Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 18
með brjóstakrabbamein og þurfa eftirmeðferð. Einnig var rætt við hjúkrunarfræðinga og greind reynsla þeirra af því að hjúkra konum með þennan sjúkdóm. Sú niðurstaða sem fékkst við úrvinnslu viðtalanna var notuð til grundvallar breytingunum ásamt heimildum og rannsóknarniðurstöðum. Það er ekki ætlunin að gera nákvæman samanburð á reynslu hópanna tveggja í þessari grein heldur að segja frá því hvernig konunum í seinni hópnum líkaði við þessa tilraun okkar starfsfólksins á deildinni um bætta þjónustu við þær. En til að skýra máiið frekar þá var Ijóst við úrvinnslu viðtalanna hjá konunum sem greinst höfðu fyrir árið 1992 að brýn þörf var á að efla stuðning við þennan sjúklingahóp. Almennt um aukaverkanir krabbameins- lyfjameðferðar Rannsóknir benda til þess að krabbameinslyfjameðferð sé sérstakur streituvaldandi þáttur (Andersen, 1992; Schaler, 1992; Schover og fl., 1995; Trief og Smith, 1996). Rannsóknir hafa einnig sýnt að þetta er eina meðferðin sem sýnir tölfræðileg tengsl við mikia streitu og líka eina meðferðin þar sem þörf er á sálfræðilegri ráðgjöf á meðan og eftir að meðferð lýkur (Trief og Smith, 1996). Um 100 mismunandi aukaverkanir hafa verið greindar hjá sjúklingum í krabbameinslyfjameðferð (Sitzia, Hughes, og Sobrido, 1995). Mörg erfið sjúkdómseinkenni svo sem ógleði, uppköst, andþyngsli og verkir, sem undantekning- arlaust hafa áhrif á lífsgæði sjúklings, geta komið fram hjá krabbameinssjúklingum og tengst sjúkdómnum sjálfum eða meðferð hans. Sjúklingar hafa bent á að ógleði, upp- köst, þreyta og slappleiki séu þau einkenni sem mestu álagi valdi. Álagið sem fylgir því að ganga í gegnum meðferð við krabbameini og þær aukaverkanir sem því geta fylgt getur verið svo yfirþyrmandi fyrir suma sjúklinga og fjölskyldur þeirra að þeir ákveða að hætta í meðferð- inni. Að þróa betri aðferðir til að koma til móts við þarfir þessara sjúklinga er mjög mikilvægt fyrir lífsgæði sjúk- lingsins og árangur meðferðar. Á síðustu tuttugu árum hafa orðið miklar og jákvæðar breytingar á stuðningi við krabbameinsjúklinga. Þýðingarmestu framfarirnar hafa átt sér stað í breyttum viðhorfum almennt til einkennameð- ferðar og með tilkomu nýrra lyfja. Redmond (1996) hefur bent á að 40-50% allra sjúkl- inga sem fá krabbameinslyfjameðferð finni fyrir ógleði ein- hvern tímann á meðferðartímabilinu en að meirihluti þeirra eigi að geta haft fulla stjórn á ógleðinni með tilkomu nýrra lyfja. Telur hún óásættanlegt að svo margir finni fyrir auka- verkunum sem á að vera hægt að hafa stjórn á og að það kalli á fleiri rannsóknir á þessu sviði. Heilbrigðisstarfsfólk ætti að vera gagnrýnið og skoða í smáatriðum ógleðilyfja- meðferð sjúklingsins. Þreyta og slappleiki eru sjúkdóms- einkenni sem að sögn margra krabbameinssjúkiinga eru tíðust og erfiðast að eiga við. Ýmiss konar uppbótarmeð- 18 ferð gegnir þýðingarmiklu hlutverki í meðferð sem stuðlar að vellíðan og bata. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur heilbrigðisstarfsfólk í auknum mæli tekið til athugunar og viðurkennt ýmiss konar uppbótarmeðferð eða óhefð- bundna meðferð eins og sumir kjósa að kalla það t.d. nudd, slökun og hugleiðslu. Þáttur læknismeðferðar í þessu samhengi er umdeildur en segja má að almennt sé viðurkennt að óhefðbundin meðferð hjálpi sjúklingnum að hafa stjórn á erfiðum sjúkdómseinkennum, styrki hann andlega og efli baráttuvilja hans og auki líkur á betri líðan almennt (Wainstock, 1991). Þrátt fyrir viðurkenningu og gagnsemi slíkrar meðferðar fyrir sjúklinginn þá nota hjúkr- unarfræðingar hana ekki í sinni daglegu vinnu með sjúkl- ingum (Redmond, 1996). Breytt skipulag Ef ég fengi svona aftur þá myndi ég ekkert hika við að fara í gegnum svona meðferð aftur...mér finnst þessi reynsla mín bara jákvæð miðað við þær lýsingar sem ég heyri hjá öðrum. Þegar skoðuð voru sjónarmið kvennanna sem rætt var við fyrir árið 1992 varð Ijóst strax frá upphafi að ýmsar skipulagsbreytingar innan stofnunarinnar reyndust óhjá- kvæmiegar. í gegnum allt það ferli beindist athygli hjúkrun- arfræðinga fyrst og fremst að því að veita þeim konum sem fóru í aðgerð og fengu krabbameinslyfjameðferð sem bestan stuðning. Einnig var meðferð aukaverkana endur- skoðuð og bætt, reynt var að gefa konunum betra tæki- færi til að tala um hugsanir sínar og viðbrögð tengd sjúk- dómnum og meðferð hans, ræða kvíða og ótta við hjúkr- unarfræðing sem gat hlustað, hughreyst, leiðrétt misskiln- ing og svarað spurningum. Árangur og þróun valt að miklu leyti á skilningi og jákvæðu samstarfi á milli deilda, einnig á skilningi lækna og deildarstjóra á deildinni sjálfri og á góðu samstarfi hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ritara deildar- innar. Allir hafa unnið sameiginlega að því markmiði að hjálpa konunum að aðlagast breyttum aðstæðum og gera þeim kleift að horfa til framtíðar þrátt fyrir erfiðar og krefj- andi aðstæður. Sérfræðingur í krabbameinslækningum starfar ekki á FSA. Eftirmeðferð hjá konum sem fá brjóstakrabbamein, hefur verið stjórnað af krabbameinssérfræðingum á Land- spítalanum og lyfjadeildarlæknum á FSA. Þeir sjúklingar sem hér um ræðir hafa því þurft og þurfa enn að fara á milli spítala og deilda á meðan á meðferð stendur. Með skipulagsbreytingunum var reynt að koma til móts við þarfir og óskir kvennanna á eftirfarandi hátt: 1. Fækka ferðum þeirra til Reykjavíkur. Krabbameins- sérfræðingur frá Landsspítalanum kemur nú reglulega og geta konurnar nýtt sér það eftir þörfum. 2. Stuðla að því að konurnar geti verið áfram á sömu deild. Samráð var haft við lyflækna um að sinna þess- um konum á handlækningadeildinni eftir að samþykki skurðlækna og deildarstjóra á deildinni fékkst. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.