Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 23
Klara Þorsteinsdóttir I þessari grein ætla ég að kynna hugtakið meðvirkni og nokkrar rannsóknir þar sem skoðað er hvernig það birtist í hjúkrunarstarfi; í líðan hjúkrunarfólks, samskiptum þess og gagnvart skjólstæðingum. Einnig hvernig nota má þessar hugmyndir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í lífi og starfi. ^A/Uðinrbú Wl Wl I Þegar skoðuð er hugmyndafræði og þær fjölskyldu- kenningar sem notaðar eru í áfengismeðferð sést að gengið er út frá að sjúkdómurinn alkóhólismi hafi áhrif á og sýki jafnvel aðstandendur þess sjúka. Einstaklingar innan fjölskyldu hafa ýmis einkenni sem geta í sumum tilfellum talist sjúkleg. Við þekkjum flest okkar dæmi um fjölskyldu, félagsskap eða vinnustað þar sem sjúkdómur eða fram- koma einnar manneskju getur litað andrúmsloftið og sett óskrifaðar reglur. Hvað er meðvirkni? Hugtakið meðvirkni á rætur að rekja til hugmyndafræði áfengismeðferðar. Ýmsar skilgreiningar á meðvirkni og meðvirknihegðun hafa verið settar fram af fræðimönnum (Clark og Stoffel,1992). Meðvirkur einstaklingur hefur verið skilgreindur sem hver sá sem er í nánu sambandi við alkóhólista eða sem alinn var upp í tilfinningalega heftri fjöl- skyldu. Með tímanum hefur hugtakið meðvirkni öðlast sjálfsæða merkingu og verið skoðað í víðara samhengi. Á fyrstu landsráðstefnunni um meðvirkni sem haldin var í Bandaríkjunum var meðvirkni skilgreind sem mynstur þar sem einstaklingur er á kvalafullan hátt háður eða fastur í áráttukenndri hegðun og háður viðurkenningu annarra í þeirri viðleitni að öðlast öryggi, sjálfsvirðingu og heilsteypta sjálfsmynd. Þá hefur fyrirbærið verið skilgreint sem „vanstarfshæft eða truflað (enska: dysfunctional) lífsmynst- ur sem lærist gegnum reglur þær sem settar eru í fjöl- skyldukerfinu." Vanstarfhæft fjölskyldukerfi hefur verið skil- greint svo að innan þess hafi gengi fjölskyldunnar forgang fram yfir það að sinna þörfum einstaklinganna. Barn lærir þá hegðan sem hlýtur velþóknun fjölskyldunnar og þannig festist smátt og smátt í sessi sjálfsmynd þess og þar með hvers virði það metur sig. í meðvirkum fjölskyldum er við- urkenning sjaldan veitt skilyrðislaust. Litið er á meðvirkni sem þróunarferli þar sem sjálfsafneitun og meðfylgjandi umhyggja fyrir öðrum fjölskyldumeðlimum skapast af því að búist er við að slík breytni skili sér í ást, viðurkenningu og innileika í fjölskyldunni. Þarfir barnsins verða áfram í grundvallaratriðum óuppfylltar og kemst barnið á fullorð- insár með „miklar birgðir af óuppfylltum þörfum". Þarfir þessar birtast í eftirfarandi einkennum hjá meðvirkum ein- staklingi: Ofurábyrgð gagnvart öðrum, þarfir annarra fá mikla athygli, eigin þarfir fá minni athygli, sterk viðbrögð gagnvart umhverfi hans, lítil viðbrögð við því sem gerist innra með honum, lágt sjálfsmat, léleg sjálfsmynd, sterk ytri stjórnrót og afneitun. Afneitun er eðlilegt varnarvið- bragð við reynslu sem er of erfið og sársaukafull til að upplifa meðvitað. Þannig afneitun, ef notuð í hófi, getur þjónað þeim tilgangi að viðhalda heilbrigði fólks. En barn sem alið er upp í vanstarfhæfri fjölskyldu er búið að þróa með sér afneitunarkerfi sem þjónar ekki lengur upphaflegum tilgangi og hindrar getu „hins fullorðna barns" í að þekkja og viðurkenna tilfinngar sínar og hugsanir. Wise og Ferreiro (1995) leggja í skilgreiningu sinni á meðvirkum einstaklingi áherslu á einkenni svo sem að eiga erfitt með nálgun í samskiptum, það að tengjast oft fíklum, að svokölluð svart-hvít hugsun sé algeng, að eiga erfitt með að taka ákvarðanir og við að setja sér og öðrum mörk. Klara Þorsteinsdóttir, B.S. próf í hjúkrun frá HÍ 1988. Er í hléi frá hjúkrunarstörfum um þessar mundir og starfar við myndlist sem er hennar annað fag. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.