Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 53
Gudrun Simonsen Framhaldssaga - Björg Einarsdóttir íslenskaði ’tf'lbnna 'Yl'iftAt'inftnU - kvir v4f AilnV 12. kafli og næstsíðasti - Ég get ekki gleymt „Nú vitum við hvers virði þessi tindrandi demantur er og við sleppum honum ekki aftur!” Þetta voru orð Sidney Her- berts í ræðu til heiðurs Florence þegar hún var nýkomin til baka úr Krímstríðinu. Florence, sjálft djásnið, hafði engin áform um að hætta að sindra svo líkingunni sé haldið, til þess var hún of mikill eldhugi og viljasterk. En núna var hún veik, úttauguð og örvæntingarfull. Hún hafði enga ró í sér, hvorki nótt né dag, vegna þeirrar martraðar sem hún hafði lifað í Skutari. Mér fannst sem ég hefði horft niður í víti og sá sem það hefur gert verður aldrei samur eftir... Hún var alvariega veik og hélt oft að hún myndi ekki lifa daginn á enda. Hún stóð á öndinni, gat ekki matast eða sofið, - ekki hvílst eitt augnablik. Fjölskylda og vinir og ekki síst læknarnir sárbændu hana um að fara á einhvern hvíld- arstað, reyna að fjarlægjast stríðsminningarnar, hvílast og gleyma ... Gleyma? Það er mesta synd mannkynsins hversu gleymnir mennirnir eru! Þeim bæri heldur að reyna að muna! Florence gat ekki gleymt. Um allt, á pappírsmiða, sendibréf, þerripappír, bókaspássíur, reit hún þessi orð: „Ég get ekki gleymt.” Ég hafði heitið því við blóð hermannanna að ég myndi aldrei gleyma því sem hafði gerst. Aldrei gleyma því að það var ekki af völdum stríðsins, heldur hins fáránlega breska hernaðarkerfis sem þeir að ósekju létu lífið. Þetta fáránlega kerfi var í besta gengi heima í Englandi. Nú var stríðinu lokið og óþægilegt fyrir alltof marga hátt- standandi menn ef farið væri að rannska það sem gerðist. Þessu gat Florence ekki kyngt! Ég var veikburða, gat varla staðið í fæturna. En það var um að gera að hamra járnið meðan það var heitt, á meðan fólk enn mundi eftir Krím og vissi hver ég var. Reyndar var víst ekki mikil hætta á að Florence myndi gleymast fyrsta kastið! Á hverjum degi barst ógrynni af gjöfum, blómum, heillaóskum, bænarbréfum, biðilsbréf- um, boð um að koma á alls konar samkomur. Aðdáenda- bréfin voru eins og haglél og þeim svaraði Þop fyrir hana. „Því miður, ungfrú Nightingale getur ekki tekið á móti heimsóknum; því miður, ungfrú Nightingale veitir ekki eig- inhandaráritun; ungfrú Nightingale getur því miður ekki tekið yðar fallega og vel meinta boði um hjúskap.” Florence hafði ekki orku, ekki tíma og alls ekki löngun til að hitta fólk. Frægðin var mér til óþæginda og það var svo margt annað við tímann að gera. Eftir fáeina daga var Florence komin á fullt að kanna við hvers konar aðstæður enskur hermaður byggi á friðartím- um, í heimalandi sínu. Aðeins eitt einasta orð getur lýst því sem ég kynntist: Lífshættulegt! Sannleikurinn er sá að þegar breskur þegn gengur í herinn þá ofurselur hann sig dauðanum. Þetta láta yfirvöldin viðgangast án þess svo mikið sem lyfta fingri til úrbóta. Við gætum þess vegna allt eins á hverju ári sent fimmtán hundruð menn út í skóg og skotið þá þar strax í stað þess að setja þá í herbúðirnar þar sem þeir deyja hvort eð er. Sjúkrahúsin eru hreinar og beinar líkkistur! Það deyja tvöfalt fleiri menn innan herþjónustunnar en í borgar- alegu lífi, jafnvel þó það séu útvalin hreystimenni úr sjálfum iífverði drottningarinnar! Og ástæðan: Léleg loftræsting, ófullkomið fæði og mengað drykkjarvatn. Iðjuleysi og til- gangsleysi! Á meðan um lífið var að tefla fyrir þúsundir ungra hermanna, jafnvel á friðartíma, hafði ég enga ró í mínum beinum. Þar með hefst nýtt og oft mjög erfitt tímabil á ævi Florence. Hún, veikburða og uppgefin konan, tekur til við að umbylta heilbrigðiskerfi hersins í breska heimsveldinu, já, í raun og veru öllu þessu íhaldssama og beinfrosna hernaðarkerfi. Til allrar hamingju voru vel gefnir og framfarasinnaðir menn henni velviljaðir. En það varð að búa þá undir verkefnið, kveikja áhuga þeirra og það var ekki auðvelt. Þeim var vel Ijóst í hversu mikið var ráðist og reyndu að hliðra sér hjá því í lengstu lög. Flo skírskotaði fyrst til Sidney Herberts, án hans kæmist hún ekkert áleiðis. En hann var á laxveiðum í írlandi! Auk þess gat ekki legið svona mikið á? Þá sneri hún sér til hermálaráðherrans. Hann var á fasanaveiðum í Skotlandi! Þá leitaði hún til ofursta sem dugnaðarorð fór af. Hann var önnum kafinn við að gera fuglatjörn í garðin- um á sveitasetri sínu! Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.