Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 12
Nothæfum heilsudagbókum fyrir einn tíðahring skiluðu 83 konur. Samtals skráðu þær 211 tíðahringi (X= 2,6; SF = 0,9; spönnun = 1 - 6) og var meðallengd þeirra 27,7 dagar (SF = 5,3; spönnun = 15 - 60). Nothæfum dag- bókum fyrir tvo tíðahringi skiluðu 73 konur og skráðu þær samtals 199 tíðahringi (X = 2,8; SF = 0,8; spönnun = 2 - 6) að meðallengd 27,7 dagar (SF = 4,9; spönnun = 17 - 60). Niðurstöður sem ég greini frá hér snúa að algengi ein- kenna þegar einn tíðahringur er skoðaður, algengi ein- kenna yfir tvo eða fleiri samliggjandi tíðahringi og samband á milli þess að kona segist hafa fyrirtíðaspennu og hvort mín úrvinnsla greini hana með fyrirtíðaspennu. Algengi einkenna Tafla 1 sýnir algengi einkenna sem konurnar sögðust finna talsvert fyrir eða mjög mikið fyrir blæðingardagana (daga 1, 2 og 3) og dagana fyrir blæðingar (daga -1, -3 og -5). Fyrsti tíðahringurinn sem hver kona skráði var athugaður. Einkennin hafa verið flokkuð í líkamleg einkenni, andleg- og tilfinningaleg einkenni, einkenni tengd mat og matarlyst, svefni, einbeitingu og kynlífslöngun. Ennfremur er þarna flokkur sem kallast jákvæð einkenni. Flokkum er raðað eftir algengi einkenna fyrir blæðingar. Af töflunni sést að 15% kvennanna finnur talsvert eða mjög mikið fyrir öllum jákvæðu einkennunum fyrir blæðingar og 10% þeirra á blæðingum. Einungis fjögur líkamleg einkenni af þeim 16 sem eru í heilsudagbókinni ná því að 10% kvennannai finni talsvert eða mjög mikið fyrir þeim fyrir blæðingar. Örlítið fleiri líkamleg einkenni eða 6 eru nefnd af 10% kvennanna meðan þær eru á blæðingum. Sálfélagslegu einkennin eru ekki mjög algeng fyrir blæðingar, en algengast var að konurnar segðust finna talsvert eða mjög mikið fyrir „þunglyndi" og „pirring" (8% kvennanna). f Algengi einkenna sem eru eins frá einum tíðahring til hins næsta Tafla 3 sýnir að frá fyrri hluta tíðahrings yfir í síðari hluta sama tíðahrings versna 8 einkenni hjá 2 - 6 konum sam- fellt í 2 tíðahringi hið minnsta. Tvær konur greindu frá „aukinni athafnasemi" tvo tíðahringi í röð. Það dró einungis úr styrk tveggja einkenna, „höfuðverk" og „vakna upp mjög snemma", hjá einni konu hvort einkenni. Algengast var að konurnar sýndu andstæð einkennamynstur tvo samfellda tíðahringi. Samtals eru það 22 einkenni sem batna eða versna á víxl frá tíðahring til tíðahrings hjá 2 - 9 konum. Algengast virðist vera að konur séu misþreyttar frá tíðahring til tíðahrings (9 konur), lítið samræmi er einnig í því hvort konur eru illa haldnar af bakverk fyrir eða eftir blæðingar (6 konur) og hið sama á við um hin svokölluðu jákvæðu einkenni (5 - 6 konur). Lítið var um að konur sýndu sama aukningar- eða minnkunarmynstur þrjá samliggjandi tíðahringi, en 55 kon- ur skráðu dagbókina þrjá eða fleiri tíðahringi. Þrjár konur Tafla 2 Einkennamynstur Einkennamynstur Meðaltalsstyrkur einkennis Meðaltalsstyrkur einkennis á 6.-10. degi eftir blæðingar á -1. til -5. degi fyrir blæðingar Einkennamynstur sem sýna litla sem enga breytingu á meðaltalsstyrk einkennis frá því eftir blæðingar þar til fyrir blæðingar LL HH MM LM / ML MH/HM Lágur Hár Meðal Lágur/meðal Meðal eða hár Lágur Hár Meðal Meðal/lágur Hár eða meðal Einkennamynstur sem sýna aukningu > 0.8 á meðaltalsstyrk einkennis frá því eftir blæðingar þar til fyrir blæðingar LH (Fyrirtíðaspennumynstur) Lágur Hár LM (Fyrirtíðaspennumynstur) Lágur Meðal MH (Fyrirtíðaversnunarmynstur) Meðal Hár HHer (Fyrirtíðaversnunarmynstur) Hár Hærri Einkennamynstur sem sýna minnkun > 0.8 á meðaltalsstyrk einkennis frá því eftir blæðingar þar til fyrir blæðingar HL Hár Lágur HM Hár Meðal ML Meðal Lágur HerH Hærri Hár sýndu þó sama mynstrið fyrir einkennin „verkur/ þensla í brjóstum", og 2 konur fyrir einkennin „uppblásinn kviður" og „tilfinning um þyngdaraukningu". . Flestar konurnar fundu fyrir breytingu á a.m.k. einu einkenni í hverjum tíðahring sem þær skráðu, það var þó að jafnaði ekki sama einkennið í mismunandi tíðahringjum. Einungis 3 konur fundu aldrei fyrir breytingu, hvorki til hins betra né hins verra. Samanburður kvenna sem telja sig hafa fyrirtiða- spennu og kvenna sem sem telja sig ekki hafa fyrir- tiðaspennu Enginn marktækur munur var á þessum tveimur hópum kvenna, en þeir hafa verið bornir saman m.t.t. einkenna- mynstranna sem og flest allra atriða sem spurt var um í heilsufarssögu. Algengi fyrirtíðaspennu Tvær konur (3%) greindust með fyrirtíðaspennu eins og hún er skilgreind í þessari rannsókn. Önnur konan skráði 3 tíðahringi og var hún með aukningamynstur fyrir 5 einkenni í tíðahringjum 1 og 2. í tíðahring 3 hjá henni.var hins vegar ekki eitt einasta einkenni sem sýndi nægilega breytingu á styrkleika til að geta flokkast sem aukningarmynstur. Það varð sem sagt engin breyting á líðan hjá henni frá fyrri hluta tíðahrings yfir í síðari hluta I tíðahring 3. Hin konan 12 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.