Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 27
Tafla 1 Lýsing á úrtaki, svarhlutfalli og algengi þrýstingssára á lyflækningadeildum, ódeildaskiptum sjúkrahúsum, öldrunardeildum og hjúkrunarheimilum á íslandi 1992 og 1994.
Fjöldi deilda í úrtaki Svarhlutfall % (fjöldi) Fjöldi sjúklinga Fjöldi sjúkl. með sár á stigi l-IV Algengi þrýstings- sára %
Öldrunardeildir/hjúkrunarheimili 1992 20 70 % (14) 379 25 6,6
Heimahjúkrun 1992 20 90 % (18) 652 12 1,8
Lyflækningadeildir og ódeildaskipt sjúkrahús 1992 20 85 % (17) 323 31 9,6
Lyflækningadeildir og ódeildaskipt sjúkrahús 1994 31 93 % (29) 642 57 8,9
grípa til sérstakra ráðstafana s.s. næringar í æð, slöngu-
mötunar í maga í samráði við lækni sjúklings.
Mikilvægt er að endurhæfing hefjist sem allra fyrst,
með því að auka hreyfingu, hreyfigetu og virkni einstakl-
ingsins, eftir því sem aðstæður leyfa. Skert hreyfigeta og
minnkuð virkni einstaklings eru stærstu áhættuþættir varð-
andi myndun þrýstingssára (Abilgaard og Daugaard,
1979). Sjúkraþjálfun er því mikilvæg fyrir þessa einstakl-
inga. Liðferilssæfingar (virkar og óvirkar) stuðla að aukinni
virkni og draga úr áhrifum þrýstings á vefi (Colþurn, 1987;
Dimant og Francis, 1988). Ýmiss konar þjálfun og æfingar,
sem miða að líkamsþjálfun og -virkni, réttri þeitingu líkam-
ans við ýmiss konar atferli, hagræðingu í stól og rúmi
(Berlowitz og Wilking, 1989), það að skipta og flytja oft
þyngdarpunkt hjá einstaklingum í hjólastól (push-ups)
(Hamilton, Quek, Lew, Li og Topp, 1989), æfingar sem
bæta styrk, sveigjanleika, samhæfingu og liðferil geta skipt
máli eftir því sem við á (Levine, Simpson og McDonald, 1989).
Hafi einstaklingur einn eða fleiri áhættuþætti varðandi
myndun þrýstingssára þarf að snúa honum og hagræða á
a.m.k. 2ja klst. fresti (Norton, McLaren og Exton-Smith,
1975). Snúningsskemar eru mikilvæg hjálpartæki fyrir
starfsfólk til að auðvelda skipulag.
Við hagræðingu þarf að nota kodda eða svampfieyg til
að fyrirbyggja að útstæð bein liggi saman, nota lyftilök eða
snúningsdýnur (hólka) við að snúa og hagræða sjúklingi í
rúmi, og forðast að draga sjúkling eftir líni í rúmi. Hafi sjúkl-
ingur möguleika á að hjálpa til geta léttar á rúmi og réttar
stellingar sjúklings (t.d. beygja hné og draga vel að sér
fætur og spyrna ofan í dýnu) einnig dregið úr húðskaða af
völdum núnings og togs á húð.
Hælum þarf að hlífa sérstaklega hjá rúmliggjandi ein-
staklingum. Árangursríkasta leiðin er að hafa hælana á lofti
t.d. með því að leggja kodda undir endilangan fótlegginn
eða að hælar standi fram af dýnu þó þannig að þrýstingur
myndist ekki á hásinina. Hvers kyns hringi ætti aldrei að
nota til að fyrirbyggja þrýstingssár, þar sem þeir hindra
blóðflæði (stasa) (Crewe, 1987).
í hliðarlegu þarf að fyrirbyggja að einstaklingurinn liggi
beint á mjöðminni (trochanter).
Hækkun á höfðalagi eykur þrýsting á sitjanda og
spjaldbein, því hærra, því meiri þrýstingur. Því er mikilvægt
að halda höfðalagi eins lágu og unnt er og aðstæður leyfa.
Einstaklingur með einn eða fleiri áhættuþætti þarf sér-
stakt undirlag, sem dregur úr eða afléttir þrýstingi t. d. sér-
staka svamþdýnu, loftdýnu, „gef'dýnu eða vatnsdýnu.
