Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 25
um annarra, af ósérhlífni og óeigingirni. Þar sem hjúkrun er upphaflega kvennastarf býöur hún upp á fjölmörg tækifæri til að sjá um aðra á meðvirkan hátt undir yfirskyni um- hyggju. Eins og áður segir er meðvirknitilhneigingin sjálf þó ekki algengari hjá konum en körlum, heldur er líklegt að þjóðfélagið meti ólíkt og umbuni fyrir eiginleika eftir því hvort karl eða kona hafi hann til að bera. Meginmáli finnst mér skipta að líta á aðstæður þær sem hvetja eða letja tilhneiginguna og þau úrræði sem til eru. Höfundarnir benda á að þróun hjúkrunar eigi margt sameiginlegt með fjölskyldusögu meðvirkra. Þeir segja að hjúkrunarfræðingar starfi aðallega í skrifræðisbáknum þar sem kerfi feðraveld- isviðhorfa miði að því að aðgreina og tvístra starfsfólki með því að stuðla að valdaleysi þess og meðvirkri hegðun. Líkt og í vanstarfhæfum fjölskyldum er stuðlað að slíkri hegðun með misbeitingu valds. Caffrey og Caffrey fjalla líka um muninn á meðvirkri umönnun (caretaking) og umhyggju sem styrkir samskipti (caring). Þau telja að hið fyrrnefnda byggist á misskilinni skyldurækni gagnvart öðrum og ótta frekar en kærleika og kveikjan að henni sé ótti við höfnun, niðurlægingu, mistök, árekstra og deilur. Hjúkrunarfræð- ingar séu því stöðugt að gefa meira en þeir þiggja. Um- hyggja aftur á móti gefur báðum (öllum) aðilum í sam- skiptunum og styrkir þau, er grunduð á sjálfsvirðingu, dæmir ekki, gerist af sjálfsdáðum og viðkomandi upplifa andleg tengsl í samskiptunum. Með því að annast sjálfan sig og hvern annan vel skapa hjúkrunarfræðingar and- rúmsloft og umhverfi sem hvetur til umhyggju fyrir skjól- stæðingum þar sem velferð þeirra er í fyrirrúmi og máli þeirra talað. Wise og Ferreiro (1995) lýsa því hvernig með- virk hegðun hefur bæði bein áhrif á hjúkrun og samskipti við samstarfsfólk og ýtir undir vanmátt hjúkrunarfræðings. í rannsókn sem þær gerðu voru hjúkrunarfræðingar beðnir um að lýsa því hvernig meðvirkni þeirra hefði áhrif á starf þeirra. Hjúkrunarfræðingarnir höfðu allir skilgreint sig sem meðvirka og höfðu verið í endurhæfingu vegna þess í a.m.k. 2 ár. Þeir lýstu því hvernig stjórnunarstíll yfirmanns þeirra og starfsandi og venjur stofnunarinnar annaðhvort ýttu undir eða milduðu meðvirknitilhneigingu þeirra. Þeir lýstu því líka hvernig stjórnendur misnotuðu meðvirka og hegðuðu sér sjálfir á meðvirkan hátt. Meðvirknieinkenni svo sem að fela mistök, biðja ekki um aðstoð, eiga erfitt með að vera ákveðinn og að segja nei og lágt sjálfsmat voru algeng og þessir þættir urðu meira ríkjandi undir þess háttar stjórnun. Mörg okkar þekkja líklega dæmi þar sem við höfum séð gott og hæft hjúkrunarfólk þegja um alvar- leg mistök samstarfsfólks síns til að halda friðinn eða þá hvað oft hefur verið erfitt að segja nei við beiðni um auka- vinnu. Ofurálag, aukavinna og undirmönnun var algeng or- sök óánægju. Höfundar telja það merkilega niðurstöðu að hjúkrunarfræðingar gerðu sér sjaldnast grein fyrir því að meðvirknin hefði haft einhver áhrif á störf þeirra, hver þau áhrif væru og hvernig áhrif hegðun þeirra hefði haft á deildir þeirra og stofnanir. Algengt umræðuefni