Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 67
-59-
rýrar af fjalli, frálagsær og veturgamlar. Ær sem eru í betri holdum má setja á
úthaga sem hefur verið friðaður fyrir sauðfjárbeit allt sumarið. Ef lömb sem beitt er
á há eru færð milli hólfa má beita ám á hólfin á eftir lömbunum, og einnig er
sjálfsagt að nýta há og grænfóður sem eftir er þegar slátran líkur. Þegar líður á
haustið þarf oftast að gefa ánum próteingjafa með beitinni, t.d. fiskimjöl. Einnig er
rétt að byrja að bjóða ánum hey eitthvað áður en þær eru teknar á hús, sérstaklega
ef beit er orðin léleg.
Sumarlöng beit sauðfjár á ræktað land hefur verið reynd í nokkrum tilraunum hér
á landi og yfirleitt gefist illa (5). Þó era til tilraunir þar sem árangur hefur orðið
betri á ræktuðu landi heldur en á úthaga eingöngu. Tveggja ára niðurstöður úr
tilraun á Hvanneyri (13), þar sem nautgripum og sauðfé var beitt til skiptis á ræktað
land milli ára, þannig að fénu var aldrei beitt á sama landið tvö ár í röð, sýna að
afurðir era meiri þar sem fénu er beitt eingöngu á ræktað land heldur en ef því er
beitt eingöngu á úthaga. Túnbeit allt sumarið hafði aftur á móti enga kosti fram yfir
það að beita á tún og setja féð síðan á afrétt.
LOKAORÐ
Það gildir um alla beit á ræktað land, þar sem beitarálag er mikið, að æskilegt er að
beita ekki sömu hólfin ár eftir ár með sömu búfjártegund. Þar sem blandaður,
hefðbundinn búskapur er stundaður má beita sauðfé og nautgripum til skiptis milli
ára, en einnig má beita og slá til skiptist. Þá er mikilvægt að tún sem notuð era til
beitar seinni hluta sumars og á haustin séu ekki ætluð til beitar eða sláttar snemma
næsta sumar. Víða er því miður ekki hægt að fara eftir þessu að öllu leyti, en
augljóst er að hægt er að gera mikið betur en nú er gert á mörgum bæjum.
Nauðsynlegt er að efla ráðunautaþjónustu á þessu sviði og muna að skipuleggja beitina
með að minnsta kosti árs fyrirvara.
HEIMILDIR
1. Sverrir Magnússon. 1980. Hér vil ég una í góðri sveit með góðu fólki (Viðtal M.E.). Freyr, 76: 432
-436.
2. Heiðar Kristjánsson. 1981. Meðferð sauðfjár og umhirða árið um kring (Viðtal M.E.). Freyr, 77:
896-901 og 938-941.
3. Kristinn Jónsson og Stefán Aðalsteinsson. 1961. Tilraunir með hagnýtingu ræktaðs beitilands handa
mjólkurkúm 1954-1957. Rit Landbúnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans, A-flokkur, nr. 14, 63 bls.
4. Kristinn Jónsson og Stefán Aðalsteinsson. 1969. Beitartilraunir með mjólkurkýr í Laugardælum 1958-
1961. fslenskar landbúnaðarrannsóknir, 1: 38-86.