Rannsóknir hafa sýnt, að venjuleg sjúkrahúsdýna nægir
ekki sem þrýstingssáravörn (Andersen, Jensen og Kvorn-
ing, 1983). Dýnur og annað undirlag, sem sjúklingar liggja
á geta skiþt sköpum um myndun þrýstingssára. Gera þarf
greinarmun á dýnum sem annars vegar draga úr þrýstingi
(s. s. fíberdýnur) og sem hins vegar aflétta þrýstingi (s.s.
loft- og vatnsdýnur). Dýnur sem aflétta þrýstingi eru ekki til
á öllum deildum en mikilvægt er að sjúklingar sem greinast
í hættu á að mynda þrýstingssár liggi ávallt á slíkum
dýnum. Val á dýnum fyrir hvern og einn einstakling á
sjúkradeild er því mikilvægur liður í fyrirbyggingu þrýst-
ingssára.
Heimildir:
Abilgaard, U. & Daugaard, K. (1979). Tryksaar: En prévalensunder-
sögelse. Ugeskrift for láger, 141 (46), 3147-3159.
Andersen, K. E., Jensen, O., Kvorning, S. A. og Bach, E. (1983).
Decubitus prophylaxis: a prospective tríal on the efficiency of alternat-
ing-pressure air-mattresses and water-mattresses. Acta Derm.
Venereologica (Stockh.) 63 (3), 227-30.
Árdís Hinriksdóttir, Ásta S. Stefánsdóttir, Guðlaug R. L. Traustadóttir,
Jóna Pálína Grímsdóttir, Kristín N. Jónsdóttir og Sjöfn Kjartansdóttir
(1992). Könnun á algengi og alvarleika þrýstingssára. Óbirt BS-ritgerð:
Háskóli íslands, Námsbraut í hjúkrunarfræði.
Ásta Thoroddsen (bíður birtingar). Pressure ulcer prevalence: A National
Survey. Journal of Clinical Nursing.
Bergstrom, N., Braden, B., Boynton, P. & Bruch, S. (1995). Using a
research-based assessment scale in clinical practice. Nursing Clinics of
North America, 30(3), 539-551.
Bergstrom, N., Demuth, D. J., Braden, B. (1987). A clinical trial of the
Braden Scale for predicting pressure sore risk. Nursing Clinics of North
America, 22 (2), 417-28.
Berlowitz, D. R.og Wilking, S.V. (1989). Risk factors for pressure sores. A
comparison of cross-sectional and cohort-derived data. Journal of
American Geriatric Society, 37(11), 1043-50.
Colburn, L. (1987). Pressure ulcer prevention for the hospice patient.
Strategies for care to increase comfort. American Journal of Hospice
Care, 4(2), 22-6.
Crewe, R. A. (1987). Problems of rubber ring nursing cushions and a
clinical survey of alternative cushions for ill patients. Care Science
Pract. 5(2), 9-11.
Dyson, R. (1978). Bed sores - the injuries hospital staff inflict on patients.
Nursing Mirror, 746(24), 30-2.
Dimant, J. og Francis M.E. (1988). Pressure sore prevention and man-
agement. Journal of Gerontological Nursing, 74(8), 18-25.
Ek, A. C., Gustavsson, G. og Lewis, D.H. (1985). The local skin blood
flow in areas at risk for pressure sores treated with massage. Scandi-
navian Journal of Rehabilitation Medicine, 77(2), 81-6.
Hamilton, L., Quek, P., Lew, N., Li, K. og Topp, R. (1989). Pressure
ulcers: an interdisciplinary protocol for prevention and treatment.
Perspectives, 73(1), 9-15.
Levine, J. M., Simpson, M. og McDonald, R.J. (1989). Pressure sores: a
plan for primary care prevention. Geriatrics, 44(4), 75-6,83-7, 90.
Norton, D., McLaren, R., Exton-Smith, A.N. (1975). An investigation of
geriatric nursing problems in hospital. London: Churchill Lívingstone,
bls. 238. Upphaflega birt 1962.
Richardson, R. R. og Meyer, P.R (1981). Prevalence and incidence of
pressure sores in acute spinal cord injuries. Paraplegia, 79(4), 235-47.
Versluysen, M. (1985). Pressure sores in elderly patients. The epidemioi-
ogy related to hip operations. Journal of Bone Surgery, 67B, 10-10.
27
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998