Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 34
Loftmynd frá 1980. Þróun endurhæfingardeildar í Kristnesi Áriö 1948 tóku vinnustofur fyrir skjólstæðinga til starfa á Krist- nesi sem lengst af voru reknar af SÍBS, og segja má að þetta hafi verið tyrsti vísir að endurhæfingu í Kristnesi. Eftir ráðningu yfirlæknis/sérfræðings í endurhæfingu við deildina hefur end- urhæfingarþjónustan farið ört vaxandi. Á deildinni eru nú 19 rúm og er hún sú eina sinnar tegundar á landinu utan Reykjavíkursvæðisins. Þjónustusvæði deildarinnar nær frá Akureyri austur á firði, til Hólmavíkur í vestur og jafnvel enn lengra vestur, því að nú þegar hafa nokkrir Grænlendingar komið til endurhæfingar á Kristnes (Skv. nýjum samningi sem Islendingar hafa gert við heilbrigðisstjóra Grænlands). Vinnuaðferðir í endurhæfingu Starfsemi deildarinnar byggist á teymisvinnu. Nokkrir fag- aðilar vinna sem teymi að sameiginlegu, vel skilgreindu markmiði sem best næst í beinu og nánu samstarfi milli teymisaðila. Gengið er þvert á venjuleg fagleg landamæri og fagleg áhugasvið, en meginmarkmiðið er að verða f skjólstæðingunum að sem bestu liði. Einkenni og það sem þarf að vera til staðar: * Sameiginleg og skýrt skilgreind markmið, sem fundin eru á grunni sameiginlegs skilnings á vandamálum. * Allir í teyminu eru jafn skyldugir til að taka þátt í starfi hópsins og lýsa sig sammála um að verkefni og verkaskipting séu ákveðin í samræmi við bestu leiðina að settu marki. (Linge, 1995). Til að hægt sé að ná settu marki er mikilvægast af öllu að sjúklingurinn og/eða aðstandendur hans séu sammála og meðvitaðir um hvert stefnir. Endurhæfing er mikil vinna sem krefst markvissrar samvinnu sjúklings, fjölskyldu og meðferðaraðila. Til þess að ná þessu marki hafa verið teknir upp markmiðs- og fjölskyldufundir en þar er farið yfir stöðu mála með sjúklingi og aðstandendum ef það á við. Einnig er unnið markvisst að útskriftaráætlun einstaklings- ins og þá í samvinnu við einstaklinginn, fjölskyldu hans og heimahjúkrun ef það á við. 34 Hver þarfnast endurhæfingar? Sá sem vegna minnkaðar líkamlegrar getu eftir sjúkdóma eða slys, á erfitt með að sinna: * heimilisstörfum * frístundum * atvinnu og hefur: * áhuga á að leysa vandamál sín * möguleika/orku til að takast á við lausn vandans Nauðsynlegt er að kröfur frá umhverfinu séu í réttu hlutfalli við getu. Hlutverk hjúkrunarfræðings á endurhæfingardeild Við innlögn er hjúkrunarfræðingurinn nær undantekningar- laust sá sem skjólstæðingurinn hittir fyrst. Oft er það þannig að hann verður tengiliður hans t.d. við lækni, sjúkraþjálfara o.fl. Þess utan eru helstu hlutverk hjúkrunar- fræðingsins í grófum dráttum þessi: * upplýsingasöfnun/viðtöl við innlögn * skilgreining á andlegum, líkamlegum og félagslegum þörfum skjólstæðiings * mat á sjálfsbjargargetu hans (ásamt öðrum faghópum) * upplýsingasöfnum um endurhæfingarmarkmið skjól- stæðings Teymisfundur. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.