Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 57
Vigdís Jónsdóttir Kjaramál d Kdrdmáld Launahækkanir samkvæmt gildandi kjarasamningi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir kjara- samning 9. júní 1997 með gildistíma frá 1. maí 1997-31. október 2000. ( þeim kjarasamningi var samið um að launatöflur myndu taka eftirfarandi hækkunum: 1. maí 1997: 4,7% 1. janúar 1998: 4,0% 1. apríl 1998: 1,5% 1. janúar 1999: 3,5% 1. janúar 2000: 3,0% Að auki var samið um að frá 1. febrúar 1998 myndu hjúkrunarfræðingar færast yfir í nýtt launakerfi. Áætlað er að bein tilfærsla yfir í nýtt launakerfi á þann hátt að tryggt sé að engin lækki í launum svari til u.þ.b. 3% hækkunar að meðaltali. Hins vegar er ekki Ijóst hvaða áhrif nýtt launa- kerfi mun hafa á laun hjúkrunarfræðinga nú og til framtíðar. Það ræðst af þeim samningum sem gerðir verða innan viðkomandi stofnunar svo og á framkvæmd á kerfinu sjálfu. Nýtt launakerfi: í nýju launakerfi er í miðstýrðum samningum samið um ákveðna launaramma með ákveðnum skilgreiningum. í stofnanasamningum innan hverrar stofnunar fyrir sig er síðan samið um nánari reglur um röðun starfa og einstak- linga í launaramma (A,B og C) og launaflokka innan launa- rammana. Hugmyndin er sú að í stofnanasamningum sé unnt að taka meira tillit til bæði sérstöðu stofnunarinnar og þeirra starfsmanna sem þar starfa. Öll félög háskólamanna innan Bandalags háskólamanna nema grunn- og fram- haldsskólakennarar hafa samið um að fara yfir í nýtt launa- kerfi. Læknar eru ekki í nýju launakerfi. Gildistaka og samningar í nýju launakerfi: í samningum hjúkrunarfræðinga var gert ráð fyrir því að samningar innan stofnana yrðu tilbúnir 1. nóvember 1997 og launakerfið tæki gildi nú 1. febrúar 1998. Hjá flestum öðrum háskólamönnum átti kerfið að taka gildi 1. desem- ber 1997. Hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa að- eins verið gerðir tveir stofnanasamningar, á Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi og Húsavík. Um 100 hjúkrunarfræðingar hafa starfað sem fulltrúar félagsins við samningagerð á hinum ýmsu stofnunum um allt land. Margir fundir hafa verið haldnir og þessir fulltrúar félagsins hafa lagt á sig ómælda vinnu við þessar samningaviðræður. Þessar viðræður hafa enn í fæstum til- fellum borið árangur en fulltrúar félagsins munu þó halda áfram um sinn og reyna hvað hægt er til að ná samningum. Hjúkrunarfræðingar munu ekki fara yfir í nýtt launakerfi fyrr en samningar hafa náðst á við- komandi stofnun. Ef samningar nást ekki fyrir 1. febrúar 1998 þá munu hjúkrunarfræðingar fá greitt áfram samkvæmt þeirri launatöflu sem gildir frá 1.1.1998-31.1.1998. Þegar vinnustaða- samningur liggur fyrir milli félagsins og stofnun- arinnar skulu laun hjúkrunarfræðinga hins vegar leiðrétt þannig að þeir fái greidd laun eftir nýju launakerfi frá og með 1. febrúar 1998. Hvað er verið að bjóða hjúkrunar- fræðingum í nýju launakerfi? Samningaviðræður hafa átt sér stað milli hjúkrunarfræðin- ga og stjórnenda stofnana á u.þ.b. 40 stofnunum um allt land. Kjör hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni eru mjög misjöfn og því er það mjög mismunandi á hvaða nótum viðræður þar hafa verið. Almennt má segja að á höfuð- borgarsvæðinu njóti almennir hjúkrunarfræðingar yfirleitt ekki yfirborgana á meðan margir hópar háskólamanna bæði innan og utan heilbrigðisstofnana njóta oft verulegra yfirborgana t.d. í formi óunninna yfirvinnutíma. Launagreið- endur hjúkrunarfræðinga hafa margir lýst því yfir að þeir muni ekki hækka laun hjúkrunarfræðinga í nýju launakerfi umfram þær launahækkanir sem tilgreindar eru í kjara- samningi. Afleiðing þessa yrði sú að almennir hjúkrunar- fræðingar á höfuðborgarsvæðinu myndu flestir raðast neðarlega í A-ramma kjarasamnings. Hvað gerist ef ekki nást samningar? Ef samningar takast ekki innan stofnana er deilunni vísað til úrskurðarnefndar þar sem sitja tveir aðilar frá félaginu, einn frá viðkomandi stofnun, einn frá fagráðuneyti og svo oddamaður sem aðilar koma sér saman um eða sátta- semjari tilnefnir. Úrskurðarnefnd hefur 4 vikur til að kveða upp sinn úrskurð eftir að deilunni hefur verið vísað til 57 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 Ljósm.: Lára Long
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.