Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 47
Olöf Asta Olafsdóttir Siðareglur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um WÓtUR Sl / Arið 1953 voru fyrstu alþjóðasiða- reglur hjúkrunarkvenna sam- þykktar á fulltrúaþingi Alþjóðasam- bands hjúkrunarkvenna á Sao Paulo í Brazilíu. Síðan hafa þær verið endurskoð- aðar og síðast samþykktar árið 1973 á fulltrúaþingi í Mexico. Við þær reglur hafa íslenskir hjúkrunarfræð- ingar stuðst en engar sérstakar siða- reglur fyrir íslenska hjúkrunarfræð- inga hafa verið til. Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldið var 18.-19. maí 1995 var samþykkt að stofnaður yrði vinnuhópur til að vinna að mótun siðareglna fyrir félagið. Hópurinn var stofnaður þá um haustið og í hann voru skipaðar: Anna Birna Jensdóttir, Helga Jóns- dóttir, Hildur Helgadóttir, Lovísa Baldursdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, formaður, Sigþrúður Ingimundardóttir og Sesselja Guðmundsdóttir sem hafði unnið að stefnumótun félags- ins. Við mótun nýrra siðareglna skap- ast tækifæri til að skoða hvaða sið- ferðilegan grunn hjúkrunarfræðingar vilja hafa og hvernig þeir vilja með siðareglunum og umræðum um þær efla faglega ímynd, siðferðilega ábyrgð, skyldurækni og stéttarvit- und. Innan vinnuhópsins var því í upphafi gengið út frá því að hjúkrun- arfræðingar yrðu að eigna sér siða- reglurnar. Einnig var Ijóst að nýjar siðareglur yrðu að henta aðstæðum eins og þær eru í hjúkrunarstarfinu í dag og vera í takt við tíðarandann í íslensku samfélagi. Vinnuhópurinn lagði siðareglur fram til samþykktar á síðasta fulltrúa- þingi 15.-16. maí 1997, með það fyrir augum að þær fengju að gerjast meðal hjúkrunarfræðinga í ákveðinn tíma og markvisst yrði unnið að inn- leiða þær og endurskoða. í þessum anda lagði vinnuhópurinn til að siða- reglurnar yrðu samþykktar til tveggja ára og endanleg útgáfa og greinarg- erð með þeim yrðu tilbúin fyrir árið 2000. Vinnutilhögun Fyrsti fundur vinnuhópsins var hald- inn14. nóvember 1995 og var þá rætt vítt og breitt um innihald og til- gang siðareglna. Eftir það voru fundir haldnir reglulega u.þ.b. einu sinni á mánuði. Haldin var vinnuhelgi í Hveragerði í byrjum mars 1996. Um þá helgi var farið yfir alþjóðasiða- reglur hjúkrunarfræðinga og siða- reglur hjúkrunarfræðinga í öðrum löndum og fyrstu drög samin. í vinnusmiðju á ráðstefnunni Hjúkrun '96 sem haldin var 11. maí sl. voru fjórðu drög að siðareglum rædd en um 20 hjúkrunarfræðingar tóku þátt í þeim umræðum. Vinnuhópurinn fékk til samráðs við sig Vilhjálm Árnason, heimspek- ing, sem sérstaklega hefur lagt sig eftir að skoða siðareglur og siðfræði heilbrigðisþjónustu. Fundur var haid- inn með Vilhjálmi þann 23. október 1996 og fimmtu drög urðu til. Þau voru síðan kynnt og rædd í um- ræðuhópum á Hjúkrunarþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldið var 25. október 1996. Um áramótin 1996-1997 voru reglunar sendar út til umsagnar til stjórnar Félags íslenskra hjúkrunar- færðinga, stjórna svæðisdeilda, fagdeilda, menntastofnana hjúkrunar- fræðinga og hjúkrunarstjórna stærstu heilbrigðisstofnana. Athugasemdir bárust munnlega og skriflega frá: Stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga Hjúkrunarforstjóra Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri Rannsókna- og siðanefnd hjúkrunar- stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur Sigríði Antonsdóttur, hjúkrunar- fræðingi Fagdeild heilsugæsluhjúkrunar- fræðinga Fagdeild hjúkrunarfræðinga sem vinna á krabbameinssviði Siðanefnd Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga Stjórn Norðvesturlandsdeildar Stjórn Suðurlandsdeildar Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga ðareglna Stjórn Norðausturlandsdeildar Fræðslu og menntamálanefnd Kristínu Björnsdóttur, formanni námsbrautar í hjúkrunarfræði Stjórn Vestfjarðadeildar Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga Fræðadeild Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingum á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur Vinnuhópurinn hélt síðan einn vinnudag þann 28. febrúar 1997 í Bláa lóninu og nokkra fundi þar sem farið var yfir athugasemdir frá hjúkr- unarfræðingum. Samþykkt var að leggja reglurnar fram til samþykktar á fulltrúaþingi í maí 1997 með þeim skilyrðum að þær yrðu markvisst endurskoðaðar og ræddar meðal hjúkrunarfræðinga næstu tvö árin fram að næsta fulltrúaþingi árið 1999. Ákveðið var að vinnuhópurinn skilaði af sér en mappa með gögnum um starf hans var lögð fram og er hún varðveitt á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Tilgangur siðareglna Þegar verið er að endurskoða og móta siðareglur hjúkrunarfræðinga er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvað siðaregla er og hver sé tilgangur hennar. Páll Skúlason (1990) segir að siðaregla eigi að auðvelda leiðina til að komast að niðurstöðu í erfiðum siðferðislegum álitamálum. Styttri tími fari þá í að reikna út tap eða ávinn- ing við siðferðilega ákvörðun. Vil- hjálmur Árnason (1993) telur að þeg- ar siðferðileg ákvörðun sé tekin sé aðalmálið að virða almenn verðmæti, mannréttindi og lífsgildi en taka jafn- framt mið af einstökum aðstæðum. Hann leggur áherslu á að þó svo siðaregla sé til staðar geti menn ver- ið í vafa um að fylgja boðum hennar. Siðaregla skírskoti til siðferðisvitund- ar og mannkosta hvers og eins. Hún sé til varnaðar og viðmiðunar og leysi mannlega dómgreind og ábyrgð ekki af hólmi. Framh. á næstu síðu. '47 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.