Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 65
Þorgerður Ragnarsdóttir sem / Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru hjúkrunarfræðingar sem starfa á öllum stjórnstigum opinberrar heilbrigðisþjónustu. Allir geta þeir sótt ráðgjöf til félagsins til að leysa úr ýmsum málum sem upp koma á vinnustöðum þeirra s.s. þegar um er að ræða mál sem lúta að því hvernig hjúkrunarfræðingar sinna störfum sínum. í slíkum málum er mikilvægt að laga og réttar sé gætt hvort sem á í hlut stjórnandi eða starfsmaður. Á undanförnum árum hefur nokkrum sinnum verið leitað til félagsins með mál sem snúast um hvernig staðið er að áminningu. Er það tilefni þess að áminning sem stjórntæki er sérstaklega til umfjöllunar hér. Hvað er áminning? í stórum dráttum er hægt að greina á milli tvenns konar áminninga sem hjúkrunarfræðingar geta fengið: 1. Áminning sem veitt er starfsmanni á vinnustað á grundvelli vinnuréttar. Ef ríkisstarfsmenn eiga í hlut byggist áminning á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (nr. 79/1996) en áminning gagnvart starfsmönnum sveit- arfélaga byggist ýmist eingöngu á meginreglu sveitarstjórnarlaga (nr. 8/1996), samþykktum sveitarstjórna og/eða kjarasamningum sveitarstjórna og stéttar- félaga starfsmanna. 2. Áminning landlæknis sem veitt er skv. heilbrigðislögum ef atvikið felur í sér brot á faglegum skyldum starfsmanns. (Lög um starfsmenn heilbrigðis- þjónustu nr. 24/1985 og Læknalög nr. 53/1988.) Áminning felur í sér skriflega athugasemd frá þar til bærum yfirmanni til starfsmanns. í áminningu verður að koma skýrt fram: 1. hverjar eru ávirðingar í garð starfsmannsins, 2. hvernig starfsmaðurinn geti bætt sig, 3. hvaða frest starfsmaðurinn hefur til að bæta sig, 4. að starfsmaður geti misst starf sitt verði hann ekki við þeim tilmælum sem í áminningunni eru sett. Öllum geta orðið á mistök í starfi, það er mannlegt og starfsfólk í heil- brigðisþjónustu er þar engin undantekning. Hins vegar er misjafnt hvernig mis- tök vilja til og afleiðingarnar geta verið misalvarlegar. Vilji starfsmanns til að taka á sínum málum, bæta ráð sitt, þekkingu, framkomu eða annað sem telst ámælisvert getur skipt miklu um framvindu málsins. Ef áminna á starfsmann hjá ríki eða sveitarfélögum verða haldbær og fagleg rök sem eiga sér stoð í lögum að liggja til grundvallar. Starfsmenn í heilbrigðis- þjónustu geta vanrækt skyldur sínar og brotið af sér í starfi á ýmsan hátt. Þeir annast fólk sem oft er illa statt líkamlega og þurfa að hafa þekkingu og innsæi til að bregðast við ýmsum vandamálum sem geta skapast. Vanræksia og af- glöp í starfi fara gjarnan saman við önnur persónuleg vandamál en hvers konar Áminning er skrifleg athugasemd sem veitt er af: a. Þar til bærum yfirmanni. b. Landlækni. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 65

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.