Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 31
\ ý lög um réttindi sjúklinga tóku
\lgildi 1. júlí 1997. Markmið með
setningu þessara laga er að tryggja
sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi
við almenn mannréttindi og mannhelgi
og styrkja þannig réttarstöðu þeirra
gagnvart heilþrigðisþjónustunni og
styðja trúnaðarsambandið sem ríkja
ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfs-
manna.
Frumvarp að lögum um réttindi
sjúklinga samdi nefnd sem heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra skipaði 21.
apríl 1995 en ráðuneytið gerði síðan
lítils háttar breytingar á frumvarpinu við
lokafrágang þess.
í nefndina voru skipaðar frá heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyti:
Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, for-
maður, Ragnheiður Haraldsdóttir, skrif-
stofustjóri, og Ragnhildur Arnljótsdóttir,
deildarstjóri, ritari nefndarinnar.
Auk þeirra voru í nefndinni Vilborg
Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur,
tilnefnd af embætti landlæknis, Lovísa
Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur, til-
nefnd af Félagi íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, Ástríður Stefánsdóttir, læknir,
tilnefnd af Læknafélagi íslands, Rann-
veig Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi, til-
nefnd af Samtökum heilbrigðisstétta,
og Ingveldur Fjeldsted, tilnefnd af
Neytendasamtökunum.
í áliti nefndarinnar á lagafrum-
varpinu segir m.a.:
„Samkvæmt skipunarbréfi var
nefndinni falið að gera tillögur til ráð-
herra um það með hvaða hætti best
væri að kynna heilbrigðisstéttum og
sjúklingum rétt sjúklings. Nefndin
skyldi ræða ítarlega við fulltrúa sjúkl-
ingahópa til að kynnast viðhorfum
þeirra til réttinda sjúklinga og hvernig
þau yrðu best tryggð. Nefndin fékk því
á sinn fund fulltrúa 45 sjúklingahóþa
og vandamanna- og stuðningshópa
sjúklinga...
Réttindi þau, sem lagt er til að verði
lögfest, eru í ýmsum atriðum hin sömu
og sjúklingar eru þegar taldir njóta
samkvæmt dreifðum laga- og reglu-
gerðarákvæðum. Nýmæli eiga rætur
(inqa
w
að rekja til atriða sem fram komu í máli
sjúklingahópa er komu á fund nefndar-
innar auk þess sem ýmsar erlendar
reglur á þessu sviði voru hafðar til
hliðsjónar, ekki síst yfirlýsing Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar um rétt-
indi sjúklinga sem samþykkt var vorið
1994. Einnig var horft til yfirlýsingar Al-
þjóðafélags lækna um þetta efni,
finnskra laga frá árinu 1992 og nýlegs
dansks lagafrumvarps."
Vaxandi umræða um rétt sjúklinga
í heiminum
Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræð-
ingur hjá landiæknisembættinu og full-
trúi landlæknis í nefndinni, var spurð
hvers vegna hefði þótt ástæða til að
setja sérstök lög um réttindi sjúklinga?
„Markmiðið með setningu laga um
réttindi sjúklinga er að tryggja sjúkling-
um rétt í samræmi við mannréttindi og
mannhelgi og treysta trúnaðarsam-
band meðferðaraðila og sjúklinga,"
segir Vilborg. Hún segir að það að fella
saman í einn lagabálk flest lagaákvæði
um réttindi sjúklinga sem voru víða í
eldri lögum geri þau skýrari og
aðgengilegri. „Þó að í lögunum séu
einnig ný ákvæði var stór hluti af
réttindum sjúklinga skilgreindur í
öðrum lögum fyrir", segir hún.
Aðdragandann að lagasetningunni
má, að sögn Vilborgar, rekja til þess að
umræða um rétt sjúklinga fer vaxandi í
heiminum og að nú er áhersla lögð á
þátttöku sjúklinga í ákvarðanatöku um
eigið líf og heilsu. Evrópuskrifstofa Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gaf
út reglur, A declaration on the promo-
tion of patient's rights in Europe, sem
hefur verið fyrirmynd nokkurra landa um
að setja fram lög um réttindi sjúklinga.
Ný ákvæði:
• Um sjúklinga sem ekki hafa íslensku
að móðurmáli segir í 5. gr. um upp-
lýsingar um heilsufar og meðferð:
„Eigi í hlut sjúklingur sem ekki taiar
íslensku eða notar táknmál skal hon-
um tryggð túlkun á upplýsingum
samkvæmt þessari grein. í 5. grein
er einnig kveðið á um rétt til að leita
álits þriðja aðila um meðferð, ástand
og batahorfur."
• Upplýst samþykki í 9. grein um und-
anþágu frá meginreglu um samþykki
fyrir meðferð: „Nú er sjúklingur með-
vitundarlaus eða ástand hans að
öðru leyti þannig að hann er ófær
um að gefa til kynna vilja sinn varð-
andi meðferð sem telst bráðnauð-
synleg. í því tilviki skal taka samþykki
hans sem gefið nema fyrir liggi
örugg vitneskja um að hann hefði
hafnað meðferðinni."
• Réttur til að hafna þátttöku nemenda
í meðferð 11. gr.: „Skýra ber sjúklingi
frá því ef fyrirhugað er að nemendur
á heilbrigðissviði verði viðstaddir
meðferð á honum vegna þjálfunar
og kennslu þeirra. Sjúklingur getur
neitað að taka þátt í slíkri þjálfun og
kennslu.“
• Meðferð dauðvona sjúklings 24. gr.:
„Dauðvona sjúklingur á rétt á að
deyja með reisn. Gefi dauðvona
sjúklingur ótvírætt til kynna að hann
óski ekki eftir meðferð sem lengir líf
hans eða tilraunum til endurlífgunar
skal læknir virða þá ákvörðun. Sé
dauðvona sjúklingur of veikur and-
lega eða líkamlega til þess að geta
tekið þátt í ákvörðun um meðferð
skal læknir leitast við að hafa sam-
ráð við vandamenn sjúklings og
samstarfsfólk sitt áður en hann
ákveður framhald eða lok meðferð-
ar.“
• Vísindasiðanefnd í 29. gr.: „Ráðherra
skal setja reglugerð um vísindarann-
sóknir á heilbrigðissviði. Þar skulu
m.a. vera ákvæði um vísindasiða-
nefnd og siðanefndir skv. 4. mgr. 2.
gr. Þá er ráðherra heimilt að setja
reglugerð um framkvæmd laga
þessara."
• Sérreglur um sjúk börn s.s. 27. gr.:
„Sjúk börn, sem dveljast á heil-
brigðisstofnunum, eiga rétt á að hafa
foreldra eða aðra nána vandamenn
hjá sér og skal sköpuð aðstaða fyrir
þá eftir því sem kostur er.“
Þ.R.
31
Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 74. árg. 1998