Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 65
-57-
Mikilvægt er að allur beitarfénaður hafi aðgang að hreinu ómenguðu vatni, ásamt
fóðursalti og/eða saltsteinum.
NOKKUR HAGNÝT ATRIÐI VARÐANDI BEITARSTJÓRNUN
Nautgripir
Gott er að setja kýr á ræktað land á vorin strax og veður leyfir, þó gróðurinn sé ekki
orðin mikill, til þess að þær venjist beitinni sem fyrst. Þá er kúnum gefin full gjöf
með beitinni, en eftir því sem beitin eykst minnkar heyátið. Hólfin sem kýrnar eru
settar á í byrjun beitar þarf að friða þegar nægileg beit er orðin þar sem kýrnar eiga
að vera fram eftir sumri, hvort sem um skiptibeit er að ræða eða ekki. Hólfin eru
síðan slegin seinni part sumars, en ekki beitt aftur um sumarið. Gott er að beita ekki
sama hólfið á vorin tvö ár í röð. Ef mögulegt er væri best að komast hjá því að
beita tún með sömu búfjártegund tvö ár í röð. Sumir vilja hólfa beitilandið niður og
skipta nokkuð oft um beitiland, þannig að kýrnar hafi sem mest ferska beit, auk þess
sem auðveldara er að stjórna beitinni þannig og hún verður jafnari. Hér er ekki um
eiginlega skiptibeit að ræða þar sem kýrnar bíta ekki sama landið aftur um sumarið.
Þetta má einnig gera með randabeit, sem kostar að sjálfsögðu meiri vinnu en veitir
vist öryggi vegna þess að þá er betur fylgst með beitinni. Sumir bændur leggja mikið
upp úr því að kýrnar hafi aðgang að úthaga, t.d. ábornum, til að minnka líkur á
meltingartruflunum. Einnig eru oft notaðir sérstakir nátthagar, sem getur líka dregið
úr hættu á meltingatruflunum. Mikilvægt er að slá sum tún snemma og bera á þau
strax aftur til að hafa beit seinna um sumarið. Með aukinni túnastærð, miðað við
bústærð, hafa möguleikar á nýtingu háarinnar til beitar aukist og það er hagkvæmt
að nýta hana sem best. Þó er gott að hafa grænfóður með til að grípa til og brúa
bilið milli sláttar og háarbeitar og til að lengja beitartímann. Þetta er mikið
öryggisatriði.
Grænfóðri þarf að byrja að sá eins fljótt og hægt er á vorin til að hægt sé að
beita það upp úr miðju sumri. Gott er að sá grænfóðri á tveimur eða þremur
mismunandi tímum til að það endist fram eftir hausti án þess að spretta úr sér.
Kýrnar þurfa að hafa aðgang að góðu heyi með beitinni snemma á haustin, töluvert
áður en reiknað er með að þær verði teknar á hús. Þetta er öryggisatriði til að geta
brugðist við mismunandi haustveðráttu.
Talið er að kálfar, eldri en þriggja mánaða, geti þrifist vel á beit eingöngu.
Mikilvægt er að gefa þeim ormalyf og/eða beita þeim á land sem nautgripir hafa ekki
gengið á í að minnsta kosti eitt ár. Eins og með fullorðna gripi er mikilvægt að gefa