Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 213
-205-
Einkunnir hrúta
Hrútar í fjárræktarfélögum fá tvær aðskildar kynbótaeinkunnir, aðra sem lambafeður,
hina sem ærfeður. Þessar einkunnir eru síðan vegnar saman í heildareinkunn með
vogtölunum 0,4 fyrir lambaeinkunn og 0,6 fyrir dætraeinkunn.
Lambaeinkunn. Einkunn hrúts fyrir sláturlömb er reiknuð út frá leiðréttum fallþunga
lamba, sbr. framansagt, auk þriggja annarra þátta. Fallþungi lambanna er einnig
leiðréttur fyrir afurðastigi móðurinnar með því að draga frá eða bæta við fyrir hvert
afurðastig sem móðirin víkur frá meðaleinkunn, samsvarandi frávik í fallþunga hvers
lambs, margfaldað með stuðlinum 0,4, sem er tvímælingargildi eiginleikans.
Einkunn = 100 + MfyX, + 2b2X2 + 0,2b3X3 + l,7b4X4
Xt = meðaltal frávika fallþunga allra lamba undan hrútnum, sem komið hafa til
uppgjörs.
X2 = meðaltal frávika í kjötprósentu lambanna.
X3 = meðaltal frávika í gæðamati dilkafalla, þar sem Úrval = 200, DI-A = 100, DII
og DI-B = 50 og DIII og DI-C = O.
X4 = 2- meðalfrávik í litblæ (1-5) hvítra lamba undan hrútnum.
Stærðin b| er vogtala, sem metur öryggi upplýsinganna um hvern eiginleika og
byggist annars vegar á arfgengi eiginleikans og hins vegar á fjölda afkvæmanna.
ni
bi = ---------
n, + ki
n^ = ns + 0,6711,
Þar sem ns er fjöldi einlembinga og nt fjöldi tvílembinga, sem liggur að baki mati á
hveijum eiginleika. Ástæða þess að fjöldi tvílembinga er veginn niður, er skyldleiki
þeirra gegnum móðurina.
4-h,2
Þar sem h2 er arfgengi hvers eiginleika.
Reiknað er með arfgengistölunum 0,2 fyrir fallþunga og kjötprósentu, 0,08 fyrir
kjötflokk og 0,21 fyrir litblæ. Þar af leiðir, að b-stuðlarnir verða 19, 50 og 16,7 fyrir
þessa eiginleika í sömu röð. Áætlað staðalfrávik þessarar einkunnar er 5, þegar fjöldi
er orðinn nægilegur.