Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 74
hjúkrunarfræðinga að þeir stundi símenntun. Hópurinn taldi mikilvægt að geta sótt fræðslufundi á vegum fagdeild- arinnar reglulega og að boðið væri upp á námskeið hjá endurmenntunarstofnun. Einnig var mikið rætt um undir- búningstíma fyrir ýmis sérhæfð verkefni. Talið var nauðsynlegt að hver stofnun sýni skilning á mikilvægi undirbúnings verkefna sem hjúkrun- arfræðingar taka að sér inni á deild og að það sé ekki gert í frítíma eins og algengt er. 2. Gæðamál og sparnaður á barnadeild Allir voru sammála um að mikilvægt væri að vinna að gæðamálum. Aukin samvinna milli barnadeilda í landinu, þar sem skipst er á þekkingu og reynslu sparar bæði tíma og pen- inga. Þannig nýtist sérfræðiþekking sem verður til á einum stað öllu sviðinu og styrkir örari framþróun fræðigreinarinnar og ætti að geta leitt til aukinna gæða þjónustunnar. Gott væri að hjúkrunarfæðingar væru virkjaðir á sínu áhugasviði og tækju þannig að sér ákveðin verkefni t.d. safna þekkingu, vinna gæðastaðla og veita fræðslu og stuðning til annarra hjúkrunarfræðinga. Það leiðir beint til aukinna gæða þjónustunnar og óbeint, með aukinni starfsánægju hjúkrunarfræðingsins. Skortur á starfsfólki er tengdur sparnaði í heilbrigðiskerfinu en að einhverju leyti einnig starfsumhverfi á hverjum stað. Skortur á starfsfólki leiðir til aukins vinnuálags. Afleiðingar þess geta verið t.d. aukin hætta á mistökum í starfi og að starfsfólk hætti. Sjúklingaflokkun sú sem vonir stóðu til að gæti leiðrétt mönnun á vinnustöðum virðist ekki skila sér sem skildi. Beina þyrfti sparnaði á aðrar brautir. Sinna þyrfti betur mikið veik- um börnun en vísa minna veikum annað t.d. á göngudeildir eða heimahjúkrun. Einnig þyrfti að stuðla að fækkun legudaga ákveðinna sjúklingahópa og koma á samræm- ingu. Ósamræmi virðist vera milli legudagafjölda ólíkra sjúklingahópa, 74 sem tengist þá helst geðþótta- ákvörðunum lækna. 3. Barnadeildir á íslandi - hverju þarf að breyta? Áhersla var lögð á að nýr barna- spítali væri hannaður með tilliti til þarfa sjúklinga og aðstandenda svo og þarfa starfsfólksins. Skipting deil- da verði skýr þar sem skurðdeild, lyflæknisdeild, deild fyrir langveik börn, vökudeild og gjörgæsla verði séreiningar. Mikla áherslu ætti að leggja á göngudeildir með margþætta þjón- ustu svo sem bráðamóttöku, heima- hjúkrun, endurkomudeild, innskriftir á deildir og börn sem koma í rann- sóknir. Göngudeild ætti að vera í náinni samvinnu við heilsugæsluna. Hjúkrunarfræðingar ættu að geta haft þann möguleika að færa sig á milli deilda með jöfnu millibili. Aðstaða fyrir börn þarf að vera góð og athafnasvæði þarf að vera aldurskipt. Stór skólastofa þyrfti að vera utan deilda. Unglingar á barnadeild hafa verið útundan og þörfum þeirra ekki sinnt. Mikilvægt er að hafa sérstök unglingaherbergi hönnuð m.t.t. þarfa þeirra. Ennfremur þyrfti að hafa iegustofur barnvænar og að hafa sérstakar ungbarnastofur. Aðstaða foreldra þarf að batna til muna. Hafa þarf sér herbergi innan deildar sem utan þar sem foreldrar geta hvílt sig og haft friðhelgi. Aðstaða fyrir starfsfólk. Mikið atriði er að hafa sérstakt hvíldar- herbergi fyrir þreytta og útkeyrða hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þar þarf einnig að vera vinnuaðstaða þar sem hjúkrunarfræðingar geta unnið f næði. 4. Þverfagleg samskipti Aðallega var fjallað um hlutverk hjúkrunarfræðinga og samskipti á milli hjúkrunarfræðinga og lækna inni á deildum. Hjúkrunarfræðingar verða að standa vörð um hagsmuni sína og efla þekkingu sína til að standa jafn- fætis læknum. Læknar setja oft út á störf hjúkrunarfræðinga á neikvæðan hátt. Aðstoðarlæknar fá að miklu leyti þjálfun hjá hjúkrunarfræðingum inni á deild. Þess vegna er nauðsynlegt að vera góðar fyrirmyndir og geta rök- stutt mál sitt og vitnað í fræðilegan þekkingarbrunn. Mikil þörf er á sérhæfingu í hjúkr- un og að hjúkrunarfræðingar geti veitt öðrum hjúkrunarfræðingum ráð- gjöf. Foreldrar veikra barna eru oft í nánustu tengslum við hjúkrunarfræð- ingana. Óánægja þeirra bitnar oft á okkur þar sem þeir þora ekki að segja eða láta óánægju sína í Ijós við læknana. Nú er hægt að fá heimahjúkrun fyrir langveik börn, þar sem barna- hjúkrunarfræðingar sinna heima- hjúkrun en hópnum fannst læknar vera tregir til að notfæra sér það og því ekki gæta hagsmuna skjól- stæðinga sinna hvað það varðar. Þegar ráðstefnunni lauk var haldið aftur til baka til Dublin. Næsta dag var farið með rútu og stefnt í aðra átt. Nú var ferðinni heitið til „Barretstown" þar sem sumarbúðir fyrir langveik börn eru staðsettar. Þetta er gamall kastali sem stendur á stórri landareign. Það var Þaul Newman sem stofnsetti þessar sumarbúðir en þær eru reknar af gjafafé víðsvegar frá. Þarna koma börn og unglingar saman frá flestum Evrópulöndum þar á meðal íslandi. Þau dvelda í 10 daga í einu við leiki og ýmis störf sem gefur þeim tæki- færi til að taka þátt í eðlilegu lífi og starfi og gleyma sér í erli dagsins. Þarna vinnur bæði fagfólk og starfs- menn, þar sem er maður á mann. Þessi staður var heillandi og greini- legt var að vel var haldið utan um alla starfsemina. Þessi ferð til írlands var bæði skemmtileg og fróðleiksrík, þjappaði okkur saman og gaf okkur tækifæri á að kynnast betur. Ég er viss um að þetta færir líf í alla okkar félagsstarf- semi hjá fagdeild barnahjúkrunar- fræðinga og er það vel. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.