var einnig tilfinningaleg fjarlægð, umönnun í þeim skilningi að taka völdin af sjúklingi og stjórna honum eða bjarga, og erfiðleikar við að útdeila verkum. Einnig var nefnd depurð og kvíðaköst. Margir töldu sig hafa orðið fyrir grimmd og ofbeldi frá samstarfsfólki, þar með talið frá yfirmönnum. Má hér nefna rannsókn á ofbeldi meðal heilbrigðisstétta sem gerð var hérlendis fyrir nokkrum árum. Svokölluð svart-hvít hugsun var nokkuð algeng, en hún er algengt einkenni meðvirkra og getur valdið því að hjúkrunarfræð- ingur lítur annað hvort á sig sem mjög hæfan eða óhæfan. Slíkt kemur í veg fyrir að réttlát gagnrýni skili sér og hindrar einnig eðlilega sjálfsskoðun. Bent er á Ijölmörg úrræði til bóta í greinum þeim sem hér er stuðst við. Mikilvægt er talið að greina milli með- virkrar umönnunar og umhyggju (Caffrey og Caffrey, 1994), þess að bera hag sjúklinga fyrir brjósti á uppbyggi- legan hátt, t.d. ekki taka ákvörðun fyrir þá, en hjálpa þeim til þess að taka eigin ákvörðun (Wise og Ferreiro, 1995). En fyrst og fremst þurfa hjúkrunarfræðingar að fá að læra að ræða heiðarlega og opinskátt um viðhorf sín og til- finningar (Misiaszek, 1993). Hjúkrunarstjórnendur geta hér gegnt lykilhlutverki sem fyrirmyndir og verða að læra að þekkja og uppræta eigin meðvirkni. í vanstarfhæfum fjöl- skyldum eru tvöföld skilaboð algeng. Meðvirkt fólk tekur mjög eftir líkamstjáningu og það tekur oft meira mark á henni en töluðu orði. Meðvirkir hjúkrunarfræðingar upplifa yfirmanninn oft sem þann sem valdið hefur og sem einnig getur sært, því er mjög mikilvægt að byggja upp traust. í greinum þeim sem hér er stuðst við er minnst á mælitæki og aðferðir til að greina meðvirkni hjá hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarnemum og á endurhæfingu og fyrirbyggjandi aðgerðir til úrbóta. Er talið mikilvægt að kanna strax hjá hjúkrunarnemum hvort til staðar sé meðvirknitilhneiging til að geta gripið inn í og hindrað þar með óæskilega þróun. Jafnframt ber leiðbeinendum og yfirmönnum að aðstoða fólk sitt við að rækta hæfileika sína til hins ýtrasta þannig að það leiði til aukins frelsis og þroska en verði því ekki fjötur um fót. Heimildir: Caffrey, R.A og Caffrey, RA. Nursing: Caring or Codependent? Nursing Forum, 29(1), 12-17 Chapelle, L.S. og Sorrentino E.A. (1993). Assessing Co-dependency Issues Within a Nursing Environment. Nursing Management, 24 (5), 40-44. Clark, J. og Stoffel, V.C. (1992). Assessment of Codependency Behavior in Two Health Student Groups. The American Journal of Occupationat Therapy, 46(9), 821-828. Farnsworth, B.J. & Thomas, K.J. (1993). Co-dependency in Nursing: Using a Simulation/Gaming Teaching Method. The Journat of Continuing Education in Nursing, 24 (4), 180-183. Friel, J. (1985). Co-Dependency Assessment Inventory: A preliminary research tool. Focus on the Famity and Chemical Dependency, 3, 20- 21. Misiaszek, C,. (1993). Supervising the Co-dependent Nurse. Nursing Management, 24 (2), 60-62. Wise, B. og Ferreiro, B. (1995). Codependency in Nurses. How it affects your organisation. Journat of Nursing Administration, 25 (9), 35-41. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.