Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 12
-4-
NÍTUR í JARÐVEGI. KYNNING Á NIÐURSTÖÐUM RANNSÓKNA
Níturáburður á kartöflur
Tilraun með mturáburð á kartöflur hefur staðið í þrjú ár frá 1988 í Þykkvabæ. Auk
uppskerumælinga hefur nít-rat og ammóníum verið mælt í jarðvegi. Jarðvegssýnin eru
þurrkuð við 40°C og ammóníum og nítrat leyst með því að skola sýnin með saltlausn
(kalíumklónðlausn). Nítratmagn í haustsýnum eykst verulega, þegar áburðar-notkun
er umfram það sem þarf til þess að ná hámarksuppskeru (2. tafla).
2. tafla. Ammóníum og m'trat í jarðvegi við vaxandi skammta af níturáburði á kartöflur. Borgartún í
Þykkvabæ.
Áborið N kg/ha
0 70 140 210
Nítrat-N kg/ha í 0-30 cm dýpt
1988
Haust 7,2 9,7 20,9 86,6
1989
Vor 6,0 8,4 9,1 9,7
Haust 3,1 6,0 11,4 98,1
1990
Vor 27,4 25,4 19,2 22,1
Haust 6,2 9,6 11,5 16,1
Haustin 1988 og 1989 sýnir nítratmælingin miklar leifar af nítrati eftir stærsta
áburðarskammtinn, en haustið 1990 sker nítratmagn í jarðvegi sig ekki eins úr eftir
þennan áburðarskammt, sem er langt umfram þarfir. Uppskera var betri sumarið 1990
en hin árin tvö (3. tafla). Betri skilyrði til sprettu og mturupptöku sumarið 1990 gætu
hafa dregið úr nítratleifum í jarðvegi, einnig við stærsta áburðarskammtinn. Það er
kunnugt úr áburðartilraunum að með vaxandi níturáburði fer mturupptaka og þar með
hrápróteininnihald einnig vaxandi nokkru eftir að hámarksuppskeru er náð. Einnig
er líklegt að nítrat hafi skolast úr jarðvegi í haustrigningum árið 1990.
Eftir slök sprettuár sýnir nítratmæling hvort um ofnotkun níturs í áburði hafi verið
að ræða. Niðurstaðan virðist einnig leiðbeinandi um hvað sé hæfilegt í betri árum,
ef marka má niðurstöður tilraunarinnar í Borgartúni.
Athyglisvert er að uppskeruauki er enginn eða lítill við aukningu áburðar frá 140
í 210 kg/ha af N. Miðað við þessar niðurstöður hefði Græðir 1A hentað betur en
Græðir 1 og nokkuð sparast við að nota t.d. 1200 kg/ha af Græði LA í stað 1500
kg/ha af Græði I.