Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 34
Loftmynd frá 1980. Þróun endurhæfingardeildar í Kristnesi Áriö 1948 tóku vinnustofur fyrir skjólstæðinga til starfa á Krist- nesi sem lengst af voru reknar af SÍBS, og segja má að þetta hafi verið tyrsti vísir að endurhæfingu í Kristnesi. Eftir ráðningu yfirlæknis/sérfræðings í endurhæfingu við deildina hefur end- urhæfingarþjónustan farið ört vaxandi. Á deildinni eru nú 19 rúm og er hún sú eina sinnar tegundar á landinu utan Reykjavíkursvæðisins. Þjónustusvæði deildarinnar nær frá Akureyri austur á firði, til Hólmavíkur í vestur og jafnvel enn lengra vestur, því að nú þegar hafa nokkrir Grænlendingar komið til endurhæfingar á Kristnes (Skv. nýjum samningi sem Islendingar hafa gert við heilbrigðisstjóra Grænlands). Vinnuaðferðir í endurhæfingu Starfsemi deildarinnar byggist á teymisvinnu. Nokkrir fag- aðilar vinna sem teymi að sameiginlegu, vel skilgreindu markmiði sem best næst í beinu og nánu samstarfi milli teymisaðila. Gengið er þvert á venjuleg fagleg landamæri og fagleg áhugasvið, en meginmarkmiðið er að verða f skjólstæðingunum að sem bestu liði. Einkenni og það sem þarf að vera til staðar: * Sameiginleg og skýrt skilgreind markmið, sem fundin eru á grunni sameiginlegs skilnings á vandamálum. * Allir í teyminu eru jafn skyldugir til að taka þátt í starfi hópsins og lýsa sig sammála um að verkefni og verkaskipting séu ákveðin í samræmi við bestu leiðina að settu marki. (Linge, 1995). Til að hægt sé að ná settu marki er mikilvægast af öllu að sjúklingurinn og/eða aðstandendur hans séu sammála og meðvitaðir um hvert stefnir. Endurhæfing er mikil vinna sem krefst markvissrar samvinnu sjúklings, fjölskyldu og meðferðaraðila. Til þess að ná þessu marki hafa verið teknir upp markmiðs- og fjölskyldufundir en þar er farið yfir stöðu mála með sjúklingi og aðstandendum ef það á við. Einnig er unnið markvisst að útskriftaráætlun einstaklings- ins og þá í samvinnu við einstaklinginn, fjölskyldu hans og heimahjúkrun ef það á við. 34 Hver þarfnast endurhæfingar? Sá sem vegna minnkaðar líkamlegrar getu eftir sjúkdóma eða slys, á erfitt með að sinna: * heimilisstörfum * frístundum * atvinnu og hefur: * áhuga á að leysa vandamál sín * möguleika/orku til að takast á við lausn vandans Nauðsynlegt er að kröfur frá umhverfinu séu í réttu hlutfalli við getu. Hlutverk hjúkrunarfræðings á endurhæfingardeild Við innlögn er hjúkrunarfræðingurinn nær undantekningar- laust sá sem skjólstæðingurinn hittir fyrst. Oft er það þannig að hann verður tengiliður hans t.d. við lækni, sjúkraþjálfara o.fl. Þess utan eru helstu hlutverk hjúkrunar- fræðingsins í grófum dráttum þessi: * upplýsingasöfnun/viðtöl við innlögn * skilgreining á andlegum, líkamlegum og félagslegum þörfum skjólstæðiings * mat á sjálfsbjargargetu hans (ásamt öðrum faghópum) * upplýsingasöfnum um endurhæfingarmarkmið skjól- stæðings Teymisfundur. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.