Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 65
Þorgerður Ragnarsdóttir sem / Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru hjúkrunarfræðingar sem starfa á öllum stjórnstigum opinberrar heilbrigðisþjónustu. Allir geta þeir sótt ráðgjöf til félagsins til að leysa úr ýmsum málum sem upp koma á vinnustöðum þeirra s.s. þegar um er að ræða mál sem lúta að því hvernig hjúkrunarfræðingar sinna störfum sínum. í slíkum málum er mikilvægt að laga og réttar sé gætt hvort sem á í hlut stjórnandi eða starfsmaður. Á undanförnum árum hefur nokkrum sinnum verið leitað til félagsins með mál sem snúast um hvernig staðið er að áminningu. Er það tilefni þess að áminning sem stjórntæki er sérstaklega til umfjöllunar hér. Hvað er áminning? í stórum dráttum er hægt að greina á milli tvenns konar áminninga sem hjúkrunarfræðingar geta fengið: 1. Áminning sem veitt er starfsmanni á vinnustað á grundvelli vinnuréttar. Ef ríkisstarfsmenn eiga í hlut byggist áminning á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (nr. 79/1996) en áminning gagnvart starfsmönnum sveit- arfélaga byggist ýmist eingöngu á meginreglu sveitarstjórnarlaga (nr. 8/1996), samþykktum sveitarstjórna og/eða kjarasamningum sveitarstjórna og stéttar- félaga starfsmanna. 2. Áminning landlæknis sem veitt er skv. heilbrigðislögum ef atvikið felur í sér brot á faglegum skyldum starfsmanns. (Lög um starfsmenn heilbrigðis- þjónustu nr. 24/1985 og Læknalög nr. 53/1988.) Áminning felur í sér skriflega athugasemd frá þar til bærum yfirmanni til starfsmanns. í áminningu verður að koma skýrt fram: 1. hverjar eru ávirðingar í garð starfsmannsins, 2. hvernig starfsmaðurinn geti bætt sig, 3. hvaða frest starfsmaðurinn hefur til að bæta sig, 4. að starfsmaður geti misst starf sitt verði hann ekki við þeim tilmælum sem í áminningunni eru sett. Öllum geta orðið á mistök í starfi, það er mannlegt og starfsfólk í heil- brigðisþjónustu er þar engin undantekning. Hins vegar er misjafnt hvernig mis- tök vilja til og afleiðingarnar geta verið misalvarlegar. Vilji starfsmanns til að taka á sínum málum, bæta ráð sitt, þekkingu, framkomu eða annað sem telst ámælisvert getur skipt miklu um framvindu málsins. Ef áminna á starfsmann hjá ríki eða sveitarfélögum verða haldbær og fagleg rök sem eiga sér stoð í lögum að liggja til grundvallar. Starfsmenn í heilbrigðis- þjónustu geta vanrækt skyldur sínar og brotið af sér í starfi á ýmsan hátt. Þeir annast fólk sem oft er illa statt líkamlega og þurfa að hafa þekkingu og innsæi til að bregðast við ýmsum vandamálum sem geta skapast. Vanræksia og af- glöp í starfi fara gjarnan saman við önnur persónuleg vandamál en hvers konar Áminning er skrifleg athugasemd sem veitt er af: a. Þar til bærum yfirmanni. b. Landlækni. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.