Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 5
Formannspistill
Fyrir framan mig er launaseðill
hjúkrunarfræðings með yfirliti yfir
laun hans á árinu 1997. Hjúkrunar-
fræðingurinn lét mér hann í té til að
sýna svart á hvítu hver laun hans
eru, eftir meira en 20 ára starf við
hjúkrun, ýmist við almenn hjúkrunar-
störf eða sem stjórnandi. Laun
hennar á síðasta ári voru brúttó 1,3
miljónir, netto 996 þúsund kr. Þetta
ber hún hún bítum fyrir 80% dag-
vinnu í launaflokki almenns hjúkrun-
arfræðings, hæsta launaþrepi. Þessi
hjúkrunarfræðingur hefur lengi beðið
þess að störf hennar, sérhæfni,
ábyrgð og menntun verði metin til
launa og hefur væntingar til nýs
launakerfis og yfirstandandi vinnu-
staðasamninga í því sambandi.
Nýr kjarasamningur Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga var undir-
ritaður í júní á síðasta ári og gildir
hann í rúm 3 ár eða til 31. október
árið 2000. í.samningnum eru ákvæði
um tilteknar launahækkanir til hjúkr-
unarfræðinga. Einn mikilvægasti
þáttur kjarasamningsins er hins veg-
ar sá að hjúkrunarfræðingar ákváðu
að fara inn í nýtt launakerfi, sem
síðar varð raunin að aðrar háskóla-
stéttir gerðu einnig, að læknum og
grunn- og framhaldsskólakennurum
undanskildum. í nýju launakerfi eru
ákveðnir þættir kjarasamningsgerðar
færðir til stofnana, þar sem fulltrúar
stéttarfélags og stofnana semja um
röðun starfa innan skilgreindra
ramma A, B og C og um forsendur
röðunar starfa innan ramma, þar
sem m.a. þekking, hæfni, ábyrgð og
reynsla kemur til álita þegar
ákvörðun er tekin um laun.
Þegar samninganefnd og stjórn
félagsins tóku ákvörðun um að
mæla með því við hjúkrunarfræðinga
að þeir semdu um nýtt launakerfi,
var vitað að hjúkrunarfræðingar voru
að taka ákveðna áhættu. Áhættan
fólst í ýmsum staðreyndum, s.s. því
að þeir starfa á heilbrigðisstofnunum
sem eru fjársveltar og hjúkrunar-
fræðingar í almennum störfum njóta
ekki yfirborgana í sama mæli og aðrir
háskólamenn í starfi hjá hinu opin-
bera. Þá gætu ríkjandi viðhorf til
kvennastéttar og til umönnunarstarfa
einnig reynst þeim fjötur um fót.
Það var hins vegar mat stjórnar
og samninganefndar félagsins og
/
vegna
aunamála
Ásta Möller
fjölmennra funda hjúkrunarfræðinga
þar sem nýtt launakerfi var til umfjöll-
unar, áður en samningar voru undir-
ritaðir, að rétt væri að taka þessa
áhættu. Hjúkrunarfræðingar lýstu sig
reiðubúna til að takast á við það
„þroskaverkefni" að skilgreina eigin
störf og setja þau í samhengi við
kröfur um hærri laun sér til handa,
bæði til hjúkrunarfræðinga sem
hóps, en einnig á einstaklingsgrunni.
Hjúkrunarfræðingar mátu kosti
hins nýja launakerfis, sem byggir á
hugmyndum um gegnsæi í launa-
myndun. Nýtt launakerfi ýtir undir að
yfirborganir séu teknar inn í grunn-
laun og raunveruleg kjör hinna ýmsu
starfshópa komi upp á yfirborðið.
Það er forsenda þess að unnt sé að
taka á launamisrétti sem hefur við-
gengist innan opinbera geirans milli
hjúkrunarfræðinga og annarra stétta
með sambærilega menntun og
ábyrgð.
Nýtt launakerfi hjúkrunarfræðinga
tekur gildi 1. febrúar 1998. Þegar
samningar nást á vinnustöðum
verður launakerfið afturvirkt frá þeim
tíma. Þegar þetta er ritað hafa ein-
ungis tvær heilbrigðisstofnanir lokið
gerð vinnustaðasamnings við eina
heilbrigðisstétt, þrátt fyrir að nýtt lau-
nakerfi flestra annarra heilbrigðisstét-
ta hafi tekið gildi 1. desember 1997.
Hins vegar liggja fyrir um eitt hun-
drað vinnustaðasamningar á stof-
nunum utan heilbrigðiskerfisins.
Þróun síðustu mánaða í samninga-
gerð hefur ekki komið hjúkrunar-
fræðingum á óvart, heldur í raun í
ýmsu staðfest það sem áður var vitað:
• Fjármagni til ríkisstofna til að
standa undir starfsemi sinni,
þ.m.t. launum er misskipt. Þetta
sést m.a. á því að margar ríkis-
stofnanir utan heilbrigðisstofnana
hafa í vinnustaðasamningum
samið við starfsmenn sína um
verulega grunnkaupshækkanir,
með því að færa fastar yfirborg-
anir inn í grunnlaun. Fullyrt er að
launakostnaður þessara stofnana
mun ekki aukast með nýjum
samningum umfram það sem
samið var um í kjarasamningum.
• Staðfest hefur verið m.a. í sam-
anburði heilbrigðisstétta sín á milli
að háskólamönnum í almennum
störfum á heilbrigðisstofnunum er
mismunað, þar sem ákveðnir
hópar hafa um árabil haft fastar
yfirborganir ofan á grunnlaun.
Þetta eru yfirborganir sem sam-
svara milli 20-40 yfirvinnutímum á
mánuði. Hjúkrunarfræðingar í
almennum störfum njóta almennt
ekki slíkra yfirborgana.
Að auki hafa læknar samið um
verulegar grunnlaunahækkanir sér til
handa og er samanburður á launum
þessarra stétta hjúkrunarfræðingum
verulega í óhag, eins og kemur fram
í grein Vigdísar Jónsdóttur, hagfræð-
ings félagsins, hér í blaðinu.
Hjúkrunarfræðingurinn sem að
framan er lýst er ekkert einsdæmi.
Hún tilheyrir 60-70% hjúkrunarstétt-
arinnar sem vinna almenn hjúkrunar-
störf á heilbrigðisstofnunum. Ljóst er
af fundum forsvarsmanna félagsins
með hjúkrunarfræðingum á undan-
förnum vikum að hún er ekki ein um
að vera verulega misboðið. Stjórn-
völd hafa sagt að þau muni ekki
setja meira fé inn til stofnana við
gildistöku nýs launakerfis. Að óbreyttu
þýðir það að misréttinu verður við-
haldið og föst laun hjúkrunarfræð-
inga verði áfram tugum prósenta
lægri en hópa háskólamanna með
sambærilega menntun og ábyrgð.
Það er því eðlilegt að óróleiki ríki
innan hjúkrunarstéttarinnar.
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
5
Ljósm.: Lára Long