Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 7
Frá ritstjóra ———— Eins og greint var frá í síðasta rit- stjórnarpistli er stefnt að því að efla fræðilegan hluta Tímarits hjúkr- unarfræðinga nú í ár. Þetta fyrsta tölublað tímaritsins 1998 lofar góðu um framhaldið. Hjúkrunarfræðingar hafa brugðist vel við tilmælum um greinaskrif. Fleiri greinar eru í smíð- um eða bíða birtingar. Blaðið er að þessu sinni tileinkað hjúkrunarstarfinu. Siðareglur félags- ins sem voru samþykktar á fulltrúa- þingi í maí sl. fylgja og töluvert er fjallað um þær, réttindi sjúklinga og kjarna hjúkrunarstarfsins. Meðal efnis er einnig að finna nokkrar styttri athyglisverðar faglegar greinar. Vonandi verður meira um slíkar greinar í blaðinu í framtíðinni Þá er bryddað upp á nýjung und- ir yfirskriftinni Fjölbreytni í hjúkrun. Helga Björk Eiríkádóttir, nemandi í fjölmiðlafræði við HÍ, tók að sér að taka viðtöl við hjúkrunarfræðinga um störf þeirra. Að þessu sinni eru viðtölin við tvo hjúkrunarfræðinga sem stunda hjúkrun utan hins opin- bera heilbrigðiskerfis. Önnur starfar hjá einkafyrirtæki við að efla heil- brigði fullfrísks og vinnandi fólks en hin hjá Krabbameinsfélaginu við hjúkrun dauðvona sjúklinga. Viðtöl undir yfirskriftinni Hin hliðin, sem hafa reynst vinsælt lesefni, verða áfram í næstu blöðum þó að ekki hafi unnist tími til að taka slíkt viðtal núna. Ritrýndra greina er enn saknað. Að undanförnu hef ég átt mjög gagnlegar umræður við hjúkrunar- fræðinga um það. Hjá sumum hefur það viðhorf komið fram að íslenskum hjúkrunarfræðingum finnist ekki eins merkilegt að birta greinar í Tímariti hjúkrunarfræðinga og í erlendum tímaritum. Sumir tala um að þeir vilji birta greinar sínar í „virtum erlendum tímaritum". Gæði Tímarits hjúkrunar- fræðinga byggjast á því að íslenskir hjúkrunarfræðingar leggi því til gott efni. Mikilvægt er að þeir sem stunda rannsóknir í hjúkrun greini frá niðurstöðum sínum svo þær megi nýtast í faginu hér á landi. Vart gefst betri vettvangur til þess en Tímarit tímAri't Þorgerður Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðinga. Vissulega eru sumir í námi eða samstarfi erlendis sem krefst þess að þeir birti greinar í ákveðnum tímaritum en fyrir þá sem gera ráð fyrir að starfa á íslandi er kynning á innlendum vettvangi ekki síður mikilvæg. Þess má geta að gengið hefur verið úr skugga um að fræðigreinar sem birtast í Tímariti hjúkrunar- fræðinga eru metnar til eininga a.m.k. innan íslensku háskólanna bæði í framgangi og vinnumati. Vonir standa til að í nýju launakerfi verði hægt að semja um að greinaskrif verði metin til launa inni á stofnun- um. Allir hjúkrunarfræðingar sem stunda rannsóknir eru því eindregið hvattir til að munda nú pennann og skrifa í tímaritið sitt, skjólstæðingum sínum, sjálfum sér, samstarfsfélögum og íslenskri hjúkrun til framdráttar. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS -vinnur að velferð íþágu þjóðar BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 Mjódd, 109 Reykjavík Alm. sími: 557 3733, 557 3390 Læknasími: 557 3450 Fax: 557 3332 Opið: mánud. - föstud. 9-19 Laugard. 10-14 OSSUR Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 7 Ljósm.: Lára Long
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.