Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 30
aö geta ekki unnið sig í gegnum sorgina. Til þess að fyrir- byggja kulnun í starfi vegna uppsafnaðrar sorgar og streitu er starfsfólki mikilvægt að skipuleggja frítíma sinn, taka sér reglulega frí, slaka á, hreyfa sig, borða hollan mat og sofa vel. Einnig er nauðsynlegt að þroska sjálfan sig persónu- lega og sinna þörfum fjölskyldunnar. Starfsfólk þarf að vera meðvitað um þau áhrif sem vinnan getur haft á einkalífið og öfugt. Það að taka í sífellu vinnuna með sér heim, hafa hugann hjá ákveðnum sjúkl- ingi eða fjölskyldu getur reynt mjög á sálarlífið og þar af leiðandi haft bein áhrif á einkalífið. Fólk getur fundið fyrir pirringi, reiði og óþolinmæði sem má rekja til vinnunnar (oft ómeðvitað), en bitnar á fjölskyldunni. Þegar þeim áfanga er náð að einstaklingur er meðvitaður um áhrif vinnunnar á sjálfan sig og viðbrögð sín heima fyrir, er stigið stórt skref í þá átt að læra að taka ekki vinnuna með sér heim. Sömuleiðis er nauðsynlegt að vera meðvitaður um þau áhrif sem líðan í einkalífi getur haft á frammistöðu í vinnu. Bæði einstaklingar og samstarfshópar í heild eru mót- tækilegir fyrir sívaxandi áhrifum missis og sorgar. Álag af of mikilli sorg getur átt sér stað eftir erfitt andlát eða þegar nokkur andlát eiga sér stað á stuttum tíma og hjúkrunar- fólk hefur ekki haft tíma til að horfa aftur og fara yfir and- látið eða gera upp eigin viðbrögð. Samstarfshópurinn í heild og hver einstaklingur verður að finna viðeigandi leiðir til að takast á við andlát á sama tíma og verið er að annast aðra sjúklinga. Hver og einn verður að finna sína leið til þess að takast á við sorgina sem oft fylgir vinnunni, það sem einum finnst hjálpa hefur kannski ekkert að segja fyrir annan. Mörgum reynist vel, fljótlega eftir andlát, að setjast niður með samstarfsfólki og fara yfir andlátið þ.e.a.s. ræða saman um aðdragandann, andlátið og tilfinningar tengdar því. Á þetta sérstaklega við um þar sem andlát hefur verið erfitt og mikið tilfinningalegt álag verið á starfsfólki. Hjúkr- unarfólk þarf að koma sér upp eigin stuðningskerfi hvort sem það er í formi hópstuðnings eða stuðnings þar sem leitað er til eins eða fleiri samstarfsaðila sem hægt er að deila tilfinningum með. Til að geta rætt um tilfinningar sínar þarf starfsfólk að viðurkenna að það er í lagi að líða iila öðru hverju, það er ekki merki um ófagmannlega fram- komu heldur er þetta hluti af því að vinna sig í gegnum sorgina sem oft fylgir vinnunni. Einnig þarf annað starfsfólk að hafa það sama í huga, þannig að opinn stuðningur og umræður geti átt sér stað. Handleiðsla, í hóp eða einkahandleiðsla, getur hjálpað starfsfólki til þess að fá útrás fyrir tilfinningar sem tengjast starfinu, skilja þær tilfinningar og verða meðvitaðri um sjálf- an sig í starfi. Kveðjustund fyrir starfsfólk við dánarbeð sjúklings sem var náinn starfsfólkinu getur verið hjálpleg, þar sem það starfsfólk sem finnur hjá sér þörf kemur sam- an hjá hinum látna, oft með presti, fer með bæn og nær þannig að kveðja hinn látna. Þeir sem vinna mikið í nánd við dauðann og deyjandi 30 einstaklinga geta átt von á að mikið tilfinningalegt álag fylgi vinnunni. Til þess að geta unnið í svo mikilli nálægð við dauðann er nauðsynlegt að huga að sjálfum sér, en hafa einnig í huga þarfir annarra starfsmanna. Mikilvægt er að sýna gagnkvæma tillitsemi og líta ekki á það sem ófag- mennsku að sýna tilfinningar t.d. með því að fella tár í erfiðum aðstæðum. Klapp á bakið frá samstarfsfólki eða boð um að hlusta getur oft á tíðum verið mikilvægt fyrir þann starfsmann sem upplifir sorg. Ef við trúum því að heilbrigðisstarfsfólk sé mannlegt eins og aðrir þá verðum við líka að trúa því að persónan og fagmaðurinn sé ein og sama manneskjan. Heimildir Saunders, J.M. and Valente, S.M. (1994). Nurses' grief. Cancer Nursing, 77(4), 318-325. Svandís íris Hálfdánardóttir (1997). Undirbúningur sjúklings og aðstandenda fyrir andlát. / umræðunni á Ríkisspítölum 1997. Líknarmeðferð. Landspítalinn: Stjórnunarsvið. LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... Hjúkrunarfræðingar óskast á hinar ýmsu deildir spítalans svo sem: 1. Barnaspítala Hringsins, vökudeild 23-A tii að annast gjörgæslu nýbura. 2. Taugalækningadeild, deild 32-A, sem er 22-rúma deild fyrir sjúklinga með vefræna taugasjúkdóma. 3. Öldrunarmatsdeild 11-B, sem er 10-rúma deild. Upplýsingar um störf í ofannefndum deildum veitir Hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 560-1000 - kalltæki. 4. Geðdeildir á morgun- og kvöldvaktir 2 til 3 nætur í viku. Hlutastörf koma til greina. Upplýsingar veitir Guðrún Guðnadóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri í síma 560-2600. Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna- haldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.