Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 175
-167-
styrktar af Rannsóknaráði ríkisins og er samvinnuverkefni opinberra stofnana og
fiskeldisstöðva og eru niðurstöður væntanlegar.
Haustið 1990 voru búnar til rúmlega 50 fjölskyldur af einum stofni í Hólalax á
Hólum í Hjaltadal. Tilgangurinn er að hefja rannsóknir á erfðaþáttum bleikju, s.s.
vaxtarhraða, holdlit, kynþroskaaldri og fleira. Uppi eru hugmyndir að þetta verði vísir
að frekari kynbótastarfi á bleikju.
NIÐURSTÖÐUR ÚR KYNBÓTARANNSÓKNUM í KOLLAFIRÐI
Eins og áður hefur komið fram hófst samnorrænt rannsóknarverkefni í hafbeit með
það markmið að kanna hvort og að hve miklu leyti kynbætur gætu aukið arðsemi í
hafbeit. Aldar voru 150 fjölskyldur í tveim árgöngum alls 300 fjölskyldur af 5
mismunandi stofnum.
Tilraunauppsetning var þannig háttað að einn hængur (faðir) er paraður við 3
hrygnur (mæður), þá verða til al- og hálfsystkinahópar. Því eru alls um 100 feður og
300 mæður fyrir báða árgangana.
Niðurstöður liggja nú þegar fyrir um erfðaþætti seiðaeldis verkefnisins og hluta
úr áframeldi þeirra í sjókeri á landi.
í 1. töflu er sýnt fram á að mikill munur er á lífsþrótti milli mismunandi
laxastofna. Einnig er munur milli þessara stofna í meðalþyngd og meðallengd eftir
að þeir hafa verið aldir í 190 daga frá upphafi frumfóðrunar. Þar skera Kollafjarðar-
stofn og Isnó-stofn sig nokkuð úr enda þessir stofnar verið í eldi í nokkrar kynslóðir.
Aðrir stofnar eru villtir að uppruna teknir beint úr þeirra heimaá. Mikill munur var
milli fjölskyldna á lífsþrótti sem sést best á staðalfrávikinu í 1. töflu og einnig var
mikill breytileiki fyrir hendi í meðalþyngd og meðallengd milli fjölskyldna.
í 2. töflu eru tölur um arfgengi þessara eiginleika reiknað fyrir báða árgangana,
metið út frá ferviksþætti milli mæðra og feðra. Þar kemur fram að arfgengi fyrir
lífsþrótt milli feðra metið sem 0,04 ±0,04 og 0,35 ±0,04 milli mæðra. Fyrir arfgengi
milh feðra fyrir þyngd er það metið sem 0,19±0,03 og fyrir lengd 0,17±0,03, en milli
mæðra er það metið 0,39 ±0,03 fyrir þyngd og 0,40 ±0,03 fyrir lengd. Ástæðan fyrir
því að arfgengi sem metið er út frá ferviksþætti milli mæðra er hærra en milli feðra
er sú að ekki er hægt að útiloka þætti eins og móðuráhrif, ekki samleggjandi erfðir
og kerjaáhrif. Því er best að nota arfgengi milli feðra til að meta kynbótaframför því
ætla má að það sé besta matið á áhrif samleggjandi erfða fyrir þessa eldisþætti. Ekki
kemur á óvart að arfgengi milli feðra sé lágt fyrir lífsþrótt því almennt er talið að
hæfnis (fittnes) eiginleikar sýni lítinn erfðabreytileika heldur stjórnist mest af umhverfi.