Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 28
Gunnhildur Valdimarsdóttir, hjúkrunarforstjóri og Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarfræðingur Fræðslu- og meðferðalínur í í Hveragerði Heilsustofnun NLFI Hveragerði Hjá Heilsustofnun NLFÍ hefur fræðsla- og hópmeðferð verið skipulögð á nýjan hátt. Skipulagið byggist á litalínum og flokkun fræðsluefnis og er ætlað að auðvelda yfirsýn yfir það sem í boði er. Áhersla er lögð á mismun fræðslu og þjálfunar til eflingar heilbrigðis og fræðslu og meðferð vegna sjúkdóma og heilsubrests. í hugmyndafræði stofnunar- innar er rík áhersla lögð á að fólk taki ábyrgð á eigin heilsu og velferð og sé meðvitað um og tileinki sér heilsusamlegt líferni. Tilgangurinn með nýju skipulagi er m.a. að auka og styrkja vitund starfsfólks og dvalargesta um heilbrigði og heilsueflandi þætti. Nauðsynlegt er að skapa um- hverfi sem gefur góða yfirsýn, þar sem upplýsingar um flókna dagskrá eru aðgengilegar. Á fjórum vikum sækja 160 dvalargestir fræðslu, þjálf- un og meðferð og eru ýmist í ein- staklingsmeðferð eða hópmeðferð. Einstaklingur sem fylgir hópdagskrá með sérhópi, t.d. verkjahópi, getur einnig verið í einstaklingsmeðferð vegna heilsubrests, t.d. sjúkraþjálfun, sjúkranuddi eða stuðningsviðtölum. Einnig getur hann sótt fræðslu sem miðast við ákveðin heilbrigðisvanda- mál eða fræslu, líkamsþjálfun og hugþjálfun í heilsueflingarskyni. kjarninn í litakerfinu er einmitt græn lína sem gengur út á heilsueflingu og heilbrigðari lífshætti. Dvalargestir sjá hvað hentar þeim og velja hluta af dagskrá en eru einnig skráðir í fræðslu og meðferð sem er sniðin að heilsufarsvanda hvers og eins. Þannig býður dagskráin upp á heilsueflingu, það sem allir ættu að tileinka sér í daglegu lífi t.d. göngu- ferðir, sund, hollt mataræði, íhugun, slökun o.fl. Þetta skipulag auðveldar dvalargestum yfirsýn yfir það sem er á boðstólum. Auðveldara er að skipuleggja sameiginlega dagskrá fyrir sérhópa og þá sem eru í einstaklingsmeðferð. Skipulaginu er 28 ætlað að auðvelda starfsfólki að greina áherslur í heilbrigðiseflingu og faghópum að samræma fræðsluefni. Sérhópar og tengsl þeirra inn í línurnar Sérhópur heyrir undir ákveðna línu. Fyrirfram ákveðinni dagskrá er fylgt og er hún til fjögurra vikna í senn. Námskeið gegn reykingum er und- anskilið því það stepdur yfir í eina viku í einu. Dagskrá hppanna byggist á samspili fræðslu, líkams- og hug- þjálfunar. Eftir að innlagnarbeiðni berst er hún lögð fyrir innlagnarteymi sem ákveður hvort einstaklingurinn fellur undir sérhóp. Dvalargesturinn sjálfur getur einnig óskað eftir að taka þátt í þeim sérhóp sem hann telur henta sér. Þeir sérhópar sem starfræktir eru undir línunum eru verkja- og stoðkerfishópur, hjarta- og æðahópur, hópur offitu og átvanda- mála, krabbameinshópur og nám- skeið gegn reykingum. Lengst er komið að þróa hjarta- og æðakerfis- hópinn, dagskrá hans er rúllandi og geta dvalargestir komið inn í hann hvenær sem er og tekið fullan þátt í henni. Aðrir sérhópar eru lokaðri að því leyti að umræðufundir með starfsteymunum eru aðeins fyrir þá einstaklinga sem eru skráðir í hópinn samtímis og Ijúka dvöl sinni á sama tíma. Aðrir dvalargestir sem koma eftir að hópstarfið hefur farið af stað geta einungis tekið þátt í þeirri fræðslu sem starfsteymið bíður upp á. Þeir geta ekki farið eftir fyrirfram ákveðinni stundartöflu hópsins. Rannsóknir og kannanir við mat á árangri Við mat á árangri er ætlunin að koma af stað könnunum og/eða rannsóknum innan hverrar línu fyrir sig. í verkja- og stoðkerfishópnum hefur verið hannað mælitæki af hjúkrunarfræðingi og sjúkraþjálfara starfsteymisins og er því ætlað að mæia árangur meðferðarinnar sem veitt er þessar fjórar vikur. Mælitækið hefur verið forprófað og í Ijósi þess var ákveðið að taka mið af fleiri þátt- um en lagt var upp með í byrjun. Aðaláherslan er lögð á mælingu verkja og til þess er notaður VAS kvarðinn ásamt líkamsmynd sem einstaklingnum er ætlað að merkja inn á. Samkvæmt útkomu forpróf- unar kemur í Ijós að fleiri þættir eru nauðsynlegir til viðmiðunar eins og svefn- og svefnvenjur, ásamt könnun á lyfjanotkun. Spurningalisti er lagður fyrir tvisvar sinnum, það er við komu og svo aftur við brottför, svör ein- staklinga eru borin saman að þeim viðstöddum og farið er yfir gang mála. Öll gögn sem safnað hefur verið í sérhópunum undanfarið verða nú skoðuð með tilliti til gerðar mæli- tækja. Því stefnan er áframhaldandi þróun gæðarannsókna á stofnuninni í heild sem og á hjúkruninni, með það fyrir augum að auka gæði þjónustu við gesti okkar. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.