þumbumst við áfram með byrðina á bakinu og þungann í hjartanu? Myndi bænin hjálpa? , Við kunnum öll einhver barnavers sem gott er að fara með. Einnig og ekki síður er að móta hugsanir okkar í orð. Bera áhyggjur okkar fram fyrir Guð, fela Honum það, sem angri veldur í Jesú nafni. Við höfum enga afsökun. Bænin er alltaf í nútíð og verður til hér og nú, hvar sem við erum stödd. Hún er virkt afl í lífinu og máttur í magnþrota hönd- um. Auðvitað rætast ekki allar bænir okkar á þann veg er við óskum. Það vitum við en við vitum aftur á móti ekki hvers vegna. Það er leyndardómur Guðs. En ávinningur bænalífs er í öllum tilvikum friður í sál og sinni. Er þá ekki til nokkurs unnið? Á sama hátt getum við falið skjólstæðinga okkar Guði og ef við treystum okkur til, boðist til að lesa fyrir þá úr Guðsorði eða biðja fyrir þeim. Mörgum sjúkum finnst slíkt bera merki einstakrar umhyggju og kærleika jafnvel þótt þeim sé það framandi. Skorti okkur áræði en teljum að þörfin sé til staðar ber okkur skylda til að tryggja skjólstæðingum okkar slíkan styrk. En öll getum við þó verið vakandi fyrir viðbrögðum þeirra við tilvísun til Guðs í daglegu tali: Guð geymi þig. Hanna Þórarinsdóttir skorar á Ingibjörgu Einarsdóttur að skrifa næsta Þankastrik. 78 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.