Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 59
sömu og taxtalaun annarra háskólamanna. Raunveruleg
dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga voru hins vegar mun
lakari en raunveruleg dagvinnulauna margra annarra
háskólamanna því hjúkrunarfræðingar hafa ekki notið yfir-
borgana í sama mæli og margir aðrir háskólamenn. Þessi
launamunur var hvergi skráður, vinnuveitendur neituðu oft
að hann væri til staðar og því var mjög erfitt að taka á
honum. Nú er hann að koma fram í mörgum af þeim stof-
nanasamningum sem búið er að gera þar sem óunnin
yfirvinna hefur verið færð inn í launataxta svo þeir endur-
spegla nú betur en áður raunveruleg dagvinnulaun. Þetta
er mjög til bóta og í raun nauðsynlegt til að unnt sé að
taka á og jafna raunverulegan launamismun kynjanna.
4. Meiri iaunahækkanir á samningstímabilinu eða um
21-22% í stað 16,5%. 4.5% af launahækkunum á samn-
ingstímanum eru beint tengdar tilfærslu yfir í nýtt launakerfi.
Það er mat Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að
hagsmuna hjúkrunarfræðinga verður betur gætt í nýju lau-
nakerfi heldur en ef hjúkrunarfræðingar hefðu setið fastir í
gamla launakerfinu. Það mun eflaust taka sinn tíma fyrir
hjúkrunarfræðinga að læra á og feta sig áfram í nýju launa-
kerfi og árangurinn mun að endingu ráðast af ásetningi og
vilja hjúkrunarfræðinga sjálfra!
Yfirlýsing atvinnurekenda með kjarasamn-
ingi um jöfnun á launamuni karla og kvenna
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þrýsti á um að fá
svohljóðandi yfirlýsingu um launajafnrétti inn í kjarasamn-
ing um nýtt launakerfi:
Það er yfirlýst stefna ríkis og Reykjavíkurborgar að jafna
þann launamun karla og kvenna sem ekki er hægt að
útskýra nema á grundvelli kyns. Með nýju launakerfi gefst
tækifæri til að vinna að þeim markmiðum. Með það í huga
munu fjármálaráðherra og Reykjavíkurþorg láta gera úttekt
á áhrifum nýs launakerfis á launamun karla og kvenna
starfandi hjá stofnunum sínum á samningstímaþilinu.
Flér lýsa fjármálaráðherra og Reykjavíkurborg því yfir að:
1. stefnt skuli að jöfnun launamismunar karla og kvenna
2. nota eigi nýtt launakerfi til að vinna að þeim markmiðum
3. gera eigi úttekt á áhrifum kerfisins á samningstímabilinu.
Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa nú
þegar gengið á fund fjármálaráðherra og borgarstjóra og
óskað eftir svörum við því á hvern hátt fjármálaráðherra og
borgarstjóri ætla að nýta nýtt launakerfi til að vinna að
markmiðum launajafnréttis.
Hvað er framundan?
Fulltrúar félagsins hafa undanfarnar skipulagt marga
vinnustaðafundi þar sem hjúkrunarfræðingum hefur verið
skýrt frá stöðu mála og miklar umræður hafa einnig átt sér
stað meðal hjúkrunarfræðinga. Komið hefur fram að hjúkr-
unarfræðingar eru mjög óánægðir með kjör sín í dag og
krefjast leiðréttingar. Hjúkrunarfræðingar munu áfram
reyna til þrautar að ná stofnanasamningum en ef það tekst
ekki á einhverjum stofnunum mun úrskurðarnefnd vænt-
anlega kveða upp sinn dóm í þeim efnum. Fulltrúar
félagsins eru einnig þessa dagana að ganga á fundi með
ráðamönnum þar sem m.a. er skýrt frá stöðu mála,
óánægju hjúkrunarfræðinga og leitað svara við fyrirheitum
jafnréttisyfirlýsingar með kjarasamningi.
Margir hjúkrunarfræðingar að hugleiða að
hverfa til annarra starfa
Fulltrúar félagsins hafa orðið varir við það að margir
hjúkrunarfræðingar eru að hugleiða að hverfa til annarra
starfa þar sem þeim bjóðast mun betri kjör fyrir oft mun
léttari og ábyrgðarminni störf. Þetta er alvarleg staða,
sérstaklega í Ijósi þess að nú vantar mjög marga
hjúkrunarfræðinga til starfa bæði á höfuðborgarsvæðinu
og utan þess. Þrátt fyrir þetta virðist engum vinnuveitenda
hjúkrunarfræðinga detta í hug að laða þá til starfa í dag
með því að hækka launin!
möguleikar
nýju launakerfi
Nýtt launakerfi, sem mörg aðildarfélög BHM hafa
samið um, gefur í vissum tilfellum möguleika til launa-
hækkana sem ekki voru fyrir hendi í gömlu kjarasamn-
ingunum.
Félögum BHM er sérstaklega bent á að kynna sér
samkeppnis- og samningalög vel. í nýja launakerfinu
geta sumir launþegar, sem búa yfir verðmætri
sérþekkingu, t.d. samið við vinnuveitendur um að
festa sig í starfi í gegn hærri launum. Slíkum samning-
um fylgir yfirleitt loforð um að ráða sig ekki í starf hjá
samkeppnisaðila í tiltekinn tíma eftir að samningstíma
lýkur. Sé samningurinn rofinn af launþega getur vinnu-
veitandinn hins vegar krafist skaðabóta. Rjúfi vinnu-
veitandinn samninginn með uppsögn launþega er
hann laus undan samningnum og getur krafist skaða-
bóta ef rök fyrir uppsögninni eru ekki haldgóð.
Við samningana þarf launþeginn að hafa tvennt í huga:
1. Festa sig ekki í starfi nema gegn launahækkun.
2. Semja um hámark skaðabóta sem vinnuveitandi
getur krafist sé samningur rofinn af launþega.
Félögum í BHM er einnig bent á að kynna sér
höfundarréttarlög. Höfundarréttarlög gilda um bók-
menntaverk t.d. samið mál í ræðu og riti og ýmis
hugverk t.d. uppdrætti, teikningar, mótanir, líkön og
önnur þess háttar gögn sem fræðslu veita um málefni
eða skýra þau. Þau gilda einnig um tölvuforrit. Höf-
undar verkanna eiga höfundarrétt að þeim nema í tilf-
ellum þar sem þeir eru sérstaklega ráðnir til að sinna
slíkum verkefnum. Launþeginn á hins vegar höfundar-
réttinn ef hann, að eigin frumkvæði, semur fræðsluefni
sem kemur að notum í starfinu. Ef vinnuveitandinn
hefur áhuga á að nýta sér verkið á einhvern hátt getur
launþeginn framselt höfundarréttinn gegn ákveðnu,
umsömdu gjaldi.
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
59