Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 4
STARFSFÓLK FÉLAGS (SLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA: Ásta Möller, formaöur, netfang: asta@hjukrun.is Aðalbjörg Finnbogadóttir, ráðgjöf og námsmat mánud. og þriðjud. kl. 9 - 16 og miðvikud. og fimmtud. kl. 9-14, netfang: adalbjorg@hjukrun.is Anna Gunnarsdóttir, skrifstofumaður og bókari, netfang: anna@hjukrun.is Áslaug Guðjónsdóttir, skrifstofumaður, netfang: aslaug@hjukrun.is Soffía Sigurðardóttir, skrifstofumaður, netfang: soffia@hjukrun.is Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur, símaviðtalstími þriðjud., miðvikud. og fimmtud. kl. 9-12, netfang: vigdis@hjukrun.is Þorgerður Ragnarsdóttir, ritstjóri, netfang: thorgerdur@hjukrun.is Skrifstofa félagsins að Suðurlandsbraut 22 er opin virka daga kl. 9-17. Skrifstofa félagsins sér um, auk almennrar skrifstofuþjónustu og upplýsingamiðlunar, þjónustu við sjóði félagsins, s.s. starfsmenntunarsjóð, vísindasjóð, orlofssjóð og minningarsjóði. Skrifstofan sér einnig um sölu á varningi á vegum félagsins og leigu á íbúð í Reykjavík og sumarbústöðum félagsins utan sumarleyfistíma. Rítstjórnarstefna Tímarits hjúkrunarfræðinga Stefnt er að útgáfu Tímarits hjúkrunarfræðinga sex sinnum á ári en fjöldi blaðsíðna er þó háð ákvörðun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hverju sinni. Tímaritið er málgagn allra íslenskra hjúkrunarfræðinga og í því er reynt að endurspegla ólíkar skoðanir á og viðhorf til hjúkrunar. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur metnað sinn í að allir félagsmenn þess finni þar lesefni sér til gagns, fróðleiks eða ánægju. Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umræðu um hjúkrun. í faglega hluta tímaritsins eru birtar greinar um hjúkrunar- störf, nýjar rannsóknir í hjúkrun, viðtöl við fólk um hjúkrun og aðrar faglegar upplýsingar sem eiga erindi til hjúkrunarfræðinga. í félags- lega hluta blaðsins er greint frá því sem er að gerast hjá félaginu og tengist hagsmunabaráttu þess. Ritstjóri ber ábyrgð á að efni, útgáfa og rekstur blaðsins sé í samræmi við ritstjórnarstefnu þess. Höfundar aðsendra greina bera ábyrgð á efni þeirra. Skoðanir sem í þeim birtast þurfa ekki að sam- rýmast stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ritstjóri, ásamt ritnefnd, leggur metnað í að tímaritið sé vandað að því er varðar málfar, útlit og efni. Áhersla er lögð á að faglegar greinar standist vísindalegar kröfur. Ritnefnd hittist á mánaðarlegum fundum. Ritnefnd áskilur sér rétt til að birta greinar eða hafna þeim og til að setja greinar upp og aðlaga að útliti blaðsins. Almennt um ritun greina Greinahöfundar eru beðnir um að skila greinum til Tímarits hjúkrunar- fræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Greinar í blaðinu eru í stórum dráttum tvenns konar. Annars vegar almennar greinar sem rit- nefnd yfirfer og lagfærir í samvinnu við höfunda fyrir birtingu. Hins veg- ar ritrýndar rannsóknagreinar sem eru ritrýndar af völdum fræðimönnum. Ritnefnd leggur áherslu á að málfar greina sé gott og þeir sem þar eiga sæti vilja gjarnan verða höfundum að liði við greinaskrifin. ís- lenska þarf erlend orð ef unnt er og skammstafanir þarf að útskýra í fyrsta skipti sem þær koma fram. Myndir og teikningar þurfa að vera nægilega skýrar til að hægt sé að prenta eftir þeim. Almennt gilda reglur ameríska sálfræðingafélagsins um uppsetn- ingu greinanna. Upplýsingar um þær er að finna í bókinni Publication Manual of the American Psychological Association, í íslenskri þýð- ingu í Handbók Sálfræðirítsins eftir Einar Guðmundsson og Júlíus K. Björnsson og bókinni Gagnfræðakver handa háskólanemum eftir Friðrik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson. Ritrýndar rannsóknagreinar Sérstakar reglur gilda um ritrýndar rannsóknargreinar sem eru stjörnumerktar I blaðinu til aðgreiningar frá öðrum greinum. Ritrýndar 4 greinar þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur um frágang og efnistök. Fyrir hverja grein eru valdir tveir óháðir ritrýnar með sérþekkingu á efni greinanna. Ritrýnarnir lesa greinarnar og skila um þær nafnlausu áliti sem höfundar fá og þurfa að taka tillit til við lokafrágang. Miklar kröfur eru gerðartil slíkra greina um efni, innihald og framsetningu og tekur vinnsla þeirra lágmark þrjá mánuði eftir að þær berast til blaðsins. Ritrýndar greinar sem birtast í Tímariti hjúkrunarfræðinga fást skráðar í International Nursing Index og á MEDLINE. í því felst ákveðin viðurkenning á ágæti þeirra til vinnumats og framgangs innan háskólakerfisins. Höfundar þeirra greina fá þær metnar til punkta sem gilda við mat á framgangi innan háskóla. Stjórn Félags islenskra hjúkrunarfræðinga sem var kjörin á fulltrúaþingi i 17. maí sl. Efri röð f.v.: Erlín Óskarsdóttir, meðstjórnandi, Hildur Helgadóttir, 2. varaformaður, Fríður Brandsdóttir, vara- maður, Jóhanna Bernharðsdóttir, 2. varaformaður, Guðrún Guðmunsdóttir, varamaður. Neðri röð f.v.: Steinunn G. Kristinsdóttir, meðstjórnandi, Ásta Möller, formaður, Anna Lilja Gunnarsdóttir, gjald- keri. Á myndina vantar Hrafnhildi Baldursdóttur, ritara. Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.