Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 36
meðferðar, en margir hjúkrunarfræðingar álíta að þessi með- ferð sé frábær leið til stuðnings með öðrum meðferðum. í nýlegri danskri rannsókn voru könnuð áhrif svæða- nudds á ýmiskonar höfuðverk. Meðal þess sem kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar var að auk hinnar djúpu slökunar sem á sér stað, upplifir einstaklingurinn aukna vellíðan, aukna skynjun á líkama sínum, aukinn skilning á ástæðum höfuðverksins, aukinn hæfileika til einbeitingar og áhrif á fæðuinntekt og þjálfunarvenjur. Rannsóknin hefur einnig sýnt fram á að svæðanudd getur haft áhrif á fjölda annarra vandamála sem skjólstæðingurinn þjáist af (Brendtsrup og Launsö, 1997). Að gera svæðameðferð að sjálfstæðri meðferð innan hjúkrunar er verkefni sem vert er að vinna að og getur átt við á hvaða sviði hjúkrunar sem er. Starfsemi öldrunarlækningadeildar Þegar stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) tók við rekstri Kristnesspítala í ársbyrjun 1993 var tekið fram í samningi um rekstur Kristnesspítala að stjórn FSA og heil- brigðisráðuneytið lýstu sig sammála um að hefja rekstur öldrunarlækningadeildar 1994, sem þó varð ekki að veru- leika fyrr en 1. október 1995. Árið 1993 fékk Magna Birnir, hjúkrunarfræðingur, leyfi stjórnar FSA til að prófa að reka fimm daga virka öldrunar- lækningadeild í þrjá mánuði á Kristnesspítala og voru 22 einstaklingar lagðir inn á deildina á tímabilinu. Til að meta lífsgæði var notaður Nottingham Health Profile (NHP) stað- hæfingalistinn (Hunt, 1986). Vinnulisti fyrir hjúkrunarmeð- ferð var unninn eftir hugmyndafræði systur Callista Roy. Niðurstöður rannsóknar á þessari fimm daga deild gáfu tilefni til að álíta að slík deild gæti verið fýsilegur kostur fyrir ákveðinn hóp aldraðra (Magna Birnir 1994). Deild með sólarhringsþjónustu og starfsemi um helgar byrjaði þann 1.' október 1995 með 8 rúmum, fjórum á hjúkrunardeild og fjórum rúmum sem fengin voru að láni á endurhæfingardeild. Hlutverk öldrunarlækningadeilda er m.a. að greina, meta og leysa úr heilsufarslegum og félagslegum vandamálum aldraðra og þannig er oft hægt að draga úr þörf á stofn- anavist. Þeir sem leggjast inn á deildina koma að heiman eða frá öðrum deildum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Allflestir þeirra sem leggjast inn eru metnir áður af einhverj- um starfsmanni teymisins. Þeir sjúklingar sem leggjast inn á öldrunarlækningadeild eru oft með mörg heilsufarsvanda- mál og flókna lyfjameðferð, því þarf fært starfsfólk í þver- faglegu teymi til að greina vandann og finna lausnir við hæfi. Fjölskyldufundir eru liðir í útskriftaráætlun. Á þeim fund- um er gengið frá þáttum sem snerta viðkomandi skjól- stæðing eftir að heim er komið, hvað varðar heimaþjón- ustu, dagvist, heimsendingu matar og öryggishnapp. Á þessum fundum skapast mikilvæg tengsl við aðstandend- ur og í Ijós kemur hvað þeir geta lagt af mörkum til að- 36 stoðar ástvini sínum. Fjölskyldufundir eru haldnir með flestum skjólstæðinganna. Undirbúningur útskriftar hefst fljótlega eftir komu á Kristnesspítala með markvissum hætti. Eftirfylgd er þáttur sem öldrunarlækningadeildin á Krist- nesspítala tók upp þegar deildin hóf starfsemi. Markmið eftirfylgdar er að athuga hvort þau mál sem undirbúin voru fyrir útskrift hafi náð fram, ef ekki, þá að aðstoða skjól- stæðing við úrlausn þeirra (t.d. varðandi hjálpartæki, dag- vist, heimsendingu matar o.fl.). Starfsfólk öldrunarlækningadeildar er að tileinka sér einingahjúkrun, þar sem umsjónarhjúkrunarfræðingur hef- ur með sér lítinn hóp starfsfólks sem sinnir ákveðnum sjúklingahópi. Þetta vinnufyrirkomulag lofar góðu fyrir skjólstæðinga og aðstandendur auk þess sem starfsfólkið verður metnaðarfyllra fyrir hönd sinna skjólstæðinga. Heimahjúkrun Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri kemur einu sinni í mánuði til fundar um væntanlegar út- skriftir og hugsanlegar innlagnir. Söngstund er haldin einu sinni í viku og gefur góða raun. Það er athyglisverð breyting sem verður á skjól- stæðingum deildarinnar við söng og gítarspil. Fólk sem hefur mjög skert minni syngur gamla texta og þeir sem lítið geta tjáð sig klappa höndum eða dilla sér. Söngstund. Mat á gæðum hjúkrunar á öldrunarlækningadeild Þegar starfsemi öldrunarlækningadeildar hófst ákvað verk- efnisstjóri að reyna að meta árangur dvalar á tvennan hátt: a. Með staðhæfingalista NHP (Nottingham Health Profile). Við komu var listinn lagður fyrir þá einstaklinga sem álitið var að gætu svarað staðhæfingunum, listinn var lagður fyrir áður en viðkomandi útskrifaðist og þegar farið var í heimsókn mánuði eftir útskrift, samtals þrisv- ar sinnum (Valgerður Jónsdóttir, 1997). b. Þegar deildin hafði starfað í eitt ár sendi verkefnisstjóri spurningalista til fyrrum skjólstæðinga. Markmiðið var að reyna að kanna gæði dvalar á Kristnesi varðandi Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.